það er margt mjög skrýtið í kýrhausnum. Vinstri menn geta illa ekki sætt sig við að Mogginn skuli voga sér að hafa skoðanir sem ekki henta til vinstri. Grímur Atlason lætur þetta pirra sig og telur Moggann fella einhverja grímu með því að blaðið hefur tekið afstöðu í þjóðmálum.
Grímur á því ekki að venjast frekar en aðrir vinstri menn að fjölmiðlar séu grímulausir. Fjölmiðlaveldið hans Jóns Ásgeirs hefur nefnilega alltaf verið með grímu þó hún hafi verið gégnsæ flestum mönnum. Og ekki hefur afstaðan þurft að trufla.
Grímur tengir saman afstöðu Moggans því að blaðið fékk hluta skulda felldar niður af ríkisbanka. Ég vona Gríms vegna að hann sé ekki að meina það sem ég held að hann sé að meina. Kannski félagi Grímur telji að Mogginn eigi þá að hafa skilyrtar skoðanir sem henta þeim sem felldu skuldirnar niður?
Hvað er það í pólitísku uppeldi vinstri manna sem veldur þessu óþoli gagnvart öðrum skoðunum en bara þeim sem þeir trúa? Hvers vegna má Mogginn ekki hafa skoðanir? Af hverju þenjast vinstri taugar félaga Grims út þegar blaðið sveigir til hægri í afstöðu? Og hvernig tekst honum að tengja þetta allt saman við niðurfellingu skulda?
Það setur óneitanlega að manni hroll við nálgun Gríms Atlasonar í þessu máli og vonandi verður þessi hugsunarháttur gleymdur þegar kemur að því að stjórnmálamenn fara að handvelja fyrirtæki sem skulu fá fyrirgreiðslu bankanna eftir kosningar.
Röggi.