Ekki spyrja mig af hverju en ég er að reyna að grafa upp textann við lagið Þorvaldur með bítlavinafélaginu. Ákaflega ómþýtt lag með gríðarfallegum og innihaldsríkum texta. Eiginlega hápunktur Íslenskrar textagerðar sé ég spurður. Færustu gruflarar í mínu nærumhverfi hafa lagt nótt við dag en ekki fundið textann sem hinn góðkunni textahöfundur Ómar Gaukur Eggertsson […]
Þjóðin mætti og mótmælti við setningu þingsins í dag. Þinghúsið og fólkið sem þar situr í umboði kjósenda eru kannski rökrétt skotmark í hugum margra. Ég sé á þessu ýmsar hliðar. Í alvöru systemi væri alþingi ekki ábyrgt fyrir gerðum ríkisstjórnar. Á Íslandi er alþingi ríkisstjórnin og ríkisstjórnin alþingi. Það er viðurkennd staðreynd að ráðherrar […]
Nú kasta menn eggjum og þykjast gera það fyrir góðan málsstað. Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að enginn málsstaður réttlæti ofbeldi. Auðvitað er stigsmunur á því að fleygja múrsteinum eða eggjum en hann er ekki eðlis og nú hneykslast margir þeir sem fögnuðu múrsteinakasti búsáhaldabyltingarinnar. Hver þarf prinsipp þegar pólitík er annars vegar….. Hugsanlega […]
Ég hef eins og margir samúð með lögreglumönnum í þeirra kjarabaráttu. Óhemjuerfitt starf og mikilvægt að vel takist til og að þeir sem líklegastir eru til þess að standa sig fáist til starfans. Einn mikilvægur þáttur í því eru kjörin. Lögreglumenn hafa mikinn meðbyr núna og slagkraftur í baráttunni. Ekki ósvipað og var með leikskólakennara. […]
Birgitta Jónsdóttir þingmaður birtir í dag bréf frá forseta alþingis þar sem hún fer þess á leit við þingmanninn að hún leiðrétti þau ummæli sem hún hefur haft uppi á facebook um það af hverju einn tími er valinn umfram annan til að setja næsta þing. Sumir gætu litið svo á að þarna væri forseti […]
Björn Valur Gíslason er magnaður kall. Honum skolaði til þings síðast þegar kosið var og kann að vekja athygli á sér. Það gerir hann að jafnaði með kjafthætti og stóryrðum og bætir sér að jafnaði upp málefnafátækt með þeim hætti. Nú má ekki gera neitt án atbeina stjórnmálamanna. Allt skal ríkisrekið. Björn Valur telur þá […]
Steingrímur VG formaður hefur dansað geggjaðann línudans allt þetta kjörtímabil. Þessi hrunadans hefur gengið út á það að reyna að halda VG saman. Að flokkurinn leysist ekki upp í frumeindir en það þyrfti VG einmitt að gera og mun líklega gera. Öllu hefur verið til fórnað svo Steingrímur geti verið ráðherra. Lengi vel afneitaði formaðurinn […]
Nú er þeim skemmt. Þeim vinstra megin er vel skemmt vegna þess að Hanna Birna er að daðra við að bjóða sig fram gegn Bjarna Ben. Orðið á götunni á eyjunni upplýsir um taugatitring í þingliði flokksins og pirringi. Ég veit ekkert um þann titring eða pirring þannig séð en eitthvað væri nú dauft yfir […]
Ýmsir Sjálfstæðismenn og auðvitað fleiri eru giska kátir með þrasið sem nú stendur milli gömlu vinanna vinstra megin, forsetans og allra hinna sossanna. Mönnum sárnar og þykir sem Ólafur Ragnar hafi svívirt bræðralagið þegar hann gékk í lið með hinni óverðugu stjórnarandstöðu hægra megin í þingsalnum. Þannig gera menn bara ekki. Þar held ég reyndar […]
Hvað er hægt að segja um nýjustu færslu þjóðfélagsrýnissins Bubba Morthens? Þráhyggja dugar hvergi nærri til þessa að lýsa því hvað þarf til svo draga megi þær ályktanir sem Bubbi dregur þar. Ég hef áður sagt að ég ætla rétt að vona að karlanginn fái greitt fyrir þessar skoðanir því öðrum kosti er freistandi að […]