Mánudagur 31.1.2011 - 15:01 - 6 ummæli

Lýgur Mogginn?

Mogginn slær því upp á forsíðu í dag að blaðamaður DV hafi réttarstöðu grunaðs manns enda sé blaðamaður þessi grunaður um að hafa fengið annan mann til að stela tölvugögnum með upplýsingum sem hann hafi svo notað ítrekað í greinum sínum. Þetta virðist einnig tengt WikiLeaks og er allt pínu reyfarakennt. Að vísu vitum við að sannleikurinn er stundum reyfarakenndari en reyfararnir sjálfir en hér virðist eitthvað bjagað….

Nú les ég að lögreglan vill ekki staðfesta að umræddur maður hafi réttarstöðu grunaðs né að hann hafi verið yfirheyrður og vinnuveitendur hans koma af fjöllum. Ég veit ekki hverjir eru heimildarmenn Morgunblaðsins og kæri mig í raun kollóttann um það hversu „traustar“ heimildir blaðið telur sig hafa í málinu.

Hafi umræddur maður ekki réttarstöðu grunaðs í málinu. Hafi hann ekki verið yfirheyrður eins og fullyrt er þá er mér alveg nákvæmlega sama hversu rosalega ritstjórn blaðsins er sannfærð um hlut hans í málinu.

Það eitt og sér dugar ekki. Það má ekki duga og ég vona að Mogginn sé ekki að fara niður á plan sem DV hefur svo ótrúlega oft gert……

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 31.1.2011 - 00:23 - Rita ummæli

Ég sá Jóhann Hauksson titra af geðshræringu í Silfri Egils í dag þegar hann reyndi að draga niðurstöðu hæstaréttar í stjórnlagaþingsmálinu niður á pólitískt svað þar sem hann er reyndar gjörkunnugur staðháttum blessaður.

Jóhann Hauksson er aftur á móti stundum ánægður með störf réttarins. Það er þegar hæstiréttur kemst að „réttri“ niðurstöðu. Málefnaleg gagnrýni á þennan tiltekna dóm og rökstuðninginn er látin lönd og leið. Það er afleitt og í þessu sérstaka tilfelli mjög dapurlegt því vel er til dómsins vandað þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipað þá einhverja.

Ég sjálfur er algerlega mótfallinn því að ráðherrar skipi dómara með þeim hætti sem við höfum búið við lengi. Ég verð það alltaf alveg óháð niðurstöðum í einstaka gælumálum sem snúa að mér og gildir einu hvort ráðherra dómsmála er Sjálfstæðismaður eður ei.

Pólitískt ofstæki Jóhanns Haukssonar í þessu máli hjálpar ekki góðum málsstað. Enda er Jóhann Hauksson kannski ekkert endilega á móti systeminu. Hann vill bara að „réttir“ ráðherrar skipi í stöðurnar.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 31.1.2011 - 00:10 - Rita ummæli

Ég hef lengi talað fyrir þrískiptingu valdsins og einn þáttur sem farið hefur fyrir brjóstið á mér er þegar framkvæmdavaldið þ.e. ráðherrar hafa það vald einir og sér að skipa dómara. Ég er af grundvallarástæðum á móti slíku fyrirkomulagi og skiptir mig þá akkúrat engu hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með ráðherra dómsmála eða einhver annar flokkur.

Ég hef fylgst með því hvernig DV og nú í dag Jóhann Hauksson sem titraði beinlínis af geðshræingu þegar hann reyndi að draga dóm hæstaréttar í stjónrlagaþingsmálinu í efa á pólitískum forsendum. Rökstuðningur og lagagreinar skipta Jóhann Hauksson engu. Hann sér ekki slíka smámuni.

Jóhann Hauksson er klassíkst dæmi um mann sem hugsar ekki heildstætt og langt. Jóhann Hauksson hefur ekkert við störf hæstaréttar að athuga þegar hann kemst að „réttri“ niðurstöðu og skiptir þá engu hversu margir dómaranna eru skipaðir af Sjálfstæðisflokknum.

Málefnaleg umræða um þennan stórmerkilega dóm ratar ekki inn í hugarheim Jóhanns Haukssonar og DV. Hér er einfaldlega um „rangan“ dóm að ræða og þá er öllu til tjaldað.

Jóhann Hauksson er ekkert endilega á móti því að ráðherrar skipi dómara

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 29.1.2011 - 13:42 - 4 ummæli

Ögmundur axlar ábyrgð…

Landskjörstjórn hefur sagt af sér vegna klúðursins sem varð til þess að kosningar til stjórnlagaþings eru ógildar. Þetta þykja tíðindi á Íslandi eins og við þekkjum það. Og það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér….

Ögmundur Jónasson hefur haldið með afbrigðum illa á sínum vondu spilum í kjölfar úrskurðar hæstaréttar. Hann hefur reynt að hártoga nauðsyn þess að halda alvöru kosningar á Íslandi og í leiðinni hvatt ýmsa til þess að gera störf hæstaréttar totryggileg á pólitískum forsendum þó lúsaleitun sé að fólki sem telur úrskurðinn rangan og illa rökstuddann. Fyrir þá sem ekki vita er skynsamlegt að benda á að téður Ögmundur er ráðherra innanríkismála…

Og nú bregður svo við að félagi Ögmundur sem ætlaði að skapa nýtt Ísland þegar hann ásamt öðrum fjarstýrði búsáhaldabyltingunni telur algerlega óþarft af landskjörstjórn að segja af sér. Menn axli ábyrgð best með að laga sjálfir og breyta. Öðruvísi mér áður brá….

Ögmundur segir þetta auðvitað sjálfum sér til varnar enda gamall refur í bransanum og hver einasti maður veit að ef hann væri í stjórnarandstöðu núna myndi hann fara mikinn og fara með stóryrði og tala um afsagnir og öxlun ábyrgða með allt öðrum hætti en hann gerir í dag.

Auðvitað þarf að breyta mörgu og ekki síst á alþingi þar sem umræðan á stundum langt í land en fyrir mér er ljóst að félagi Ögmundur verður hvergi nærri þegar sú bylting verður gerð. Ef allt er eðlilegt verður hann hinum megin byltingar að verja gamallt kerfi og gamlan hugsunarhátt.

Byltingin étur börnin sín

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 27.1.2011 - 10:57 - 1 ummæli

Guðmundur gagnrýndur

Ég les það að Dagur Sigurðsson þjálfari Fuche Berlin gagnrýnir Guðmund Guðmundsson fyrir það hvernig hann deilir álaginu á leikmenn landsliðsins á HM. Ég hef lengi haft sterkar skoðanir á þessu atriði og bent á veikleika Guðmundar í þessu efni.

Vissulega er ekki hægt að kvarta yfir árangri Guðmundar með liðið en ég hef þó oft velt því fyrir mér hvort ekki væri hægt að gera jafnvel enn betur ef öðruvísi væri farið að. Ég hef þóst sjá jákvæða breytingu á Guðmundi hvað þetta varðar eftir að Óskar Bjarni kom til sögunnar en að mínu viti þarf að gera betur.

Mér er óskiljanlegt af hverju Guðmundur þarf að nota byrjunarliðið sitt eins og hann gerir og hefur alltaf gert. Af hverju verður Guðmundur að vinna alla æfingaleiki og svelta í leiðinni fantagóða leikmenn sem ekki byrja vanalega hjá honum? Hvernig stendur á því að þegar okkur stendur til boða sá lúxus að spila við Frakka á HM, leik sem skiptir akkúrat engu máli, að hann skuli þá níðast á örþreyttum byrjunarliðsmönnum nær allan leikinn?

Hvaða hafa Sigurbergur Sveinsson, Hreiðar Leví, Ásgeir Örn og hornamaðurinn efnilegi frá Akureyri Oddur Grétarsson gert til að verðskulda að sitja á bekknum í leikjum þar sem úrslitin hafa enga þýðingu þegar vitað er að álagið á suma aðalleikmenn Guðmundar er að sliga þá?

