Mogginn slær því upp á forsíðu í dag að blaðamaður DV hafi réttarstöðu grunaðs manns enda sé blaðamaður þessi grunaður um að hafa fengið annan mann til að stela tölvugögnum með upplýsingum sem hann hafi svo notað ítrekað í greinum sínum. Þetta virðist einnig tengt WikiLeaks og er allt pínu reyfarakennt. Að vísu vitum við að sannleikurinn er stundum reyfarakenndari en reyfararnir sjálfir en hér virðist eitthvað bjagað….
Nú les ég að lögreglan vill ekki staðfesta að umræddur maður hafi réttarstöðu grunaðs né að hann hafi verið yfirheyrður og vinnuveitendur hans koma af fjöllum. Ég veit ekki hverjir eru heimildarmenn Morgunblaðsins og kæri mig í raun kollóttann um það hversu „traustar“ heimildir blaðið telur sig hafa í málinu.
Hafi umræddur maður ekki réttarstöðu grunaðs í málinu. Hafi hann ekki verið yfirheyrður eins og fullyrt er þá er mér alveg nákvæmlega sama hversu rosalega ritstjórn blaðsins er sannfærð um hlut hans í málinu.
Það eitt og sér dugar ekki. Það má ekki duga og ég vona að Mogginn sé ekki að fara niður á plan sem DV hefur svo ótrúlega oft gert……
Röggi