Miðvikudagur 20.04.2016 - 19:10 - FB ummæli ()

Heimaskítsmát Alþingis í Nýja Landspítalamálinu við Hringbraut

11215198_10201829219929725_6466656075539020093_n

Könnun SBSBS (Samtaka um betri spítala á betri stað) 7-11. apríl sem Gallup framkvæmdi um vilja landsmanna á staðsetningu Nýja Landspítalans við Hringbraut. 54% vildu í sömu könnun að gerð verði amk. ný staðarvalskönnun.

Umræðan um ósk þjóðarinnar á betri staðsetningu Nýja Landspítalans hefur ekki farið framhjá neinum og sem endurteknar skoðanakannanir hafa sýnt sl. ár. Greinileg almenn samstaða er um að ný staðarvalsathugun verð gerð sem fyrst og áður en framkvæmdir hefjast við sjálfan meðferðarkjarnann, en sem dregist hefur von úr viti vegna fyrri ákvörðunar mikils meirihluta Alþings að byggja skuli Nýja Landspítalann við Hringbraut og hvergi annars staðar. Allir stjórnmálaflokkar nema Píratarnir þrjóskast við að endurskoða stefnumörkun um málið. Það hlýtur að vera mikill ábyrgðarhluti fyrir Alþingi Íslendinga að það skuli ekki vilja hlusta á þjóðina. Vafasöm ákvörðunartökusaga í Nýja Landspítalamálinu er hinsvegar sérstakt rannsóknaefni út af fyrir sig síðar.

Um 100 milljarða króna aukakostnaður er nú í húfi og sem verður aldrei réttlættur miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og þekkingu mála í dag, hvað þá þegar aðeins virðist eiga að tjalda til tveggja nátta og heyra má í vaxandi mæli hjá hörðustu Hringbrautarsinnum. Þegar þeir hinir sömu að lokum hlusta á sína eigin skynsemi eins og Kári Stefánsson gerir með grein sinni í Morgunblaðinu morgun. Ábyrgð stjórnenda Landspítalans er því mikil og sem keyra framkvæmdirnar áfram og neita að horfa í mistök matreiðslunnar fyrir alþingismennina. Dráttur á skynsamlegum ákvörðunum hafa kostað allt of mikið en þó ekkert á við þann kostnað ef menn halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. Upplýsingar um mikið hagkvæmari framkvæmdir á opnu og góðu svæði eins og t.d. við Vífilstaði eða á Keldum sem fljótt geta bætt upp tímabundnar skipulagstafir. Ef viljinn er sterkur eins og hjá bæjaryfirvöldum í Garðabæ nú og fjármögnun verkefnisins verði tryggð. Sem staðið hefur í veginum hingað til hjá Reykjavíkurborg annars vegar og hjá Alþingi hins vegar.

12990878_10201803242600308_2368870529325415469_n

Gallupkönnun fyrir Viðskiptablaði í byrjun apríl 2016

Það er því löngu komið að þeim tímapunkti að Alþingi endurskoði ákvörðun sína í ljósi nýrra upplýsinga. Skoðanakannanir starfsmanna sem glöggt þekkja til starfseminnar, hafa lengi sýnt andstöðu við núverandi byggingaáformum. Mikill meirihluti lækna virðist andsnúinn Hringbrautarhugmyndinni samkvæmt könnunum (tæpl. 90% andstaða er á móti Hringbrautarstaðsetningunni í óformlegri könnun á lokaðri fésbókarsíðu lækna  (248 á móti 38, 19.4.2016)) og kannanir meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningsmanna hafa sýnt svipaða andstöðu. Í síðustu viku gerði Gallup könnun fyrir Viðskiptablaðið. Stuðningur við Vífilstaðahugmyndina var 50% á móti 40% við  Hringbraut. Stuðningur við Vífilstaði var enn meiri, eða 71% sem Útvarp Saga lét gera í mars sl. og þar sem aðeins 13% landsmanna studdu Hringbrautarhugmyndina. Sl. sumar framkvæmdi MMR könnun fyrir Samtökin Betri spítali á betri stað (SBSBS) og sem sýndi aðeins 31% stuðning við Hringbrautarhugmyndina og önnur könnun sem BSRB lét gera á svipuðum tíma, sýndi að meirihluti almennra heilbrigðisstarfmanna var ósátt við Hringbrautastaðsetninguna. Önnur könnun sem Gallup gerði fyrir SBSBS sem birt er í dag og sem sýnir tæplega 60% andstöðu við Hringbrautarstaðsetninguna, en þar sem andstaðan er minnst meðal vinstri manna (VG og S). Niðurstaðan er ótrúlega lík könnuninn fyrir Viðskiptablaðið í síðustu viku og sýnir mikinn vilja fyrir nýja staðarvalsathugun strax og áður en lengra verður haldið með framkvæmdir. Eins og þá virðist andastaðan við Hringbrautarstaðsetninguna vera minnstur meðal vinstri manna (VG og S). Rök samtaka SBSBS hefur hins vegar átt mjög sterkan hljómgrunn meðal Íslendinga í vetur og sem glöggt má sjá á fésbókarsíðu samtakanna.

Margar greinar hafa verið skrifaðar um betra staðarval fyrir Nýjan landspítala sl. ár. Öll þau rök verði ekki kynnt hér og sem m.a. hefur aðeins verið gert grein fyrir í fyrri pistlum hér á blogginu og almennri fjölmiðlaumfjöllun. Einn er sá þó sá fjölmiðill sem ekki vill rugga bátnum og sem er RÚV. Að málið sé löngu ákveðið og að óþarfi sé að ræða málið frekar!!  Rök hafa verið færð fram um mikið hagkvæmari og nútímalegri spítala til lengri tíma í fögru og rólegra umhverfi. Samgöngulega mikið betur staðsettur með góði aðgengi fyrir starfsfólk, sjúklinga, aðstandenda og tengt sjúkraflutningum. Jafnvel betri og ódýrari nýbyggingu fyrir heilbrigðisvísindasvið HÍ og sem þannig bætir menntun heilbrigðisstarfsfólks. Rök fyrir allt of miklum þrengslum á Hringbrautarlóðinni með takmarkaða stækkunarmöguleika í mörgum húsum og miklum endurnýjunarkostnaði á gömlu byggingum sem nær væri að rífa í sumum tilvikum vegna myglu.

Ekki má heldur gleyma stórhættulegu sjúkraþyrluflugi yfir Þingholtin, yfir á þak Landspítalans þar sem ekkert pláss er fyrir þyrluflugvöll á jörðu niðri og opin öryggissvæði fyrir að- og fráflug vantar. Vandamál sem getur varðað þjóðaröryggi á neyðartímum og enn frekar ef Reykjavíkurflugvöllur verður svo látinn hverfa eins og Reykjavíkurborg sækist eftir. Reykjavíkurflugvöllur var einmitt upphaflega ein af 3 megin forsendum fyrir upphaflegu staðarvali við Hringbraut fyrir tveimur áratugum, en sem var skyndilega kippt út að kröfu Reykjavíkurborgar 2012 vegna vöntunar á byggingarlóðum. Sama mætti segja um nauðsynlegar nýframkvæmdir varðandi nauðsynleg umferðarmannvirki, Hringbrautina í stokk og stofnbraut um Hlíðarfót eins og upphaflega stóð til.

Það er mikill ábyrgðarhluti að Alþingi skuli enn þráskallast við grjótharða Hringbrautarklöppina, einkum vinstri menn og þegar svo margar nýjar upplýsingar liggja fyrir um mikið betra staðarval og hagkvæmnisútreikninga upp á tugi ef ekki hundruð milljarða króna. Enn meiri ábyrgð er að vilja ekki ræða málið og að stjórnendur svari ekki gagnrýni og vilji rökræða málin á opinberum vettvangi. Um dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar er hér að ræða. Verkefni sem dæmi er um erlendis geti klárast auðveldlega með undirbúningstíma á 7-8 árum á opnum og hagkvæmum stað og þannig fyrr en nú áætlað við Hringbraut. Að örum kosti og í besta falli bráðabirgðalausn og sem verður minnisvarði skipulagsklúðurs 21. aldarinnar. Heilbrigðiskerfið á þetta ekki skilið eftir allt sem á undan er gengið sl. áratug og þegar peningar loks virðast til.  Heimaskítsmát Alþings þá gegn þjóðinni varðandi þjóðargjöfina stóru til okkar allra.   Gleðilegt sumar

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn