Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 06.10 2008 - 17:20

Líkræða?

Ég vill hvorki né get dregið úr alvarleika þeirrar stöðu sem upp kom í dag og leiddi til þess að ríkisstjórnin þarf að taka bankana til sín meira og minna. En mér fannst ræða Geirs áðan full dramatísk. Mér leið eins og um líkræðu væri að ræða. Fátt gefið upp og depurðin yfirgengileg. Núna þurfum […]

Fimmtudagur 02.10 2008 - 20:19

Í fréttum er þetta helst.

Ég hef oft bölvað því að ekki eru til reglur hér um eignarhald á fjölmiðlum. Ítalir hafa ekki heldur slíka löggjöf enda sjá allir hvurslags afleiðingar það hefur. Maðurinn með aurana ræður algerlega hvað er til umræðu. það gæti hugsanlega sloppið ef viðkomandi eru sæmilega siðferðilega innréttaðir. Í hvorugu landinu er um slíka heppni að […]

Fimmtudagur 02.10 2008 - 09:29

Rausið í Davíð.

Fréttablaðið fullyrðir að Davíð Oddsson vilji þjóðstjórn hér. Ef rétt er þá ætla ég að láta það fara í taugarnar á mér. Fyrir mér er Davíð seðlabankastjóri en ekki stjórnmálamaður. Hann hefur að vísu alltaf haft horn í síðu þessarar ríkisstjórnar og þetta því kannski kjörið tækifæri til að leggja þetta til. Er ekki í […]

Miðvikudagur 01.10 2008 - 19:53

„Fólkið á fréttastofunni“

Alveg magnað – akkúrat þegar ég hélt að botninum væri náð hjá fréttastofu stöðvar 2 með viðtali Sindra aðstoðarmanns við Jón Ásgeir þá datt ég inn í umræður í Íslandi í dag. þar voru Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Og svo drengur sem heitir Sölvi en hann er líklega titlaður stjórnandi þegar hér er […]

Miðvikudagur 01.10 2008 - 15:56

Fjölmiðlafár

það er ekki nýtt að ég standi gapandi yfir fjölmiðlum. Kannski fatta ég ekki hvert hlutverkið er. Hef samt skoðun eins og fyrri daginn… Almenna reglan virðist vera sú að þeir sem eru bornir sökum verði af öllum mætti að bera af sér sakargiftir. Öfug sönnunarbyrði í stíl við Mc Carty forðum. Látum þá neita […]

Miðvikudagur 01.10 2008 - 12:11

Meira um bankablúsinn…

Alveg er kyngimagnað að fylgjast með eigendum Glitnis fara hamförum í fjölmiðlum. Nenni varla að eyða orðum í Jón Ásgeir en stenst ekki freistinguna. Þeir sem ekki sjá í gengum ruglið í honum núna er gersamlega blindir. Þessi maður er búinn að blóðmjólka hvert fyrirtækið á fætur öðru. Icelandair hreinlega í tætlum og nú keyrir […]

Þriðjudagur 30.09 2008 - 00:32

Er ríkisstjórnin skúrkurinn í málinu?

það er ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður. Skiptir í raun engu hvort um góða tíma er að ræða eða slæma. Nú eru slæmir tímar og bankar ramba á barmi gjaldþrots um allan heim. Útlitið er hreint ekki gott og krafan um að stjórnvöld geri eitthvað í málinu hefur verið hávær mjög. Fjölmiðlamenn hafa farið hamförum […]

Mánudagur 29.09 2008 - 10:20

Upphafið að endinum?

Það hefur verið þannig hér að margir hafa trúað því að Jón Ásgeir væri ósigrandi. Fjármálaséní sem ekkert biti á. Reyndar hafa verið örfáir efasemdarmenn. Þeir hafa að jafnaði verið afgreiddir sem fávitar eða viljalaus verkfæri í höndum geðveiks manns sem heitir Davíð Oddsson. Þeir eru nefnilega merkilega margir sem halda að allt snúist um […]

Sunnudagur 28.09 2008 - 14:32

Meira um Jóhann.

Hann heldur áfram farsinn um Jóhann Benediktsson. Maðurinn veður áfram og sér samsæri í öllum hornum. Öll embætti sem hann þurfti að hafa samskipti við og þeir sem þar vinna hreinlega höfðu ekkert betra við tímann að gera en að leggja stein í hans götu. Hversu trúverðugt er það? Þetta er ekki í fyrsta skipti […]

Laugardagur 27.09 2008 - 18:05

Sigurvegarinn Heimir.

FH var rétt í þessu að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ég sjálfur hefði vel getað unnt Keflavík að vinna þetta mót. Þeir voru frábærir eiginlega allt mótið og stórskemmtilegir. Kannski má segja að þeir hafi tapað mótinu frekar en að FH hafi unnið. Keflvíkingar virtust fara á taugum þegar þeir voru komnir í dauðafærið… Ég […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur