Fimmtudagur 6.12.2012 - 10:04 - Rita ummæli

Umræðan um hátæknisjúkrahús. Hún tekur allskonar dýfur, og snýst þá stundum lítið um efnisatriði mála. Ýmsar tengingar eru settar í umræðuna, allt eftir því hvernig niðurstöðu menn leita eftir.

Af því að við getum ekki borgað laun, þá eigum við ekki að byggja. Af því að við höfum ekki geta endurnýjað tækjakost eigum við ekki að byggja. 

Allskonar ótengdir aðilar innlendir sem erlendir hafa reiknað og reiknað meira. Hlutausir fagmenn. Og niðurstaðan er sú að þessi framkvæmd mun borga sig. Og í raun ótrúlega fljótt.

Á alla lund. Betri þjónusta og miklu hagkvæmari. Viðhald þeirra bygginga sem starfsemin er í núna er það kostnaðarsamt að við töpum líklega á því að byggja ekki. 

En eftir stendur spurningin um peningana sem við setjum í þetta í dag þegar allt er í niðurskurði og svelti. 

Ég er ekki viss um að þeir peningar fáist til þess að hækka laun eða kaupa tæki. Ég reyndar stórefast um það. 




Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 5.12.2012 - 17:00 - Rita ummæli

Enn hækka þau skatta

Stundum liggur við að mig langi til þess að skilja hvers vegna vinstri menn fatta ekki að skattahækkanir skila sér á endanum í minni skatttekjum, sér í lagi þegar efnahagur er í lægð. 

Í síðustu kosningum var annað á oddinum og margir sem eiga að muna og vita hvernig vinstri stjórnir stjórna, gleymdu sér.

Fátt er í heiminum algott eða alvont. Hugsanlega hefði verið sniðugt að hafa vinstri stjórn til að hægja á okkur á þenslutímanum. 

En það eru dapurleg örlög að vera með þessa stjórn við völd þegar við þurfum alls ekki að láta hægja á okkur. Við þurfum nefnilega eitthvað allt annað.

Æðstu prestar vinstri manni í hópi fræðimanna Þórólfur Matthíasson, Indriði H og Stefán Ólafsson hafa verið ódeigir baráttumenn fyrir því ónýta úrræði að hækka skatta til þess að finna aura handa ríkisstjórn.

Fyrst um sinn var eins og mörgum stæði á sama um þetta. Vandinn var svo ærinn og við upptekin að lumbra á fyrri ríkisstjórn. Í þessu skjóli hafa vinstri menn dundað sér við að koma óorði á frelsi og skattalækkanir. 

Ríkisstjórnin situr föst og eltir skottið sitt, til vinstri. Sala á áfengi hefur dregist mjög saman en brugg og smyglbransinn blómstrar. Skólabókardæmi um það þegar vinstri menn vilja ná sér í fé með skattahækkun.

Hugmyndaauðgi þessara manna er viðbrugðið. Þeir finna matarholur í veskjum okkar skattborgara í niðursveiflunni og hirða ekkert um að þegar ríkið tekur og tekur munum við ekki leggjast á árar með atvinnulífinu í neysluhugleiðingum, heldur þveröfugt. 

Á því tapa allir, bara spurning um hvort það verður fyrr eða seinna. Ég man enn þegar prófessor Þórólfur sagði að neysluskattar myndu koma okkur úr kreppunni. 

Þessu trúir hann enn og fólkið hans í stjórnaráðinu er á sjálfstýringunni með augun lokuð og eyrun einnig.

Nú er það þannig að við höfum hér verðtryggingu hvað sem um hana má segja. Þegar Steingrímur og Jóhanna ákveða að hækka álögur á tóbak hækka lánin okkar samstundis og sjálfvirkt. 3. 000 milljónir þar….

Þetta vissu skötuhjúin auðvitað fyrir. Það er ekki að koma þeim á óvart hafi einhver laumast til að halda það. Þeim er bara alveg sama. Þau hafa engin önnur úrræði en þessi gömlu. Að hækka skatta og álögur….

…og þessi árátta þeirra magnast í réttu hlutfalli við minnkandi tekjur ríkissins af viðkomandi skattstofni. 

Það þarf ekki lengur últra hægri mann eins og mig til að sjá þetta. Þetta blasir við öllum mönnum. Og hagstætt að gleyma sér ekki næst……

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 3.12.2012 - 09:11 - Rita ummæli

Nú tíðkast öfgarnir. Hæstbjóðendur í þeim efnum fá sviðsljósið og þykja smart. 

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 1.12.2012 - 10:54 - 13 ummæli

Gagnsleysi Egils Helgasonar

Í orðræðunni er sumir menn mikilvægari en aðrir. Engu skiptir þó gaurar eins og ég þusi og fjargviðrist seint og snemma. Öðru máli gegnir um menn eins og Egil Helgason.

