Sit hérna og horfi á fótbolta með fartölvuna í fanginu. Getur það orðið mikið betra? Þetta er dýrari týpan. var að ljúka við Arsenal – Tottenham og þá brestur á með Sevilla – Barcelona, reyndar án Eiðs Smára.
Sko. Enski boltinn er auðvitað skemmtilegasti boltinn. þar er hraðinn mestur og aldrei slegið af. Menn upp til hópa heiðarlegir og gefa sig alla í þetta. Bara gaman. Í leiknum í kvöld þurfti dómarinn lítið að skipta sér af. Allir í bolta.
Spænski boltinn er öðruvísi. Þar eru frábærir hæfileikamenn í hverri stöðu. Stórstjörnur og prímadonnur sem fá aukaspyrnur að jafnaði í hvert einasta skipti sem þeir henda sér í grasið. Sem gerist eiginlega alltaf þegar þessir smjörgreiddu milljónamæringar finna fyrir snertingu mótherjans.
Evrópumetið í leikaraskap margbætt í hverjum leik. Fair play ekki endilega aðal málið.
Röggi.
Rita ummæli