Hvað er að óttast? Er verra að þessi strákar spili í nokkrar mínútur í hverjum leik og geri sinn skammt af mistökum eins og dauðuppgefnir og stundum hálflaskaðir byrjunarliðsmenn?

Enginn mun kvarta þótt við lendum í 6. sæti á þessu móti en innst inni vitum við öll að það er í raun alger hundaheppni og hagstæð úrslit í öðrum leikjum sem skipa okkur í þetta sæti. Leikur liðsins hefur valdið vonbrigðum og á meðan alltof margir tala um dómara hefur leikur liðsins fallið og við reynum að sjá ljóstýru í „fallegu“ skyldutapi gegn Frökkum.

Ég held að sjálfsögu með Íslandi og gleypi þetta mót í mig en mér finnst fjölmiðlar tipla á tánum í kringum Guðmund án gagnrýni að mestu og einblína þess í stað stundum á hluti sem ekki hafa áhrif á gengi liðsins.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 26.1.2011 - 21:40 - 1 ummæli

Ráðherrar og fræðimenn grínast með lög og rétt

Ég er ekki einn af þeim sem nenni að fagna því sérstaklega að hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings skuli skoðast ógildar. Þetta er auðvitað afar dapurt fyrir okkur öll hvort sem við teljum þennan vetfang hentugan eður ei til endurskoðunar á stjórnarskrá.

Viðbrögð stjórnmálamanna hafa verið eins og kannski mátti við búast. Þeir sem ekki sitja í súpunni hamast á þeim sem þar sitja og keppast við að reyna að nýta sér stöðuna pólitískt. Allt pínu leiðinlegt og út í hött.

Jóhanna Sigurðardóttir er bara öskufúl á móti og telur það merkilegt innlegg í umræðuna að segja bara nógu oft að íhaldið sé vont. Og pólitískir léttadrengir freistast í kjölfarið til þess að draga heilindi hæstaréttar í efa. það er verða ótrúlega langt síðan forsætisréðherra lagði eitthvað bitastætt til umræðunnar…

Ögmundur Jónasson slær þó flest út og ef hann réði þá fyndi ÖSE sig knúið til að senda eftirlitsmenn hingað við hverjar kosningar. Ögmundur telur að reglur séu í raun bara þreytandi formsatriði þangað til einhver beinlínis fer á svig við þær. Engin ástæða sé til þess að taka mark á kærum sem sýna fram á alvarlega ágalla á kosningum ef ekki telst sannað að einhver hafi nýtt sér gallann. Ég vek athygli á að þetta er haft eftir ráðherra innanríkismála…..

Og nú birtast fræðimenn sem gefa undir fótinn með það að best sé að gefa skít í að þjóðin fái að kjósa og láta alþingi bara eftir að velja fólkið sem var kosið í ógildu kosningunum. Þú ert ekki að lesa tilvitnun í frétt af baggalút núna. Prófessorinn Gunnar Helgi er nefnilega ekki að spauga.

Frá mínum bæjardyrum séð er ekki um annað að ræða en að kjósa aftur vilji löggjafinn halda þessu þingi til streitu. það er ekki boðlegt að reyna að stytta sér leið framhjá lögum og leikreglum í þessu.

Alþingi og ríkisstjórn hafa bara ekki efni á því að bæta öðrum mistökum við hin fyrri. Látum ekki blinda ráðherra eða mistæka próferssora selja okkur þá hugmynd að lög og reglur séu bara til skrauts og skuli notaðar þegar pólitíkusum hentar mest og best.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 26.1.2011 - 12:00 - Rita ummæli

Ég hef af mörgum ástæðum mikinn áhuga á dómgæslu. Ég fylgist mjög vel með boltagreinunum þremur, handbolta. fótbolta og körfubolta og hef gleypt HM í handbolta í mig. Heldur hefur fjarað undan okkar mönnum en árangurinn samt ótrúlega góður og úrslit afar hagstæð okkur.

Íþróttafréttamenn hafa síðustu daga misst dampinn duglega og hafa helst talað um dómgæsluna í mótinu sem virðist hafa versnað til muna eftir þvi sem liðið okkar spilar verr. Lýsingar í sjónvarpi hafa einkennst af sleggjudómum og afsökunarbeiðnum þularins sem hefur ítrekað þurft að éta ofan í sig ummæli um dómara. Og í gær fór svo Guðmundur þjálfari nálægt rasismamörkum þegar hann baðst undan því að fá dómara frá Albaníu. Hinn ágæti knattspyrnudómari Kristinn Jakobsson ætti ekki mikinn séns hjá Guðmundi stýrði hann dómaramálum hjá FIFA…..

Mogginn skrifar um dómara frá Slóveníu og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir hljóti að hafa verið undir áhrifum vimuefna. Hvernig þætti venjulegu fólki að fá slík ummæli um störf sín í fjölmiðil? Finnst okkur kannski allt í lagi að tala svona um þessa menn af því þeir eru útlendingar?

Mér finnst þetta vera metnaðarlaus umræða og einkennast af agaleysi. Reyndar er það svo að mjög lengi hafa handboltamenn sjálfir haldið því að okkur að maðkur sé í mysunni í þessum málum hjá þeim.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 25.1.2011 - 19:15 - Rita ummæli

Auðvitað er það áfall fyrir okkur öll að hæstiréttur skuli ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Ríkisstjórnin sem við sitjum uppi með virðist ekki geta látið neitt ganga upp. Ég hef fylgst með viðbrögðum stjórnmálamanna í dag eftir föngum. Þar halda fáir haus….

Stjórnarandstaðan reynir ákaft að nýta sér niðurstöðu hæstaréttar til að sparka í þessa vesælu ríkisstjórn en ég sjálfur sé ek

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 25.1.2011 - 16:46 - Rita ummæli

Davíð Oddsson lifir og birtist nú með útspil í Icesave málinu.

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 21.1.2011 - 12:53 - Rita ummæli

Ég deili skoðunum með þeim sem vilja að auðlindir landsins séu í þjóðareign. Ég reyndar veit ekki alveg hvað þjóðareign merkir stundum og hef sem fyrr enga sannfæringu fyrir því að ríkið og stjórnmálamenn geri allt betur en einstaklingarnir.

það er eins með andófið gegn Magma og andóf gegn hvalveiðum, iðnaði og ég veit ekki hvað. Þetta verður bransi og karríer hjá fólki og rök skipta þá oft heldur litlu. Tilfinningar ráða för og pólitískar kreddur oft í bland.

Björk og co söfnuðu undirskriftum og ef mér skjöplast ekki stórlega snérust þær um að auðlindir okkar ættu og yrðu í þjóðareign og þvi þyrfti með hraði að koma Magma úr landi. Hvað í þessu stemmir ekki? Er verið að selja auðlind úr landi með viðskiptum Magma?

47 000 manns vilja að ríkið kaupi Magma í burtu frá því nýtingarrétti á auðlindinni. Ég reikna með því að mörgum þyki gaman að því að búa til þrætu um það hvort nýtingarréttur sé ekki í raun eign en ég hef ekki nennu í orðaleiki eins og þá. Eignarrétturinn er klárlega í okkar höndum þó nýtingarrétturinn sé leigður út.

Þessi hópur fólks vill að ríkið taki risalán til að kaupa útlendinga frá því að geta nýtt auðlindir okkar okkur til hagsbóta. Þetta fólk vill frekar að við borgum risavexti til erlendra banka en að sá möguleiki geti komið upp að erlent fyrirtæki geti grætt hér.

Mér gengur ekkert að skilja þetta óþol gagnvart erlendri fjárfestingu. Við getum auðvitað haldið áfram að selja og lána hvert öðru alíslenska þúsundkalla fram og til baka og talið okkur trú um að í því felst sérstök sæla til lengri tíma.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur