Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 13.01 2009 - 18:17

Heiðursmaðurinn Ingibjörg Sólrún.

Einmitt það. Nú verður gaman að fylgjast með fólkinu sem var byrjað að steikja Guðlaug Þór yfir hægum eldi vegna meintra hótana í garð stjórnsýslufræðingsins sem ekki vildi upplýsa okkur um hver hótaði. Nú kemur barasta í ljós að það sem hún segir hótanir eru sögð vinkonuráð úr munni ráðherra. Hverjum á maður að trúa? […]

Þriðjudagur 13.01 2009 - 14:43

Dylgjur sérfræðings.

Þeir eru margir fræðingarnir sem nú spretta fram. Sumir eru fræðigrein sinni til fulls sóma en aðrir minna. Allmargir eru hreinlega í pólitík eða bara á flótta undan því sem þeir sögðu eða héldu í fyrra. Nú er tími fræðinganna. Og nú er líka tími til að slá menn af hægri vinstri. Sumar starfstéttir liggja […]

Þriðjudagur 06.01 2009 - 10:54

Nafnlaus komment.

Frelsið er vandmeðfarið eins og við vitum. Bráðum fer frelsi að verða skammaryrði í okkar máli og það yrði afleitt. Frelsi til tjáningar má aldrei skerða og nú virðist gæta misskilnings hjá mörgum vegna þess að stjórnendur Eyjunnar hafa af því áhyggjur að í kommentakerfi miðilsins þrífist hugsanlega allskonar óþverri. Mér sýnist þetta vera vinsamleg […]

Sunnudagur 04.01 2009 - 11:54

Lambúshettulýðræði.

Er að hugsa um fólk sem hefur svo slæma málefnastöðu að það getur hvorki komið fram á bloggsíðum undir nafni eða fylgt skoðunum sínum eftir nema á bak við lambúshettur. Það er ekkert að óttast?? Stjórnarskráin okkar verndar allar skoðanir, meira að segja þær sem eru þannig að fólk geti helst ekki sett andlitið sitt […]

Fimmtudagur 01.01 2009 - 01:51

Ég mótmæli mótmælum.

Nú virðist það vera að gerast að við erum að eignast fólk hér sem heldur sér upptekið við mótmæli. þetta er að verða eins og sagt er í fótboltanum, svona hálfatvinnumennska. Fyrir ekki löngu síðan var tekin tvenna og farið frá einum stað til annars og andæft með skókasti og alles. Tvö aðskilin mál reyndar […]

Mánudagur 29.12 2008 - 10:25

Ekki mér að kenna…

Í grein í mogganum talar hann um skuldir og eignir. Hann talar um eigið fé. Prósentuhlutföll og pólitík. Vaxtaberandi skuldir eignarhaldsfélaga eða voru það fjárfestingafélög? Hagnað og tap og langtíma eða skammtíma hitt eða þetta. Hann var að gera þetta allt fyrir okkur svo við hefðum vinnu. Selja sjálfum sér og sínum aftur og aftur […]

Mánudagur 22.12 2008 - 20:14

Eru allir að tala um mútugreiðslur?

það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar eigi undir högg að sækja nú um stundir. Eigendahollir eins og áður og nú er mómentið þannig að full þörf er á að vanda sig. Virðingin fyrir þessum stofnunum á undanhaldi enda fagmennska á stundum aukaatriði. Ísland í dag er merkilegur þáttur. Þar hafa verið nokkur gersamlega fáránleg […]

Föstudagur 19.12 2008 - 19:48

Hagar fá sekt.

það er ekki nýtt að Jóhannes stórkaupmaður í Bónus telji sig vera góða kallinn. Samkeppniseftirlitið hefur nú sektað Haga um fleiri hundruð milljónir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Þó fyrr hefði verið segi ég. Hann telur sig starfa í þágu viðskiptavina sinna. Þeir hafi byggt upp stórveldið eins og hann orðar það í sjónvarpi […]

Þriðjudagur 16.12 2008 - 23:46

Tryggð við eigendur eina boðorðið.

Hvað getur maður skrifað um Reyni Traustason? Þessi maður sem hefur farið mikinn og hvergi dregið af sér í því að draga menn í svaðið þegar honum og hans vinnuveitendum hefur hentað. Stóryrðin ekki spöruð og gjarnan talað um siðferði og ábyrgð. Svo þegar endanlega sannast að Reynir er algerlega óhæfur og siðlaus þjónn eigenda […]

Mánudagur 15.12 2008 - 23:15

Ónýtt vörumerki, DV

Magnað að sjá blaðamanninn fyrrverandi í kastljósi í kvöld, af mörgum ástæðum. Framburður hans og upptaka af samtali hans við Reyni Traustason staðfestir auðvitað hvurslags rugl er í rekstri blaðs eins og DV. Alveg ótrúlegt að hlusta á kappann reyna að telja blaðamanninum trú um að fréttin sem hann skrifaðii um Sigurjón bankastjóra hafi verið […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur