Össur Skarphéðinsson hrasar að jafnaði í furðulegan ham þegar nálgast kosningar. Össur sem hefur verið á ferðalögum á kjörtímabilinu hefur nú gert stopp hér heima og gerir sig gildandi. Við sjáum að hvatinn er þekktur. Þráin eftir áframhaldandi embætti knýr karl til gamalkunnra bellibragða sem allar miða að því að búa til gott veður hjá […]
Ekki er að spyrja að Össuri. Hann sér víða pólitískar matarholur. Þá skipta staðreyndir stundum litlu máli. Nýjast hjá klækjastjórnmálamanninum er að reyna að sækja atkvæði með því að úthúða Sjálfstæðisflokknum vegna þess að ríkisstjórnin heykist á því að reyna að koma stjórnarskrármálinu áfram. Þegar Össur iðkar samræðustjórnmálin sem Samfylkingin kynnti síðast þá birtast þau […]
Gunnar Helgi Kristjánsson prófessor telur Samfylkinguna koma illa undirbúna til kosninga. Þetta stöðumat hans fer í fínar taugar margra Samfylkingarmanna. Fyrir okkur hin er þetta staðreynd sem blasir við og ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Kannski þola menn Gunnar Helga ekki að benda á þetta enda hann fallinn í ónáð. Vissulega […]
Hver vill láta ókunnugt fólk kalla sig hyski? Ekki ég hið minnsta. Það er bévítans dónaskapur jafnvel þó hið meinta hyski sé stjórnmálahyski. Þeir sem grípa til þannig orðfæris dæma sig að einhverju leyti sjálfir. Jón Gnarr upplifir svona aggressíva framkomu sem einelti. Það er auðvitað út í hött, er það ekki? Ég ætla ekki […]
Þetta var þá allt saman tilviljun. Árni Þór Sigurðsson þungaviktarþingmaður VG hefur greint icesave málið og dregið þessa ályktun. Það var í raun tilviljun hvernig málið þróaðist. Tilviljun að málið endaði fyrir dómstólum og vannst þar. Það var og… Það eru alls engar tilviljanir í því hvernig þetta mál þróaðist. Áralöng barátta þjóðar gegn ríkisstjórn […]
Ég rakst á furðufrétt þar sem segir að bandalag íslenskra listamanna telji það sanngirnismál að það ágæta bandalag fái hlut af lottótekjum til ráðstöfunar. Af hverju ekki félag íslenskra bifreiðaeigenda? Félag skipstjórnarmanna? Hundaræktarfélag íslands. Hvað með happdrætti blindrafélagsins? Auðvitað er eðlilegt bandalag listamanna þefi uppi matarholur. Ég þarf þó að hafa talsvert fyrir því að […]
Ég hafði rangt fyrir mér sem betur fer. Ég sagði já við síðasta Icesave samningnum með þeim orðum að ég vildi miklu frekar segja nei, fannst þetta samt skynsamlegt á þeim tíma. Ég myndi segja af mér ef ég bara gæti! Sjaldan hef ég verið jafn kátur með að hafa haft rangt fyrir mér. Ég […]
Stefán Ólafsson stjórnmálamaður á launaskrá við háskóla Íslands heldur áfram að láta til sín taka í opinberri umræðu. Hann settist niður til að svara Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sem hafði að mati Steáfns gerst sekur um að hnýta í Egil Helgason. Það er höfuðsynd greinilega og Stefán setur lögmanninn þá án frekari umsvifa í hóp myrkrahöfðingja. […]
Heiða, auglýsingastjóri DV, skrifaði pistil nú nýlega. Í þessum pistli reynir hún að höfða til reiði gagnvart þeim sem „settu landið á hausinn“. Þeir sem höfða mál gegn DV eru vondir menn sem hafa grætt ólöglega um leið og þeir steyptu okkur í glötun og fylltu eigin vasa. Þetta hljómar án efa vel í eyrum margra. […]
Við erum oft óttalegir molbúar. Hvergi sést það betur en í stjórnmálum. Stjórnmál eru í eðli sínu þannig að þar er tekist á um ólík sjónarmið. Þeir sem hyggjast stunda stjórnmál ættu að leggja allt kapp á að skilja að ágreiningur sem upp kemur snýst ekki um persónur, og taka slaginn svo þaðan. Jóhanna Sigurðardóttir […]