Hvernig er það, skiptir engu máli hvað íþróttafréttamenn láta út úr sér við lýsingar? Frægt varð það í sumar þegar Adolf Ingi sagði fáránlegan brandara um þeldökkan spretthlaupara sem heitir Gay að eftirnafni.
Þessi sami maður missti sig enn og aftur þegar hann reyndi að lýsa leik Íslands og Þýskalands á EM í dag. Nú voru það dómararnir sem voru“norskar kéllingar“.
Í seinni hálfleik voru norsku kéllingarnar hins vegar „hálfvitar“! Þvílík framkoma segi ég. Algert stjórnleysi sem á í besta falli heima upp í stúku hjá orðljótum áhorfendum.
Hér vantar fagmennsku og fágun. kannski er hennar ekki krafist hjá rúv í dag. kannski er öllum sama.
Ekki mér.
Röggi.
Aldrei hefði maður heyrt Samma eða Rauða Ljónið láta þetta út úr sér, það er víst. Mér finnst bara fagmennskunni hjá RÚV vera mjög ábótavant og það er eins og þeir leggji engann metnað í þetta starf sitt. Enda fá þeir ekkert fjármagn til að gera það vel, ég heyri ekki betur en að allir séu mjög ósáttir við frammistöðu þeirra hvað umfjöllun um EM varðar og maður hugsar með hryllingi til EM í Fótbolta í sumar.
Þetta voru kellingar þ.e. í merkingunni „þoldu ekki hörku“ sem getur átt við fólk af báðum kynjum.Það er nauðsynlegt að menn tali ekki eitthvað dauðhreinsað pólitískt kórrétt mál þegar verið er að lýsa íþróttaleikjum. Þá hljóma menn eins og kellingar.Menn sem reyna að hljóma spekingslegir og yfirvegaðir í íþróttalýsingum, sérstaklega í útvarpi, eru óþolandi með öllu.Íslenska landsliðið er tilfinningamál.
Sæll Hrannar.Skil hvað þú átt við. Ég horfi mjög mikið á íþróttir. Svona orðbragð er hvergi notað jafnvel þó mönnum þyki dómarar vera að dæma illa. Þetta er óheflað og ruddalegt. Og ekki í fyrsta sinn sem þessi aðili missir sig.Hvernig myndir þú telja að þetta orðasamhengi útleggist á ensku?