Nú er tekist á um höfundarétt. Ekki eru þau átök alveg ný af nálinni en með tilkomu netsins er málið stærra og lausnin ekki vandséð. Sanngjarnir menn hljóta að sjá að það hlýtur að vera fremur þreytandi að sjá verk sín birt án endurgjalds en öðrum til tekna.
Hróbjartur Jóntansson fór mikinn fyrr í vetur þegar hann með miklum látum reyndi að fá lögbann á dreifingu efnis sky sjónvarpsstöðvarinnar. Tókst í leiðinni að móðga menn hægri vinstri og þurfti á endanum að biðjast afsökunar. Þetta var sjóðheitt í fjölmiðlum þá.
Héraðsdómur synjaði SMÁÍS fyrir hönd 365 um lögbannið og úrskurðinum var áfrýjað. Af hverju hefur enginn fjallað um niðurstöðu hæstaréttar í málinu? Hann nefnilega staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. það er frétt.
Sérstaklega í ljósi þess að nýverið fékkst lögbann á torrent.is.
Margt skrýtið í kýrhausnum.
Röggi.
Kannski lesa þeir ekki hæstaréttardóma hjá sýslumanninum í Hafnarfirði.
en þetta upphlaup hjá smáísmönnum hefur auglýst þessi torrent gríðarlega, nú þekkja allir thepiratebay og icetorrent og sækja efni þar sem aldrei fyrr,held þeir ættu að tala minna og hugsa meira
Kannkski ættu þeir að gera það. En þarf ekki að horfa á þetta í stærra samhengi en bara því hvort einhverjir hafi aðgang að efni án greiðslu?Hvar endar þetta ef fólk fær á endanum ekki greitt fyrir sín verk. Skiptir það engu máli?