Hann heldur úti bloggsíðu vinsælli og hefur líka til umráða sjónvarpsþátt vikulegan. Egill Helgason skiptir máli. Þess vegna ætti hann að finna til ábyrgðar sinnar.

En það gerir hann sjaldan. Egill vill að jafnaði vera í sigurliðinu. Það sáum við árum saman fyrir hrun þegar hann dansaði létt meðfram og með útrásinni og þeir sem ekki fundu sannleikann þar áttu fótum fjör að launa.

Egill Helgason er orðinn latur. Hann virðist vera orðinn of sæll í sætinu. Og annað hvort nennir ekki að hugsa út fyrir pólitíska boxið sitt eða langar ekki til þess. Nema hvoru tveggja sé.

Jóns Steinar fyrrum hæstaréttardómari skrifar afar áhugaverða grein um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni. Þessi grein er ekki bara merkilega af því að Jón Steinar og Baldur er vinir heldur ekki síst vegna þess að í greininni vegur Jón Steinar allverulega að hæstarétti.

Og gerir metnaðarfulla tilraun til þess að nota málefnleg rök og tilvitnanir í löggjöf um málefnið. Þetta er í raun stórfrétt enda ekki á hverjum degi sem þetta gerist.

En Egill Helgason sér það ekki. Hann fer bara í manninn og hefur ekki þrek til þess að hugsa lengra en hans pólitíska nef nær. Liklega vegna þeirra fötlunar en kannski vegna þess að hann kann ekki lengur að taka neina slagi.

Mögulega mun hann nefna þetta í þættinum sínum í góðra vina hópi fólks sem hefur sömu skoðun og hann. Allsstaðar yrði grein sem þessi mönnum í stöðu Egils Helgasonar tilefni til þess að rumska og hreyfa við málinu.

Skoða það gagnrýnið og kafa ofan í málefnalega með aðstoð sérfræðinga. Og þá hugsanlega manna sem ekki hafa skýra og opinbera andúð á þeim sem kemur með gagnrýnina.

Egill Helgason er eiginlega að verða varðhundur kerfisins. Sérstaklega ef gagnrýni á stofnanir og ríkissvald kemur frá hægri.

 Egill Helgason er fjórða valdið, en hann notar það einungis til þess að verja það sem honum sjálfum hentar og gleymir mikilvægu hlutverki sínu.

Hann er hættur að þora að ögra sjálfum sér. Hann er að verða gagnslaus hann Egill. 

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 30.11.2012 - 19:31 - Rita ummæli

Veikir formenn og sterkir

Full ástæða til að óska Samfylkingunni til hamingju með þau tíðindi að hið minnsta tveir hafa áhuga á að leiða flokkinn. Ég er viss um flestum þar innandyra þykja þeir tveir, Árni Páll og Guðbjartur, öflugir mjög og reikna með slag verðugra manna.

Sem vonlegt er og algerlega eðlilegt. Þarna eru vörpulegir fulltrúar ólíkra hópa og ef allt gengur upp munu þeir „slást“ af þrótti en vonandi líka reisn og af þeim virðuleika sem hæfir verðandi formanni.

Ég hef verið að örlítið að þumbast vegna umfjöllunar um kosningar hvort heldur þær heita prófkjör eða formanns. Þeir sem enga samkeppni hafa fengið og rússneskt klapp hafa þótt flottir og sterkir.

Hinir sem hafa tekið harðan slag við öfluga mótframbjóðendur aftur á móti veikir.

Við verðum eiginlega að vona fyrir hönd Samfylkingarinnar að sá sem hefur betur í þessum slag slátri andstæðingi sínum svo um munar.

Ekkert minna en það dugar ef eitthvað er að marka þau viðmið sem sett hafa verið í umræðunni hingað til. 75% eða meira…..

Öðrum kosti er viðkomandi ekki almennilegur og sterkur formaður.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 29.11.2012 - 16:55 - Rita ummæli

Um getuskiptingu og fleira

Mjög áhugaverð umræða er farin af stað um getuskiptingu í hópíþróttum barna. Þetta hófst með grein eftir Vöndu Sigurgerisdóttur lektors í HÍ. Vanda telur getuskiptingu vandamál sem beri að banna. 


Ég er ekki sannfærður. Siggi Raggi landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta kemst býsna nærri því að túlka það sem mér finnst um þetta. Hvaða gagn gerir það iðkendum sem hafa af einhverjum ástæðum ekki getu eða burði á við þá sem lengst er komnir að verða undir og afgangs á æfingum?

Ég er alls ekki að segja að ekki eigi að sinna þeim sem skemur eru komnir, öðru nær. Enda ér ég sammála lektornum um það að það kemur ekki strax  í ljós hverjir munu ná langt.

Ég held jafnvel að það geti stuðlað að brottfalli úr íþróttum að vera settur með einhverjum sem er á allt öðrum stað. 

Getur þetta átt við á fleiri sviðum? Hvað með skólana? Þar er ef ég þekki rétt til ekki getuskipt. Þar sitja börn með mjög ólíkar aðstæður og burði saman í bekk og keppst er við að koma þeim öllum í gegnum sama ferlið, á sama hraða og með sömu aðferðum oft. 

Þangað til allt er í óefni komið og þau börn sem ekki geta haldið uppi hraðanum eru sett í sérkennslu. Sem er ekkert annað en að getuskipta en kannski of seint til þess að viðkomandi líði beinlínis vel með ráðhaginn.

Ég veit ekki hvort ég er að höndla sannleikann hér en kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér hvor hópurinn, sá sem þarf að hægja á sér, eða sá sem rembist við að draga hina uppi, fer betur út úr þessu.

Til lengri tíma vel að merkja.

Jóna Benediktsdóttir aðstoðarskólastjóri á Ísafirði var í mjög skemmtilegu viðtali á rás 2 í morgun. Þar talaði hún um áhrif sérkennslu, en snerti reyndar á ýmsu öðru. Viðtalið við hana byrjar á 70. mínútu.

Hún þorir að hugsa út fyrir boxið hún Jóna. Er að velta þvi fyrir sér hvers vegna við erum að reyna að koma skólabörnum í gegnum nákvæmlega það sama, á sama hraða og í sömu röð?

Hún finnur skemmtilega vinkla í þessu efni. 

Ég vona að ég geri mér grein fyrir ókostum þess að getuskipta. Ég er þó sammála Sigga Ragga um að þeir þurrkast út með góðum þjálfurum. Þjálfurunum sem sjá um að færa þá til sem færa þarf til svo iðkendurnir fái sem mest út úr æfingum. Og ekki síst keppni…

Nýlega voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem sýndi að að börn fædd seint á árinu séu líklegri til að dragast aftur en þau sem fædd eru fyrr. það finnst mér líka áhugavert í þessu samhengi. 

Ættum við kannski að getuskipta oftar og meira og markvissar?

Röggi


Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 29.11.2012 - 11:35 - Rita ummæli

Mjög áhugaverð umræða er farin stað um getuskiptingu í hópíþróttum. Sitt sýnist hverjum sem vonlegt er. Mér finnst sú nálgun sem hæst heyrist

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 29.11.2012 - 10:03 - Rita ummæli

Fyrst hélt ég að þau undur og stórmerki væru að eiga sér stað að þingmenn meirihlutans á þingi væru að læra það að skattahækkanir og auknar álögur væru ekki leiðin. 

Þetta hélt ég þegar ég las að Marshall og Guðmundur Steingrímsson ætli ekki að greiða atkvæði með fjárlögum vegna skattahækkana á ferðaiðnaðinn. 

Þetta er svo auðvitað misskilningur. Auðvitað velja þeir hækka skattana, bara ekki núna. Saari og hans fólk vill meira að segja hækka þá meira en gert er ráð fyrir. Það var og.

Núverandi og fyrrverandi og einnig sá sem var þar áður ráðherra fjármála hafa í umræðum um þessa nýjustu skattadellu opinberað ekki bara skilmingsleysis sitt á áhrifum hækkunarinnar heldur einnig umfagnsmikinn og áuninn misskilning á því hvernig vaskur skilar sér til ríkissins.

Vaskur er lagður á viðskiptavininn og atvinnulífið innheimtir og skilar. Þetta er ekki flókið og hvert barn skilur. Þetta sama barn veit líka að atvinnulífið hefur möguleika á þvi að fá vask endurgreiddan t.d. vegna framkvæmda.

Ferðamannaiðnaðurinn er vaxandi grein og þar hafa menn staðið fyrir mikilli uppbyggingu. Sem getur þýtt endurgreiðslu á vaski. Það var alveg kostulegt að fylgjast með Oddný og hirðinni á netinu og allsstaðar fagna því þegar þau reiknuðu það út að vegna þessa skilaði greinin ekki vaski til samfélagsins. 

Tökum hagnaðinn, gjarnan kallaður arðrán, af þeim og ráðstöfum honum sjálf úr ráðuneytum okkar eftir smekk. Þetta er grunnurinn. Þetta er hugsunin. 

Færum völdin frá fólki til stjórnmálamanna, sem hafa sýnt það ítrekað að þeir eru ekki best til þess fallnir að fara með fjársjóðinn. 

Nú er verið að fjármagna kosningaloforðin með arðgreiðslum úr ríkisfyrirtækjum. Milljarðar verða teknir út banka sem ætti miklu frekar að nota þá peninga í skuldalausnir.

Og skattar hækka út um allt. Steingrímur og fólkið hans þarf meira. Af því að ríkið skuldar svo mikið. Það er vissulega rétt, ríkið skuldar mikið. Og ríkið þarf meiri tekjur.

En sú tekjuaukning felst ekki í því að gera hagnað atvinnulífsins upptækan og færa í hendur stjórnmálamanna til ráðstöfunar. Tekjuaukningin felst meðal annars í því að styðja við bakið á atvinnulífinu. 

Til þess að það blómstri og skapi atvinnu með betri laun. Og þar með meira í kassann hjá ríkinu. 

Þessi afspyrnuvitlausa hækkun á virðisauka á ferðaiðnaðinn opinberar fullkomið skilningsleysi á því hvernig hagvöxtur verður til. Hann verður ekki til í ráðuneytum. 

Hækkunin nú er eiginlega bæði aftur og framvirk. Hún gerir ekkert annað en að eyðileggja fyrir grein sem hefur byggt sig upp og er í örum vexti. Þetta sjá allir menn en þeir sem ráða kjósa að kunna ekki að viðurkenna þetta.

Þeir sjá skyndigróðann. Þeir sjá að þarna er skattstofn sem mun hækka. Strax og það kemur ríkissjóði vel. Hvað gerist svo þegar þetta strax móment skyndilausnastjórnmálamannsins er farið er svo seinni tíma vandi.

Þá finna þeir bara nýja grein sem blómstrar og byrja upp á nýtt. Ef við erum heppin stendur þannig á hjá sumum að henti að stöðva delluna eins og nú virðist vera.

Hættum að treysta á heppni í þessu. Veljum fólk sem skilur að þarfir fólks og atvinnulífs eru algerlega þær sömu. Hættum að velja kaldastríðs fólkið, fólkið sem ólst upp við vonda fólkið, arðræningjana, atvinnulífið, og svo launafólkið.




Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.11.2012 - 23:22 - Rita ummæli

Stórmekileg umræða og áhugaverður vinkill sem Jakob Bjarnar tekur á umræður um feminisma, grín, fyrirmyndir og skoðankúgun sem virðist hreinlega vera að ryðja sér til rúms.


Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 28.11.2012 - 23:20 - Rita ummæli

Já sko,

Þeir eru seigir Marshall og Guðmundur Steingrímsson. Augun eru að opnast þegar þeir núna skilja hvað skattlagning þýðir. Batnandi mönnum er best að lifa.

Þegar fyrrverandi fjármálaráðherra kynnti fyrirhugaða skattahækkun á ferðaiðnaðinn varð öllum ljóst að hún og hennar samstarfsfólk skilur ekkert hvað þau eru að gera. 

Fyrst var talað um að greinin skilaði ekki virðisauka til ríkissins. Það var og er auðvitað stórmerkileg hugsanavilla en inngróin of mörgum. Greinin var í svo örum vexti að hún fékk vask til baka. 

Það þýðir alls ekki að hún skili ekki sínu, enda er virðisaukaskattur lagður á viðskiptavininn en ekki fyrirtækið. Þeir sem ekki skilja um hvað þetta snýst ættu allavega ekki að verma ráðherrastóla.

Sumir þeir sem liggja til vinstri í pólitík geta ekki vanið sig á þá hugsun að fyrirtæki þurfa að skila hagnaði til þess að geta vaxið og dafnað, öllum til heilla. Hagnaður er vont orð í þeirra munni, lengi kallað arðrán.

Illa fengið fé vondra manna og þess vegna er ráðist í það aftur og aftur að gera hagnað atvinnulífsins upptækann með skattaæði.

Hagnað sem í þessu tilfelli er notaður er til þess að efla greinina. Fjölga ferðamönnum og fjárfesta. Og síðast en alls ekki síst…

Skapa atvinnu og stækka skattstofna.

En nei, Steingrímur og Indriði ætla að sjá um það fyrir okkur. Og taka þess vegna eins mikið af aurunum til sín hvort heldur þeir eru frá fyrirtækjum eða einstaklingum og mögulegt er. Og ekki skortir þá hugmyndirnar þeir gömlu austantjaldsgaurar.

Í þessu einstaka tilfelli er sérlega illa farið með greinina því hún vinnur langt fram í tímann með viðskiptavini sína. Því má í raun segja að ákvörðun um að hækka skatta sé bæði aftur og framvirk. 

Og allir tapa, bæði til langs og skamms tíma.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur