Sennilega má eitthvað gott finna í bútasaumshugmyndum að Nýjum Landspítala við Hringbraut. Tvær meginforsendur upphaflegs staðarvals fyrir einum og hálfum áratug eru hins vegar brostnar. Reykjavíkurlugvöllur í næsta nágrenni við spítalann og sem nú er sennilega á förum og gott aðgengi almennings til framtíðar. Byggingarlóðin er auk þess orðin allt of lítil og þröng. Staðreyndir sem stjórnvöld og jafnvel ríkisfjölmiðlarnir (RÚV) hafa ekki viljað ræða. Alþingi þögult sem gröfin í allan vetur vegna fyrri ákvarðana og sem er í andstöðu við þjóðarmeirihluta og starfsfólk spítalans. Að málið sé löngu ákveðið og sem ekki þurfi að endurskoða. Þokkaleg þjóðargjöf það á dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar. Frekari tafir nú hinsvegar á endurskoðun á málinu og staðarvali ásamt nauðsynlegum bráðabirgðalausnum, er ekki valkostur og sem samrýmist að upphaflegum hugmyndunum að nýjum sameinuðum Landspítala og bráðamóttöku sem mest miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu öllu.
Öruggt aðgengi tengt sjúkraflutningum, aðkomu sjúklinganna sjálfra og aðstandenda, ásamt starfsfólki á fjölmennasta vinnustað landsins er ekki tryggt. Hætt var við umferðamannvirki sem talin voru nauðsynleg í gerð undirbúningsáformanna allt til ársins 2009. Hringbrautina í stokk og umferðagöng um Hlíðarfót. Kostnaður við Hringbrautarframkvæmdina þannig reiknuð niður um tugi milljarða króna. Í annan stað var Reykjavíkurflugvelli síðan kippt út sem upphaflegri meginforsendu staðarvalsins árið 2012, sennilega aðallega vegna bygginga- og hóteluppbyggingar Reykjavíkurborgar í Vatnsmýrinni. Nú er þegar búið að loka neyðarbrautinni (SV brautinni) við enda Valslóðarinnar næst Landspítalalóðinni og framkvæmdir hafnar. Fyrirséðar eru miklar tafir á sjúkraflugsflutningum og það sem verra er, nú ófullnægjandi öryggi varðandi sjúkraflug um Reykjavíkurflugvöll og síðar aðkomu sjúkraþyrluflugs á þak nýrrar rannsóknarbyggingarinnar LSH á 5 hæð í framtíðinni, Rétt við sjálfan meðferðarkjarnann og sem skapað getur stórslys á sjálfri spítalastarfseminn við minnsta óhapp. Auðvitað verður að tryggja opin svæði fyrir nauðlendingar í misjöfnum veðrum yfir Þingholtunum og eins ef einhver vélarbilun verður. Það verður auðvitað ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum og ef Reykjavíkurborg vill á annað borð halda í Landspítalann á Hringbrautarlóðinni.
Þannig eru tvær af þremur helstu forsendum fyrir staðsetningu á Nýjum Landspítala við Hringbraut horfnar og aðeins stendur eftir nálægðin við aðalbyggingu HÍ í Vatnsmýrinni, gamla Tanngarð, DeCode og Alvogen. Bent hefur verið á að það muni kosta mikið meira fyrir HÍ að tjasla upp á gamla Tanngarðinn við Hringbrautina með endurnýjun og viðbótarbyggingum, samanborið ef reist væri heilstæð ný bygging fyrir allt heilbrigðissvið skólans tengt byggingu Nýs Landspítalans á miklu betri stað, t.d. á Vífilstaðalóð og mest hefur verið rætt um. Þar sem jafnt aðgengi fyrir alla væri mikið betur trygg og þar með styttri meðaltalsfjarlægð frá heimilum höfuðborgarbúa til spítalans. Ekki að aðeins sé tekið mið að 101 Reykjavík og næsta nágrenni.
Samtök um betri spítala á besta stað (SBSBS) hafa látið reikna út að heildstæð framkvæmd á besta stað kosti minna þegar upp er staðið, taki jafnvel skemmri tíma þótt undurbúningur hæfist ekki fyrr en með haustinu og væri mikið hagkvæmari síðar í rekstri. Eins sem kæmi í veg fyrir mikið rask og ónæði í starfsem gamla Landspítalans næsta áratuginn vegna byggingaframkvæmda og endurnýjunar á hálfónýtu húsnæði. Nýja skynsamlega ákvörðun hefur hins vegar dregist fram úr hófi að taka, að því er virðist vegna gamalla loforða í gömlu stjórnmálaflokkunum. Ekki þó meðal Pírata sem vilja strax endurskoðun á málinu. Mál sem verður eitt af stóru kosningamálunum í haust.
Margar skynsamlegar bráðabirgðalausnir til að brúa bilið næsta áratuginn eru í boði og gert hefur verið m.a. grein fyrir hjá SBSBS. Loks þegar við höfum efni á að ráðast í byggingu Nýs sameinaðs þjóðarsjúkrahúss og sem gerist kannski ekki nema einu sinni á öld og þegar vel árar í efnahagnum. Að við byggjum hyggilega til framtíðar á besta mögulega stað í fallegu og opnu umhverfi eins og flestar aðrar þjóðir kappkosta að gera þegar því verður við komið. Að öðrum kosti og allt stefnir nú í, framtíðarstrand á flaggskipi heilbrigðisþjónustunnar og glundroðaástand í gamla miðbænum í 101 Reykjavík um langa framtíð og sem margir telja að sé nú þegar búið að eyðileggja.