Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 25.11 2008 - 19:20

Dylgjur um samning borgarinnar við Val.

Nú berast fréttir af óánægju íþróttafélaga í Reykjavík með það sem kallað er óeðlileg sérkjör sem Valsmenn fá hjá Reykjavíkurborg. Þessi óánægja virðist þó að mestu nafnlaus enda efnisatriði máls þannig að varla mun nokkur leggja nafn sitt við. Því fer víðs fjarri að Valsmenn séu að fá sérmeðferð hjá borginni. Mér er nær að […]

Þriðjudagur 25.11 2008 - 18:47

NRK lýgur upp á Jón Ásgeir!

Nú er það svart. NRK í Noregi er nú farið að ljúga upp á Jón Ásgeir. Hann á fullt í fangi með að leiðrétta vitleysuna í þeim. Þetta hlýtur að vera mjög pirrandi fyrir Jón enda á hann því ekki að venjast að fjölmiðlar fjalli um annað en hann segir þeim að fjalla um. Merkileg […]

Þriðjudagur 25.11 2008 - 10:48

Flottur Jón Baldvin.

Ég fékk aðkenningu að gæsahúð þegar ég las grein Jóns Baldvins í mogganum í morgun. Þar var naglinn sleginn á höfuðið á snilldarlegan hátt á köflum. Hvernig hann talaði um forseta vorn og fjölmiðla. Og viðskipti bankanna við eigendur sína. Allt þetta ætti að blasa við okkur þó margir geti ekki séð neina vankannta á […]

Mánudagur 24.11 2008 - 15:13

Jón Ásgeir hótar málssókn.

það er þetta með Jón Ásgeir. Hann er ekki feiminn við hlutina. Ég bara man ekki lengur hversu oft hann hótar málssókn. Nú er það umfjöllun um vafasöm viðskipti sem tengjast honum enda á hann ekki að venjast því að fjölmiðlar séu að fetta fingur út í hans bisness. Nær væri að lögsækja þá menn […]

Mánudagur 24.11 2008 - 14:17

Óskastjórn Steingríms.

Hvernig dettur Steingrími J í hug að Samfylkingin fari í stjórn með VG eftir kosningar? Eða að einhver fari yfirleitt í stjórn með VG. VG virðist helst vilja vera í andstöðu. Í því ástandi sem nú er vill Steingrímur ekkert gera. Hann vill ekki taka erlend lán enda nýlega kominn á þá skoðun að skuldir […]

Mánudagur 24.11 2008 - 09:18

Álfheiður Ingadóttir ruglar.

Borgaraleg óhlýðni varð á þessu ári tískufyrirbrigði. Vörubílstjórar ruddust á göturnar og sköpuðu umferðaröngþveiti sem vatt svo upp á sig þannig að þeir sem voru óánægðir með bara eitthvað bættust í hópinn og öllu var mótmælt. Við vitum hvernig það fór. Eitt allsherjar rugl sem snérist undir það síðasta um að lemja á lögreglunni. Nú […]

Föstudagur 21.11 2008 - 17:05

Óskynsamlegt að kjósa núna.

Nú rísa hárin á Samfylkingarfólki vegna þess að Ingibjörg Sólrún lýsir því yfir að ekki sé tímabært að kjósa. Ég heyrði hana ekki segja að ekki yrði kosið áður en kjörtímabilinu lýkur. Bara að þetta væri ekki tíminn. Enda er þetta ekki tíminn. Öfugt við það sem mætir menn halda fram þá þarf hér ríkisstjórn. […]

Föstudagur 21.11 2008 - 11:08

Rausandi ráðherrar.

Hvað ætlar Samfylkingin að verða þegar hún er orðin stór? það er brennandi spurning. Mér finnst Ingibjörg Sólrún vera á góðri leið sjálf. Gríðarlega mælsk og beinskeytt og fer nánast aldrei yfir strikið. Er að reyna að búa til landsföðurslega ímynd sem er svo nauðsynleg. Núna er hún í ríkisstjórn með mínum mönnum við skilyrði […]

Föstudagur 21.11 2008 - 10:55

Dómgreindin hans Ólafs.

það er svo sem ekki nýtt að dómgreindin og eðlið svíki Ólaf Ragnar. Allur hans pólitíski ferill, sem enn stendur yfir, er meira og minna markaður því að karlinn tapar dómgreind reglubundið. Nú situr hann á Bessastöðum og hefur gersamlega einangrast frá þjóð sinni eins og vinir hans útrásavíkingarnir. Hann sleikti þá og kjassaði seint […]

Miðvikudagur 19.11 2008 - 12:01

Flottur forstjóri Landspítala.

Nú er fyrirsjáanlegur niðurskurður sem mun ná til allra með einum eða öðrum hætti. Ríkið verður líka að spara og þá byrjar venjulega mikill harmagrátur. Á sumum sviðum er sparnaður erfiðari en öðrum eins og gengur. Í heilbrigðskerfinu hefur öllum sparnaðar og hagræðingartillögum verið tekið mjög illa. Forstjórar hafa farið mikinn venjulega og talið sparnað […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur