Fimmtudagur 06.12.2007 - 22:46 - 2 ummæli

Spilltur handbolti í safamýri.

Þeir voru misglaðbeittir þjálfarar efstu liðanna í kvennahandboltanum eftir stórleik kvöldsins. Þjálfari sigurliðsins eðlilega heldur kátari en mátti þó ekki vera að því að gleðjast eftir leikinn heldur splæsti nánast öllu viðtalinu í að tala um dómara leiksins. Hann var hundóánægður og taldi sitt fólk misrétti beitt. Gott og vel.

Hinn þjálfarinn hafði enn minni áhuga á því að fjalla um íþróttina sem hann vinnur við. Saltvondur og stóryrtur mjög. Þrautreyndur maðurinn hafði það í sér að tala um að dómgæslan í leiknum hefði verið „spilling og ekkert annað“.

Í hverskonar ástandi eru menn þegar svona nokkuð gengur út úr þeim? Hvaða bækur er hann að lesa? Hvað er í matinn á heimili manna sem láta svona?

Flott auglýsing fyrir handboltann. Það verður spennandi að sjá hver refsing þjálfara stjörnunnar verður. Allt annað en leikbann er skandall. Og eins og málum virðist háttað þá þolir íþróttin ekki fleiri skandala.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Einar Ben

    Jahh. Er ekki búið að eyðileggja orðið spillingu í meðförum stjórnmálamanna sem virðast nota það hvert tækifæri, í tíma og ótíma.Er nokkuð skrítið að aumingjans handboltaþjálfarar api það eftir sem fyrir þeim er haft.Hér er fréttin meira það að stjórnmálamenn hafa eyðilagt merkingu orðsins „spilling“. Spilling gæti útlagst núna í samheitaorðabók sem „vafasamt“ eða „ósanngjarnt“. Upprunalega merkingin á ekki lengur við 🙂

  • Þetta tiltekna mál snýst um það eitt hvað þjálfarinn átti við.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur