Þriðjudagur 13.11.2007 - 16:48 - Rita ummæli

Eiður áfram leiðtoginn.

Eiður áfram fyrirliði. Kannski hefur hann lofað bót og betrun. Nema auðvitað að hvorki hann né KSÍ kannski við nein agabrot. Storkurinn hefur áður stungið hausnum í sandinn.

Ferguson kallinn væri fyrir löngu búinn að losa sig við svona hegðun jafnvel þó það þýddi að drengurinn hyrfi á braut. Og Ólafur losaði sig reyndar við danskan leikmann í sumar sem var með munnsöfnuð í fjölmiðlum.

það sem einkennir menn sem ná árangri í hópíþróttum er að þeir halda stíft í gömlu sannindin um að enginn leikmaður er stærri en liðið. Ef Eiður er of stór til þess að skila af sér fyrirliðabandinu þá er hann ekki að spila á réttum forsendum.

En, ég skal gefa honum séns úr því að nýjir húsbændur eru mættir. Pétur Pétursson ætti í það minnsta að geta spottað agaleysið. Hann er sterklega grunaður um að hafa fundið það upp!

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur