Hvað er hægt að segja um Jónas Garðarsson sem ekki hefur verið sagt áður? Hvernig stendur á því að maðurinn metur æruna ekki dýrar en hann virðist gera. Er hann algerlega vinalaus? Getur enginn nákominn honum komið honum í skilning um að hann er að setja ný viðmið í siðleysi?
Annars er greinilegt að það er stundun hagstætt að búa við siðleysið. Sannleikurinn er þá ekki með mönnum í liði. Sanngirni víðs fjarri og óþekkt. Reglur samdar eftir hentugleika hverju sinni. Þetta hentar mönnum eins og Jónasi prýðilega.
Hvernig geta samtök sjómanna varið það að hafa þennan mann í forsvari? Ég er almennt á þeirri skoðun að allir eigi skilið annað tækifæri en það á ekki lengur við um Jónas. Brotaviljinn er ótrúlega einbeittur. Hver man ekki eftir því þegar kallinn var tekinn með jeppann sinn sneisafullan af smygli? Man reyndar ekki hvernig tækniatriðið var sem hann notaði til þess að sleppa við refsingu sem hvert mannsbarn vissi að hann átti inni fyrir. Illar tungur segja fleiri sögur sem ég nenni ekki að hirða um. Stóru söguna þekkja allir enda nýjir kaflar birtir nú nýlega.
Hvaða hreðjatak hefur hann á þeim sem velja forsvarsmenn fyrir sjómenn? Fyrir mér er þetta hreinlega niðurlægjandi fyrir alla þá sem standa að því að vernda hann. Kjarabarátta sjómanna á betra skilið.
Jónas er búinn með sitt tækifæri, og annað tækifæri eftir það. Ekki einu sinni víst að níu líf kattarins dygðu þessum manni.
Röggi.
Rita ummæli