Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 12.09 2011 - 22:17

Sagan af afglöpunum tveimur

Ólafur Ragnar gat auðvitað ekki annað en brugðist við því írafári sem verð í kjölfar ummæla hans um ríkisstjórnina og Icesave. Því þótt forsetinn hafi farið duglega út fyrir það valdsvið sem ég hef alltaf haldið að hann hefði þá er ekki hægt að neita því að hann fer ekki með fleipur þegar hann ryfjar […]

Mánudagur 12.09 2011 - 17:08

Eru samskipti forsætisráðherra við forseta Íslands einkamál Jóhönnu Sigurðardóttur? þegar hún er spurð

Miðvikudagur 07.09 2011 - 19:39

Spunameistarar

Nú þegar taugaveiklunarstigið í stjórnmálunum er að ná ótrúlegum hæðum fá spunameistarar aukinn tilgang. Spunameistarar eru merkilegur hópur skákhugsandi huldumanna sem halda sig til hlés í bakherbergjum að mestu þó vissulega séu til dæmi um stjórnmálamenn sem hafa gaman að spunasmíðum og bakherbergjaklækjum. Össur telur þetta sér til tekna grunar mig og stærir sig af […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 20:38

Ljótur sigur betra en fallegt tap

Ágætur sigur á Kýpur sem er víst langt fyrir ofan okkur á styrkleikalistanum góða. Engin glans yfir sigrinum en fyrir lið sem hefur ekki unnið lengi er ljótur sigur mun betri en gullfallegt tap. Miklar mannabreytingar eru á liðinu frá einum leik til annars sem er almennt ekki talin góð latína en sumt af óviðráðanlegum […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 09:40

Roy eða Lars?

Roy Keane? Viljum við Roy þegar okkur stendur til boða Lars Lagarback? Kannski er Lars ekki eins sexý og Roy Keane og ólíklegri til þess að framleiða fyrirsagnir en hann er þrautreyndur maður með fínan árangur. Auðvitað getur Roy Keane svínvirkað en þaðan sem ég sit er hinn valkosturinn betri ef ég þarf að velja […]

Mánudagur 05.09 2011 - 11:06

Biðlaun Þórunnar

Af hverju skyldi Þórunn Sveinbjarnardóttir ekki þiggja biðlaun? Eru þingmenn undanþegnir almennum réttindum á vinnumarkaði? Erum við kannski á þeirri skoðun að biðlaun séu óþörf? Er ekki bara rétt að stefna að því að gera starfið almennt enn verr launað og óaðlaðandi en nú er? Mér finnst umræðan um biðlaun Þórunnar dapurleg. Þórunn er í […]

Mánudagur 05.09 2011 - 09:39

Forsetinn hennar Álfheiðar Ingadóttur

Ég sé það í snöggri yfirferð minni að hver einasti skrifandi vinstri maður hefur látið það eftir sér að fjargviðrast út í forsetann sinn vegna ummæla hans um Icesave málið. Krampakennd viðbrögð og órökrétt sé litið til sögunnar. Nú er það bara þannig alveg sama hvað Álfheiði Ingadóttur og félögum hennar kann að finnast að […]

Föstudagur 02.09 2011 - 11:38

Límið

Við vitum að það er stundum erfitt að vera í ríkisstjórn og líklega aldrei eins ferlega og að sitja í þeirri sem nú ræður. Óhemjuvandi fyrir höndum og hver höndin upp á móti annarri. Að vísu ríkir þar afar merkilegt ógnarjafnvægi. Annar flokkurinn fær að reyna allt hvað af tekur að koma okkur inn í […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 12:11

dv.is fellur á fjölmiðlafræðiprófi

Þær eru margar aðferðirnar við matreiðslu frétta. Oft er erfitt að sjá annað samhengi milli fyrirsagna og raunverulegs innihalds frétta en að reyna að afvegaleiða lesendur eða hreinlega vona að þeir láti sér fyrirsögina nægja. Í dag skrifar dv.is frétt um afkomu Morgunblaðsins. Ekkert er athugavert við það en fyrirsögnin er að Mogginn tapar allt […]

Miðvikudagur 31.08 2011 - 20:25

Eftir að hafa séð félaga Ögmund Jónasson í kastljósi er morgunljóst að á brattann er að sækja fyrir Kínverjann eins og kommarnir kalla hann. Helst vildi Ögmundur kaupa allar jarðir handa ríkinu fyrir lánsfé sem seljendurnir borga svo sjálfir í gegnum geggjaða skatta á bæði tekjur sínar, eignir og svo að sjálfsögðu söluhagnaðinn. Kannski pínu […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur