Þriðjudagur 11.12.2007 - 14:24 - 1 ummæli

Öryggisráðið kærir VISA.

Öryggisráð feministafélags Íslands. Ég endurtek. Öryggisráð feministafélags Íslands. Þetta hlýtur að vera spaug. Líklega eru hér áhrifin af skagaspaugi Vífils símadóna að koma fram. Nú skal það frábæra grín toppað.

Vissi ekki að þetta ráð væri til og grunaði ekki heldur að það þyrfti að vera til. Baráttan er vissulega hörð og sækist líklega ekki nógu hratt og vel en ætli þetta teljist ekki vera fulllangt gengið. Gott ef konur í kringum mig eru ekki talsvert meira hneykslaðar en við strákarnir.

Má VISA hafa skoðun á því hvað kúnnarnir kaupa sér? Tölvunefnd eða persónuvernd eða hvað þær heita nú allar nefndirnar gætu jafnvel bannað VISA að hnýsast sérstaklega í það hvað korthafar eru að kaupa sér.

Til hvers að kæra kortafyrirtækið? Þetta jaðrar við ofstæki. Mæli eindregið með því ef þetta gengur ekki upp að hið mikla öryggisráð íhugi að kæra þá sem framleiða kortin. Ef það dugar ekki þá er rétt að hafa uppá þeim sem fann upp internetið, þá tölvurnar….

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Ég fyllist allur öryggistilfinningu við að heyra þetta. Sennilega eru þær allar með úttroðnar nærbuxurnar af Always Ultra…öryggietilfinningin þú skilur. Hinsvegar eru margar spurningar sem vakna. Afhverju að kæra bara VISA? Má ég kaupa mér gleði með MasterCard? Hvað ef ég tek reiðufé út úr hraðbanka (af VISA) og kaup mér gleði fyrir það? Hver á að bera ábyrgð á því?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur