Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 25.08 2010 - 21:16

Hver skilur Jón Bjarnason?

Er eðlilegt að ráðherrann Jón Bjarnason berjist fyrir þeim prýðilega málsstað að við göngum ekki inn í ESB úr stóli ráðherra? Ögmundur Jónasson virðist telja að svo sé og þar greinir okkur gróflega á. Þegar anganin af ráðherrastólum bar fyrir vit VG skrifaði Jón Bjarnason undir sáttmála um stefnu. Eitt veigamesta atriðið í sáttmálanum var […]

Miðvikudagur 25.08 2010 - 20:52

Ögmundur Jónasson stígur fram félaga sínum í VG til varnar. Jón Bjarnason heyr baráttu sína gegn inngöngu í ESB úr stóli ráðherra. Það finnst Ögmundi eðlilegur framgangsmáti. Þar greinir okkur á. Ögmundur bendir réttilega á að ekki er hægt að hafa þann rétt af Jóni að berjast fyrir sínum skoðunum líkt og andstæðingar hans gera. […]

Miðvikudagur 25.08 2010 - 18:59

Kirkjan

Kirkjan er í vanda og öllum er ljóst að hún kann ekki að vinna úr stöðunni. Kirkjan er eins og stjórnmálamennirnir okkar eftir hrun. Allir sjá stórfellt klúðrið í málefnum Ólafs Skúlason en hver á fætur öðrum hlaupa kirkjunnar munn undan og halda að málið snúist um að vernda þeirra eigið skinn. En hér er […]

Miðvikudagur 25.08 2010 - 18:52

Kirkjan

Kirkjan er í vanda og öllum hlýtur að vera ljóst að kirkjan kann ekki að taka á málinu. Kirkjan er dálítið eins og stjórnmálamenn eftir hrunið. Allir vita að mistök áttu sér stað í máli Ólafs Skúlasonar en samt er ekki nokkur leið að játa þau og reyna að finna leiðina áfram þaðan. Biskupinn yfir […]

Föstudagur 20.08 2010 - 17:55

Bófaslagur

Nú er allt að gerast. Björgólfur Thor og Robert Wessmann farnir að slást opinberlega og sumir birta skjöl. Það besta sem gæti gerst er að bófarnir fari að stíga hressilega á tær hvor annars í spunavörninni….. Röggi

Miðvikudagur 18.08 2010 - 14:55

Eyþór Gunnarsson var í viðtali á bylgjunni í morgun. Tilefnið var réttarhald yfir níumenningunum og meint harðræði lögreglunnar. Heimir Karlsson tók viðtalið og sleppti við alveg að skiptast á skoðunum við Eyþór en full ástæða var þó til þess. Eyþór talar um að þetta allt sé knúið áfram af pólitískum ástæðum. Það er órökstutt algerlega […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 13:06

Vælið í kringum Egil

Þetta er skemmtilegt. Hirðin í kringum Egil Helgason hefur sett af stað væluherferð og talar um einelti í hans garð og ritstjóra Eyjunnar finnst þetta merkilegt allt saman og gerir mikið úr. Af hverju má ekki gagnrýna Egil? Egill er ekki óskeikull frekar en aðrir menn er það?. Hver eru efnisatriðin? Er það sérstakur glæpur […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 09:33

Eyþór og níumenningarnir

Eyþór Gunnarsson var í viðtali á bylgjunni í morgun. Tilefnið var réttarhald yfir níumenningunum og meint harðræði lögreglu sem vann sér það til saka að sinna skyldum sínum í og við dómshúsið. Því miður hafði Heimir Karlsson ekki þrek til að skiptast á skoðunum við Eyþór en fullt tilefni er þó til þess og þess […]

Miðvikudagur 18.08 2010 - 09:24

Ritstjóri Eyjunnar

Stórmerkileg frétt ratar inn á Eyjuna nú í dag. Þar er einhver á hinu virta dagblaði DV að fabúlera um að líklega sé Hannes Hólmsteinn að leggja samflokksmann ritstjóra Eyjunnar Egil Helgason í einelti í gegnum vefinn amx.is. Þessi stórskemmtilega ekkifrétt verður alvöru frétt í meðförum Þorfinns Ómarssonar. Er hægt að ætlast til þess að […]

Þriðjudagur 17.08 2010 - 14:24

DV

DV breytist lítið. Grundvallaratriðið saklaus uns sekt er sönnuð telur ekki á ritstjórn Reynis Traustasonar frekar en fyrri daginn. Maður nokkur situr í yfirheyrslum vegna morðs og ritdónarnir á DV eru með mynd af honum öllum til sýnis. Ég þekki ekki marga sem ekki skilja hversu tært dæmi svona „blaðamennska“ er um siðleysi. Einhverjir hafa […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur