Jú ekki vantar að grautfúlir samfylkingarmenn eru strax byrjaðir að heimta að ríkisstjórninni verði slitið. Á hvaða forsendum er reyndar látið liggja milli hluta. Sennilega af því bara. Vandi vinstri manna í gegnum tíðina kristallast einmitt í þessu kjánalega viðhorfi. Heitar tilfinningar ráða frekar en yfirveguð rökhugsun. Nánast var leitun að sjálfstæðismönnum sem lögðu til […]
Nú tíðkast þau breiðu spjótin. Fyrstu viðbrögð mín við hinum nýja meirihluta voru að mér fannst þetta allt að því hlægilegt. Hvurslags lið hafa íbúar höfuðborgarinnar kosið yfir sig? Eru engin prinsipp til í stjórnmálum?´Veit ekki en ekki eru menn langræknir svo mikið er víst. Ég sé ekki neinn reginmun á þessari aðferð sem notuð […]
Þá erum við komin í milliriðil á EM á handbolta. Fyrsta markmiðinu náð en samt eru óverðský yfir liðinu. Hin stóru markmið hópsins virðast svo fjarri. Þau eru það vissulega, ekki bara stærðfræðilega heldur líka handboltalega. Þessi ferð virðist ekki veita neina gleði. Flestir einblína á það sem ekki er að virka og mikið talað […]
Ég er bara ekki einn af þem sem trúir á tilviljanir. Ég trúi því til að mynda alveg að Guðjón Ólafur sé óhress með að vera ekki lengur þingmaður og honum leiðist að sjá fyrrum vin sinn Björn Inga komast til sífellt aukinna metoðra rétt á meðan. Einnig trúi ég því að Ólafur hafi áhyggjur […]
Sá því miður ekki leikinn í kvöld. Var í öðru. Hef því ekki skoðun á honum þannig séð. Hitt finnst mér ekki ólíklegt að sú áætlun þjálfarans að spenna væntingar og kröfur upp og setja mikinn þrýsting á þennan leik hafi kannski komið honum í bobba. Mér finnst stundum vafasamt í móti eins og þessu […]
Stórmerkilegt viðtal við stjórnarmann HSÍ á sem heldur úti handbolti.is. Hann hefur fullkomlega eðlilega verið sakaður um að vera klámfenginn í viðtölum við ungt handboltafólk. Þetta framferði ver hann með því að það séu hvort sem er allir farnir að sofa hjá 14 ára. Get með engu móti séð hvernig það réttlætir að taka klámfengin […]
Óhætt að segja að smjattað sé á embættisveitingu Árna Matt. Enda orkar gjörningurinn verulega tvímælis svo ekki sé meira sagt. Ekki hjálpar heldur til að Árni er ekki alveg öflugasti málafylgjumaður veraldar. Miklu líkari vélrænum opinberum embættismanni en heillandi stjórnmálamanni. kannski ómótstæðilegir persónutöfrar Össurar valdi því að hans verk sleppa betur þó einungis virðist stigsmunur […]
Auðvitað hlýtur það að vera næst hjá Baugi að taka yfir lífeyrissjóðina. Fátt annað eftir þannig séð. Af hverju þarf Baugur að hafa skoðun á því í hvaða fyrirtækjum lífeyrissjóður verslunarmanna ákveður að fjárfesta til þess að ávaxta pundið? Viðurkenni að ég skil ekki nákvæmlega hver aðkoma Baugs er að lífeyrissjóði verslunarmanna annar en að […]
Það er ekki öllum gefið að vera leiðtogar. Menn geta vissulega endað í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að veljast leiðtogar. Alþekkt er sú staðeynd að menn veljast fyrirliðar liða sinna án þess að hafa snefil af leiðtogahæfni eða virðingu. Menn þurfa að hafa ákveðna eðlisþætti til þess að verða leiðtogar. Engu skiptir þótt menn fái fyrirliðaband […]
Sit hérna og horfi á fótbolta með fartölvuna í fanginu. Getur það orðið mikið betra? Þetta er dýrari týpan. var að ljúka við Arsenal – Tottenham og þá brestur á með Sevilla – Barcelona, reyndar án Eiðs Smára. Sko. Enski boltinn er auðvitað skemmtilegasti boltinn. þar er hraðinn mestur og aldrei slegið af. Menn upp […]