Þriðjudagur 26.2.2008 - 16:20 - 1 ummæli

Þursinn Þórður.

Get alls ekki útskýrt með afgerandi hætti hvers vegna ég fór ekki að sjá og heyra þursana í höllinni. Upptekinn eða annars hugar kannski heppilegar skýringar en samt léttvægar. Ekki síst í ljósi þess að þursar eru og voru mitt uppáhald.

Allir þekkja snilld Egils en upp hafa vaxið margar kynslóðir sem ekki hafa hugmynd um að í þursunum er einn besti gítarleikari sögunnar. Þórður Árnason er snillingur, þannig er það bara. Það hefur verið ferlegt hvernig búið er að vannýta hæfileika hans árum saman í bandinu hans Kobba.

Þar hefur hann vikið fyrir mis misheppnuðum hljóðgerfla sólóum, oftast frá stjóranum. Les það nú í umsögnum um tónleikana að Þórður hefur engu gleymt.

Mæti næst.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 25.2.2008 - 22:17 - Rita ummæli

Heimsóknartímar.

Nú er ég að hugsa um heimsóknartíma sem enn eru við lýði á sjúkrahúsum hér. Hef því miður persónulega reynslu af þessum málum því fársjúkur faðir minn hefur undanfarið verið á gjörgæsludeild þar sem umönnun er frábær og stöðug en fer nú á almenna deild þar sem ummönun er auðvitað frábær líka en ekki stöðug.

Á gjörgæsludeild háttar þannig til að heimsóknir eru frjálsar og óhætt að segja að það er eins og ég vill hafa það. Á almennum deildum er ætlast til þess að tveir tímar á dag nægi. Það skil ég engan veginn. Hver er tilgangurinn með því að meina ættingjum að heimsækja sjúka?

Er auðvitað ekki að tala um fólk sé æðandi um með háreysti og kannski með börn með sér. En á deildum sem sannarlega eru undirmannaðar og í tilfellum þar sem sjúklingar þurfa svo sannarlega mikið eftirlit þá bara skil ég ekki neitt í svona systemi.

Geri mér fulla grein fyrir því að hjúkrun er ekki á færi hvers sem er enda er ég alls ekki að tala um að aðstandendur komi í stað hjúkrunarfólks. Hins vegar er enginn vafi í mínum huga að þeir geta verið til góðs og ég sé reyndar ekki hvernig það gæti verið öðruvísi.

Það hlýtur að verða að vera einhver sveigjanleiki í þessu. Ég áskil mér fullan rétt til þess að reyna að fara á svig við stífustu reglur í þessu sambandi. Það er minn réttur. Og pabba líka.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 25.2.2008 - 00:37 - Rita ummæli

…væðing eða rekstur.

Sá því miður ekki mikið af silfrinu hans Egils í dag. Sá þó nokkrar mínútur sem Guðfríður Lilja spanderaði í að rugla saman einkavæðingu og einkarekstri. VG er á móti á öllu sem byrjar á einka og að ég tali nú ekki ef frelsi er nefnt líka. Að þeirra mati hefur ríkisumsjá með sem flestu sannað sig svo vel. Hvar veit ég ekki.

Einkavæðing og einkarekstur er ekki það sama. Er nokkuð viss um stærsti hluti þjóðarinnar sér þar engan mun. Þann misskilning þarf að leiðrétta því einkarekstur hefur fyrir löngu sannað sig og er í dag stundaður bæði í mennta og heilbrigðiskerfi með miklum ágætum.

Björgvin G virðist vera búinn að átta sig a þessu og ræðir þessa hluti kinnroðalaust í tíma og ótíma. Heyrði í honum í útvarpi nú í vikunni og betur hefði enginn hægri maður getað útlistað kosti einkareksturs en hann gerði þar.

Af hverju vefst þetta fyrir VG?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 24.2.2008 - 21:35 - Rita ummæli

Minni hagsmunir fyrir stærri.

Hvað ætli hafi orðið til þess að mínir menn í borginni kláruðu ekki að ganga frá sínum málum? kannski að skoðanakönnunin sem sýndi að flokkurinn hefur ekki tapað fylgi hafi gersamlega ruglað menn í ríminu.

þetta er að mínu mati kattarþottur og ég velti því fyrir mér fyrir hvern þetta er gert. Eru hagsmunir Villa einu hagsmunirnir sem skipta máli? Get með engu móti skilið að maðurinn geti verið oddviti fyrir hóp sem ekki vill gera hann að borgarstjóra.

Ekki er hægt að þröngva leiðtogum upp á fólk? Þeir verða ekki handvaldir. Hver trúir því að eindrægni og samhugur riki innan hópsins eins og látið er líta úr fyrir núna? Hef margoft sagt að ég skil ekki af hverju þarf sífellt að láta líta út fyrir að allt sé í góðu þegar allir sjá að svo er ekki. Hagsmunir heildarinnar vikja fyrir einstaklingsins. Þetta á reyndar við um alla flokka en fer eingöngu í taugarnar á mér þegar minn flokkur stundar þetta.

Það að tapa trausti er algerlega vonlaust fyrir fólk sem hefur atvinnu af því að vera stjórnmálamenn. Þá skiptir engu hvort menn eru góðir menn eða ekki góðir menn.

Öll eðlileg og siðferðileg rök hníga að því að menn sem tapa trausti með jafn afgerandi hætti og Villi verði ekki í forsvari fyrir flokkinn í borginni. Ég hlýt að álykta sem svo úr því að meirihluti borgarstjórnarflokksins getur ekki komið Villa úr forystusveitinni að þá hljóti önnur öfl að halda verndarhendi yfir honum.

Þau öfl ætla að fórna minni hagsmunum fyrir stærri.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 21.2.2008 - 22:40 - 1 ummæli

Utan vallar.

Þjálfaramál HSÍ voru rædd af hita í þættinum utan vallar á sýn í kvöld. Fulltrúi HSÍ forn í skapi og hafði flest á hornum sér. Sló blaðamann moggans svo hressilega út af laginu að hann snarmóðgaðist og dró sig nánast í hlé. Þarna var líka nýdæmdur orðdólgur sem þjálfar stjörnuna í kvennahandbolta. Hann hélt upp heiðri sínum og kom sér upp þrasi. Kostulegt allt saman.

Málefnaleg umræða lögð til hliðar og engu líkara en menn hafi haldið að þeir væru á kaffistofu HSÍ en ekki í beinni. Slæm auglýsing fyrir handboltann.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 21.2.2008 - 21:39 - Rita ummæli

Slæmu dagarnir hans Össurar.

Ég hef margsagt það að félagi Össur er einn skemmtilegasti penni landsins. Orðaforðinn frábær. Hann veit þetta auðvitað enda óvenju meðvitaður um sjálfan sig. Og aðra.

Skrif hans um Gísla Martein í gær gera ekkert fyrir orðspor hans. þar skrifar hann um pólitískan andstæðing með sérlega klaufalegum hroka í misheppnaðri tilraun til fyndni. Gísli Marteinn er ekki í öfundsverðri stöðu pólitískt þessa dagana, nánast andvana.

það er stundum sagt um þá sem stunda íþróttir að þeir sem njóti mestrar virðingar séu þeir sem kunna að sigra. Þetta er ekki hægt að kenna fólki. Annað hvort er þetta í lagi eða ekki. Félagi Össur ræðst hér ekki beinlínis á garðinn hæstann og af virðingu.

Sumir gamlir kreddukommar hafa ákveðið að halda að þetta mál snúist um hægri vinstri pólitík. Að þetta snúist um stundargleði yfir því að hafa komið höggi á andstæðing. Verið sniðugur á kostnað annarra. Það finnst mér barnalegt og skammtíma.

Sumum finnst skipta meginmáli að efnislega sé Össur að segja satt. Og þá er allt heimilt. Menn þurfa að vera staurblindir til þess að sjá ekki að fólk í samstarfi getur átt erfitt með að þola svona skrif. Þú einfaldlega vinnur helst ekki með mönnum sem umgangast félaga þína af slíku virðingarleysi, jafnvel þó þeir liggi vel við höggi og reyndar enn síður.

Ekkert af þessu skiptir þó meginmáli. Það sem snýr að félaga Össur er að langtímaáhrifin af svona löguðu verða honum til trafala. Hann verður aldrei alvöru. Ingibjörg Sólrún hefur fundið leiðina til virðingar. Þar er stilling og virðing og ró lykillinn. Yfirvegun en ekki galsaskapur.

Enginn frýr honum vits og allra manna skemmtilegastur getur hann verið. Póltískt gildi manna er bara ekki mælt af góðu dögunum.

Þar eru slæmu dagarnir allt. Dagurinn í gær var einn af þeim.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 21.2.2008 - 16:47 - Rita ummæli

Búinn að finna þjálfarann.

Ekki ætlar að ganga þrautalaust að finna þjálfara landsliðsins í bakhrindingum. Aðferðafræði HSÍ er líklega ekki að hjálpa þeim. Betra hefði verið að ræða við allan hópinn í stað þess að fá nei. Þá hefðu nei in komið frá vinnuveitanadanum sem er sterkara.

HSÍ er með fínan mann á launum sem gæti tekið við þessu. Þá þyrfti að vísu að stórmóðga konur því Júlíus Jónasson þjálfari kvennalandsliðsins færi létt með þetta. Hann hefur sannað sig ítrekað þrátt fyrir hrakspár og svo er einn meginkostur við hann. Hann hefur haft sama aðstoðarmanninn lengi og þeir virðast bæta hvorn annan fullkomlega upp.

Kristján Halldórsson tekur svo við dömunum útlærður í norskum kvennabolta. Málið er leyst.

Af hverju var ég ekki spurður?

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 21.2.2008 - 08:57 - Rita ummæli

Póker.

Þuríður Bachmann þingmaður VG var í útvarpinu í morgun. Tilefnið var þátttaka Birkis Jóns þingmanns í pókerspili. Þuríður er eins og of margir þingmenn illa haldin af forsjárhyggju. Verri einkunn fá þingmenn varla hjá mér.

Hræsnin í því að banna póker en leyfa allskonar fjárhættuspil önnur er furðuleg. Hvernig henni tekst að gera uppá milli atriða í þessu er merkilegt. Staðreyndin er sú að hér er spilað uppá peninga daglega án afskipta löggjafans.

Gjarnan er talað um spilafíkn þegar kemur að póker en ekki öðrum spilum. Póker er stundaður hér í bakherbergjum hingað og þangað eins og um ótínda glæpamenn sé að ræða. Væntanlega mæta spilafíklar ekki þangað af þvi að þuríður og félagar segja spilið ólöglegt.

Þvílík firra. Við sjáum þetta á fleiri sviðum því stór hluti þingsins telur að með því einu að banna hluti sem þegnarnir vilja gera þá hverfi þeir og séu ekki stundaðir. Hausnum stungið í sandinn. Málum sópað undir teppi og allir sáttir.

Best er að hafa hlutina upp á borði svo hægt sé að hafa eftirlit með þeim. Þetta sama fólk hélt því líka fram að þegar við fengjum að kaupa bjór fyrir opnum tjöldum í stað þess að smygla honum eða brugga að þá færum við öll á örlagafyllerí.

Þrýstum ekki hlutum undir yfirborðið. Það sem þar gerist er án eftirlits og hver græðir á því? Enginn þingmaður mun geta komið í veg fyrir að fullorðið fólk hittist og spili póker. Þess vegna er þetta bann ólög og vandséð hvaða hagsmunum það þjónar.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 20.2.2008 - 22:25 - Rita ummæli

Kjarkaður Einar.

Hann er ekki alveg kjarklaus hann Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Ætlar greinilega að leggja það í vana sinn að fara að ráðum fræðinga um fiskiveiðar. Maðurinn er að vestan og þar hata allir hafró og kvótann. Og nú stoppar hann loðnuveiðar að ráðgjöf fræðimanna.

Þeir sem sækja sjóinn trúa að jafnaði ekki neinu sem fræðimenn segja um stofnstærðir. Útgerðarmenn stundum líka. Mér finnst þetta svona eins og að trúa á stokka og steina. Vill ekki gera lítið úr kunnáttu þeirra sem stunda veiðar en er ekki best að veðja á vísindin?

Hvað annað er í boði? Veðurfræði er ekki heldur skotheld vísindi en við höfum fátt betra þó veðurklúbburinn á Húsavík sé vissulega skemmtilegt fyrirbrigði. Við höfum ekkert val. Eða hvað?

Held að sjómenn hafi mótmælt öllum skerðingum á veiðum frá landnámi og alveg eðlilega. Þeir eru vanhæfir í málinu af augljósum ástæðum. Hafró ekki. Við heyrðum sömu röksemdir þegar síldin var kláruð og við heyrum í dag þegar menn vilja veiða meira en fræðimenn leggja til. Sjórinn er fullur af fiski.

Tek ofan fyrir Einari þó mér finnist niðurstaðan afleit. Það er þó hvorki honum né fræðimönnum okkar að kenna.

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 19.2.2008 - 16:58 - 2 ummæli

Tvöþúsund og eitthvað.

2, eitthvað milljarðar. Við erum að verða ónæm fyrir orðinu, milljarður. Þetta þótti stór tala fyrir nokkrum árum áður en stórstjörnur viðskiptalífsins riðu hér húsum. Nú er þetta orð á allra vörum bara. Hversdagsleg tala.

Jón Ásgeir er formaður stjórnar fl group og hann skilur ekki bofs í þessari tölu. Lætur eins og hún komi honum í opna skjöldu og hann hafi bara ekki áttað sig á hvað Hannes væri að gera þegar hann þurfti þessa upphæð í annan kostnað óútskýrðann. Hver trúir svona þvaðri? Hann er bara hvítþveginn. Eins og oft áður.

Ég var að fatta að þetta eru tvö þúsund og eitthvað milljónir. 2 000 og eitthvað. Pæliði í því…

Röggi.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur