Mánudagur 31.12.2007 - 00:01 - 1 ummæli

Meira um Bhutto.

Björgvin Valur eyjubloggari virðist kominn á þá skoðun að í raun og veru hafi Benazir Bhutto verið úlfur í sauðargæru. Hún hafi verið úr yfirstétt og menntuð erlendis og því ekki verðug. Hún hafi ekki verið í tengslum við þjóðina sem þó dáði hana að stórum hluta. Tónninn finnst mér óþægilega nálægt því að enginn missir sé að svona yfirstéttarpakki.

Ég veit minnst um það hvort hún var engill í mannsmynd eða ekki. Varla hefur hún verið fullkomnari en aðrir menn en að það skipti hér einhverju máli úr hvaða stétt hún komi skil ég ekki.

Ég efast ekki um misskiptingu lífsgæða í Pakistan. Að mannréttindi séu þar fótum troðin og spilling landlæg hjá þessari yfirstétt sem einokar stjórnmál þessa lands. Patentlausn er örugglega ekki til.

En ég hef eins og margir aðrir horft á þjóðina sjálfa fylkja sér um þessa manneskju. það skiptir mestu máli. Hún gaf mörgum, óháð stöðu hennar, von. Gildir það ekki mestu?

Grundvallarskoðanir okkur sem búum við fullt lýðræði og höfum efni á því að hafna góðu fólki á þeim forsendum einum að við þolum ekki annað hvort fólk úr efri stéttum eða neðri eiga held ég ekki við hjá íbúum Pakistan.

Því fólki fannst hún vera von um betra líf. það dugar mér.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Björgvin Valur

    Ég endursagði aðeins hluta þess sem stóð í greininni á Guardian og ég vísaði til. Vildi bara benda á að hún hefði verið umdeild og ekki endilega víst að allur almenningur í Pakistan hafi séð hana sem lausnara sinn.Maðurinn sem skrifar umrædda grein er sérfróður um málefni svæðisins og hefur fylgst með gangi mála þar lengi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur