Ég er fráleitt sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Þekking mín nánast yfirborðskennd en það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að ég hafi skoðun. Eins og svo margir aðrir sem þykjast sérfróðir en eru í raun og veru bara sérfróðir í íslenskri afdalapólitík sem er svo heimfærð upp á bandaríkin. Og samanburðurinn talinn okkur í hag!
Mér hefur alltaf þótt töluvert til John McCain koma. Virkar eðlilegur og talar mannamál. Lætur eftir sér að efast stundum um eigið ágæti og flokks. Virkar vel á mig. Held með honum.
Kannski birtist einhver og segir hann skíthæl. Ég hef freistast til þess að halda að annað hvort sé hann ekki nógu mikill skíthæll til að verða frambjóðandi repúblikana eða þá of blankur.
Nema hvort tveggja sé. Allt að einu, ég held með honum.
Röggi.
Þú kannski þekkir hvernig George Bush fór að því að vinna John McCain í Suður Karolínu árið 2000?
Sæll Keli.Man þetta ekki. Hresstu uppá minnið…
Jæja þú ert allavega farinn að viðurkenna að þú vitir ekkert um það sem þú skrifar. Að viðurkenna vandamálið er fyrsta skrefið til lausnar. /Sverrir
Sæll Sverrir.þú ert enn að lesa. Og tekur svona ljómandi virkan þátt í umræðunni. Hvað hefur þú gáfulegt til málanna að leggja? Fram til þessa hefur það verið;Ekkert…
http://www.sourcewatch.org/index.php?title=Push_poll