Í gær bárust þau tíðindi að ESA hafi komist að þeirri niðurstöðu að setning neyðarlaganna Íslensku hafi verið lögleg. Þetta er ef ég skil málið rétt stórmál sem hefur þó farið furðuhljótt. Kannski er það vegna þess að það var ríkisstjórn Geirs Haarde sem setti þessi neyðarlög sem fjölmiðlar og fleiri virðast ekki hafa áhuga. […]
Steingrímur Sigfússon fjármálaráðherra hlýtur að vera að berjast fyrir pólitísku lífi sínu þessa dagana. Þannig væri það hið minnsta hjá flestum þjóðum með eðlilega pólitíska vitund. Hann hefur ásamt pr sérfræðingum talað út og suður um það í nokkrar vikur að allt væri hér í svo miklum blóma bara ef við hefðum nú asnast til […]
það er í raun stórmerkilegt að það skuli vera að renna upp fyrir mörgum núna undanfarna mánuði að Jón Ásgeir og klíkan hans er stærsti bófaflokkur sögunnar. Heilu stjórnmálaflokkarnir gengu fram af eftirminnilegri hörku árum saman til að vernda þennan mann og hans fólk fyrir þeim sem höfðu eitthvað misjafnt um hann og hans fjölskyldu […]
Reynir Traustason telur sig sérstakann erindreka sannleikans og skrifar um það grein í dag. Það er gömul saga og ný að DV telur að allt eigi alltaf að vera til umfjöllun á síðum blaðsins og þar gilda tímasetningar og sönnunarbyrði og fleiri góð gildi ekki neinu. Það sem ritstjórn blaðsins telur að muni selja þann […]
það telst til stórtíðinda í mínu lífi þegar ég og félagi Svavar Gestsson erum sammála. Svavar gagnrýnir Ólaf Ragnar sem enn einu sinni hefur gleymt því að hann er ekki stjórnmálamaður og gasprar um hluti sem eru ekki á hans könnu við erlenda fjölmiðla. Forsetinn talar um Icesave og evru og önnur þau mál sem […]
Þá er búið að kjósa til stjórnlagaþings. Eins og ávallt keppast aðilar við að skýra hvað gerðist og sitt sýnist hverjum. Enginn tekur auðvitað mark á þeim sem telja kosninguna sterka og gott vegarnesti í framhaldinu. Þátttakan var hörmuleg og þeir sem töldu hugmyndina góða ata nú meirihlutann auri fyrir heimsku og leti og ég […]
Landsdómsmálið er auðvitað eitt risastórt klúður. Það viðurkenna allir og sumir þurfa að læðast með sínum pólitísku veggjum það sem eftir er vegna framgöngu sinnar í því efni. Geir Haarde er þó lítil huggun í því að menn sjái nú hversu fáránleg staða það er að hann þurfi að svara til einhverra saka fyrir að […]
Styrmir Gunnarsson er mætur maður og ekki geri ég lítið úr skoðunum hans í neinu en mér er þó fyrirmunað að skilja tal hans um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokks við VG. Það eina sem Styrmir og skoðanabræður hans í þeim efnum sjá í VG er andstaðan við inngöngu í ESB. Og í því máli sýnist mér […]
Stjórnmálasamtökin VG álykta um málefni níumenninganna svokölluðu. Stjórnmálamennirnir vilja skipta sér af dómsvaldinu með beinum hætti og finnst það alveg eðlilegt. Mér finnst það fráleitt af öllum hugsanlegum ástæðum. En þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart. Þeir sem lengst sitja til vinstri telja í prinsippinu að pólitíkusar eigi að […]
Hún heldur áfram pólitíska hugarsýkin vegna uppsagnar Láru Hönnu af rás 2. Vinstri menn og eigendur að smugan.is eru að ganga af göflunum og neita hreinlega að sjá staðreyndir mála. Það bara má ekki láta fólk úr þeirra röðum fara. Um það snýst þetta mál og EKKERT annað. Þá ályktun dreg ég vegna þess að […]