Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 04.11 2008 - 19:41

Rífa nú fram fjölmiðlafrumvarpið.

Margt er skrýtið í kýrhausnum. Mér hefur verið tíðrætt um það lengi að við verðum að passa upp á fjórða valdið, fjölmiðlana. Nú er kominn upp staða sem ekki má koma upp. Stórlega varasamur fýr hefur eignast allt heila klabbið. Allir virðast sjá að það er óhæfa. Verulega er skemmtilegt að fylgjast með fólki sem […]

Sunnudagur 02.11 2008 - 17:01

Fjölmiðlafarsinn fullkomnaður.

Ég vill óska þjóðinni til hamingju með að Jón Ásgeir hefur nú eignast alla fjölmiðla landsins að ríkisútvarpinu undanskildu. Jafnvel þó menn þjáist heiftarlega af ofnæmi fyrir Davíð þá hljóta menn að sjá að þetta er fullkomlega fáránlegt og snýst ekki um stjórnmál. Er ekki einu sinni viss um Berlusconi hafi þessa stöðu í hinni […]

Föstudagur 31.10 2008 - 09:28

Rúv burt af auglýsingamarkaði.

Páll Magnússon ríkisútvarpsstjóri er borubrattur. Eins og áður búin að steingleyma því hvernig er að reyna að standa í samkeppni við ríkisfyrirtæki. Nú er hann nebbla réttu megin við óréttlætið. Hvaða réttlæti er í því að ríkið þjösnist á einkaaðilum sem eru að reyna að reka fjöliðmla í þessu landi eins og gert er með […]

Mánudagur 27.10 2008 - 09:24

Molbúarnir gapa af aðdáun.

Loksins þegar feðgarnir fégráðugu skríða undan feldinum og þora að horfast í augu við fólkið sem treysti þeim fyrir peningunum sínum þá vantar ekki að menn neita að taka ábyrgð á viðskiptum sínum. Bjöggarnir eru með sama sönginn og Jón Ásgeir. Vandinn lá að sjálfsögðu í því að ekki var hægt að fá meiri peninga […]

Sunnudagur 26.10 2008 - 12:39

VG.

Fáir velkjast í vafa um það hvar ég er staðsettur í stjórnmálum. það kemur því ekki á óvart að ég finni mig knúinn til þess einn ganginn enn að skrifa um VG. Forystumenn flokksins fjargviðrast núna út í stjórnvöld sem leggja nótt við dag til að bjarga okkur úr fpraðinu sem bankarnir komu okkur í. […]

Sunnudagur 26.10 2008 - 11:54

Stækkum álverið.

Hvenær ætli verði bankað upp á hjá mér og mér boðið að skrifa upp á það að kosið verði aftur um deiliskipulag hér í Hafnarfirði? Þá gefst tækifæri til að leiðrétta fyrri kosningu sem kom í veg fyrir að álverið hér fengi þá stækkun sem lofað hafði verið. Pólitískt hugleysið í Lúlla bæjó kom í […]

Sunnudagur 26.10 2008 - 01:31

Misnotkun fjölmiðla.

Ekki vantar að bloggarar og brandarakarlar ryðjist fram núna og benda á hversu fullkomlega fáránlegt er að fjárhættuspilarinn Björgúlfur Guðmundsson skuli láta blaðið sitt taka við sig viðtal sem snýst að mestu um að hvítþvo karlgarminn af óráðsíunni. Við sem höfum reynt án árangurs að benda á það árum saman að lög um eignarhald á […]

Miðvikudagur 22.10 2008 - 10:39

Viggó.

Handbolti getur verið skemmtilegt sport. Nú ætti að vera sóknarfæri eftir gott sumar. Jákvætt umhverfið hlýtur að hjálpa. Menn hafa verið að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi til að reyna að blása lífi í deildina og koma í veg fyrir að við körfuboltamenn kaffærum handboltann eitt árið enn. Íþróttir eru eins og menn vita söluvara í […]

Miðvikudagur 22.10 2008 - 09:01

Nú er þolinmæði dygð.

Nú gætir óþolinmæði hjá okkur. Við viljum fá lausn á peningavandræðum þjóðarinnar. það er eðlilegt. þessa óþolinmæði má greina vel hjá sumum sem vinna við að tala í útvarp. Ég hlusta stundum á Heimi og Kollu á bylgjunni á leið til vinnu á morgnana. Oftar en ekki er ekki verið að kafa mjög djúpt hjá […]

Þriðjudagur 21.10 2008 - 16:13

Er allt leyfilegt sem ekki er bannað?

Hér hamast margir við það að kenna stjórnvöldum um að dusilmenni áttu og ráku bankana. Eftirlit og reglur voru ekki nógu öflugar og þess vegna voru bankarnir misnotaðir. Við áttum þetta þá líklega skilið og sökin liggur ekki hjá þeim sem klúðruðu. Við áttum nauðgunina inni enda glannalega klædd og óvarlega… Þetta er mögnuð söguskýring. […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur