Þriðjudagur 13.11.2007 - 14:51 - Rita ummæli

Þreyttur Steingrímur J

Ég skil svosem yfirleitt lítð í VG. Er í öllum grundvallaratriðum andvígur þeirra stefnu og allt í góðu með það. Hef eins og flestir lengi borið nokkra virðingu fyrir Steingrími formanni þó verulega hafi fjarað undan þeirri virðingu þegar karlinn skaut sig í fótinn eftir síðustu kosningar.

Hann virkar þreyttur og afundinn. Pikkfastur í gömlum tíma og neitar að færa sig framar. Og nú nöldrar hann yfir því hvort flugvélar sem hér munu stunda efrirlit kunni hugsanlega að bera vopn.

Er það bara ég eða er einhver að missa svefn yfir þessu? Hvernig nennir hann að gera þetta að þrasi? Þetta er angi af gömlu NATO hatri sem þarna birtist okkur. En ég held hreinlega að leitun sé að fólki sem setur sig upp á móti NATO í dag eða eftirliti í lofti með eða án vopna.

Grunar að það hljóti að fara að styttast í þessu hjá honum enda frambærlegt fólk sem bíður.

Enn um sinn…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur