Þeir verða varla margir dagarnir enn í lífi þessarar ríkisstjórnar sem nú situr. Þreytan nú þegar orðin yfirþyrmandi og samstarfið við Framsókn lamað. Þriggja flokka stjórnir hafa aldrei virkað og það breytist ekki þó einn flokkurinn vilji ekki hafa nein ráðuneyti. Framsókn hefur lært það á undraskömmum tíma að Samfylkingu er ekki treystandi. Myndun þessarar […]
það er kannski að æra óstöðugan að vera að skrifa einn ganginn enn um fréttastofu Óskars Hrafns á stöð 2. Læt sama slag standa. Fréttamat Óskars kom berlega í ljós í gærkvöldi. Þá var það það fyrsta og stærsta sem honum datt í hug að skipti þjóðina máli núna, fíkniefnakaup tónlistarmanns sem er hvorki ákærður […]
það er að sönnu vandlifað. Jóhanna Sigurðardóttir sýndist mér vera í talsverðum vandræðum með Helga Seljan fréttamann í sjónvarpinu mínu í kvöld. Hann var nefnilega að ræða við hana dóm héraðsdóms um að forsætisráðherra hafi brotið stjórnsýslulög. Jóhanna var þurr í munni og vandræðaleg þegar hún reyndi að sannfæra fréttamanninn um að málsbætur hennar væru […]
Ég er bara þannig gerður að þola illa ofbeldi jafnvel þó það klæðist góðum málsstað blönduðum saman við pólitík. Ekki veit ég hvaðan fólkið sem nú hamast fyrir utan seðlabankann fékk umboð til þess að ákveða hver fer þar inn eða út. Forsprakkinn birtist svo eins og barn í kúrekaleik og segist ætla að koma […]
það fór þó aldrei svo að félagi Össur rumskaði ekki. Hann hefur verið upptekinn við oliuborun og mjúk mál allt frá þvi að kreppan skall á. Allir draumar hans um leiðtogastöðu flokksins nú fyrir bí enda ekkert gaman lengur. Hann er oft klókur hann Össur en kann ekki vel að dylja það þegar honum lýst […]
Sem betur fer er nýju ríkisstjórninni ekki ætlaður langur líftími. Flumbrugangur og tilviljanakennd ummæli og aðgerðir eru nánast daglegt brauð. Stóryrt stjórnarandstaðan innblásin af mótmælum situr nú í stjórn til hálfs og rúmlega það og vinnur verkin sem aðrir voru búnir að skipuleggja og ákveða. Steingrímur mun ekki i annan tíma hafa þurft að kokgleypa […]
Hvurslags rugl er á Jóhönnu forsætisráðherra? Ætlaði hún ekki að reka Davíð úr bankanum? Nú læðist hún um eins og kéttlingur og sendir bréf og fer fram á að hann reki sig sjálfur. Meðferð hennar á þessu máli er í hlægileg. Þetta er allt leikur. Hún er að reyna að mjólka vinsældir út á óvinsældir […]
Er að hugsa um Samfylkinguna. Nú verður almennilega áhugavert að sjá hvert hún stefnir á næstu vikum. Ánægjan sem hríslaðist um Samfylkingarfólk þegar Sjálfstæðisflokknum var bolað burt úr ríkisstjórn mun að ég held gleymast fljótt. Formaður flokksins er veikur og það í mörgum skilningi og eitt og annað bendir til þess að gamlir andstæðingar innan […]
Velti því fyrir mér hvað hefur eiginlega breyst. Skrýtið hvernig almenningsálitið getur snúist snögglega. Núna finnst flestum sem Jón Ásgeir sé orðinn snarruglaður að kenna Davíð um fall sitt. Samt hefur hann árum saman notað þetta trix á þjóð sína og hún kokgleypt bullið. Snilldin hjá Jóni Ásgeir var að fá heilan stjórnmálaflokk til að […]
Það mætti halda að sú ríkisstjórn sem nú situr snúist eingöngu um að reka Davíð Oddson. Hann er fyrsta mál á dagskrá á fundum og oft það síðasta líka. Hundslappir fjölmiðlamenn eyða löngum tíma í spurningar eins og þær hvort embættismenn ætli að fá umsamin laun greidd. Algert aukaatriði. þetta er orðinn hreinn farsi og […]