Sé það bloggarar hneykslast á því að Sigríður Anna sé orðin sendiherra. Ég var reyndar hissa á að hún hafi orðið ráðherra en það er önnur saga. Veit ekki hvort skynsamlegt er að reyna að gera vísindalegan samanburð á því hver sendiherra okkar í gengum tíðina hefur verið slappastur en í þeim efnum er af […]
Alveg var það jafn öruggt og að morgundagurinn rennur upp að VG myndu andæfa þegar Iðnskólinn í Reykjavík var sameinaður fjöltækniskóla Íslands og einkaaðilar fengnir til verksins. Holur tónn í málflutningum sem snýr í raun alls ekki að sameiningunni. VG talar meira um að opinberir aðilar kunni ekki að reka skóla. Það er oft rétt. […]
Ég skrifaði fyrir allnokkru um að við sjálfstæðismenn þyrftum að herða okkur upp í að setja aðild að evrópusambandinu á dagskrá. Er ekki endilega að segja að við eigum að skipta um kúrs í málinu en það er óskaplega barnalegt viðhorf að halda að með því einu að við viljum ekki ræða málið að þá […]
Ég er ekki einn af þeim sem vill að fangelsi séu dýflyssur. Hlekkir og myrk herbergi. Mér finnst að fangelsi eigi að vera manneskjuleg. Hefndin gerir ekkert fyrir mig. Betrun hljómar betur og á að vera meginstefið þegar menn eru fangelsaðir ef ég þekki rétt. Margir hafa þær hugmyndir að litla hraun sé hálfgert hótel. […]
Bíð spenntur eftir beinni útsendingu frá aukafundi sveitastjórnar Þingeyjarsveitar. Hef heyrt að ungliðahreyfingar sumra flokka hvetji fólk til að fjölmenna á fundinn til að stunda borgaralega óhlýðni og andæfa. Enda full ástæða til. Þar er meirihlutinn fallinn af því að einn fulltrúinn skipti um lið. Slík óhæfa er að sjálfsögðu ekkert annað en svik jafnvel […]
Hann er stundum skrýtinn bæjarstjórinn minn hér í hafnarfirði hann Lúðvík Geirsson. Hann seldi OR hlut hafnarfjarðar í hitaveitu suðurnesja. Ljómandi gott mál þannig séð. En þá fer samkeppnistofnun að hafa skoðun á málinu. Gæti gerst að gjörningurinn dæmist ólöglegur. Það eru klárlega viss leiðindi og vesen. En Lúðvík tekur ekkert mark á svoleiðis. Heyrði […]
Get alls ekki útskýrt með afgerandi hætti hvers vegna ég fór ekki að sjá og heyra þursana í höllinni. Upptekinn eða annars hugar kannski heppilegar skýringar en samt léttvægar. Ekki síst í ljósi þess að þursar eru og voru mitt uppáhald. Allir þekkja snilld Egils en upp hafa vaxið margar kynslóðir sem ekki hafa hugmynd […]
Nú er ég að hugsa um heimsóknartíma sem enn eru við lýði á sjúkrahúsum hér. Hef því miður persónulega reynslu af þessum málum því fársjúkur faðir minn hefur undanfarið verið á gjörgæsludeild þar sem umönnun er frábær og stöðug en fer nú á almenna deild þar sem ummönun er auðvitað frábær líka en ekki stöðug. […]
Sá því miður ekki mikið af silfrinu hans Egils í dag. Sá þó nokkrar mínútur sem Guðfríður Lilja spanderaði í að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. VG er á móti á öllu sem byrjar á einka og að ég tali nú ekki ef frelsi er nefnt líka. Að þeirra mati hefur ríkisumsjá með sem flestu […]
Hvað ætli hafi orðið til þess að mínir menn í borginni kláruðu ekki að ganga frá sínum málum? kannski að skoðanakönnunin sem sýndi að flokkurinn hefur ekki tapað fylgi hafi gersamlega ruglað menn í ríminu. þetta er að mínu mati kattarþottur og ég velti því fyrir mér fyrir hvern þetta er gert. Eru hagsmunir Villa […]