Það eru ekki allar fréttir jafn ömurlegar þessa daganna. Það var að minnsta kosti gleðilegt að fá staðfestingu á því um helgina að hefja ætti bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum barna sem fædd eru 2011. Helst hefði auðvitað átt að bjóða öllum börnum til 3 ára aldurs bólusetninguna ókeypis, til að ná upp sem fyrst hjarðónæmi gegn […]
„Nei“-ið varð ofan á, því miður. Eins og mig grunaði að gæti orðið raunin og síðasta vonin slokknaði. Þegar horfði ég í augu frosksins míns í gærkvöldi. Hvernig og af hverju gátum við hvorugur svarað. Vinur minn í 10 ár sem lifað hefur allan sinn tíma með gullfiskunum og dafnað í sínu verndaða umhverfi. Vistkerfi, […]
Framundan eru mikilvægar kosningar sem því miður sumir hafa notfært sér til að koma höggi á þá ríkisstjórn sem tók við brunarústum eftir hrunið. Ríkisstjórn sem hefur reynt að gera sitt besta og verið trúverðug, þótt hægt hafi gengið á mörgum sviðum enda ekki við öðru að búast, slíkur var vandinn. Og auðvitað hefur hún […]
Það fer þó aldrei svo að það verði afgangur á IceSave uppgjörinu ef meira fæst við sölu fyrirtækja í Bretlandi svo sem Iceland Foods verslunarkeðjunnar. Fyrirtæki sem ber nafn okkar sem ætlar þegar allt kemur til alls e.t.v. að bjarga okkur úr snörunni. En það er verra ef búið verður að hengja sökudólginn þegar til […]
Í dag, 7. apríl er alþjóðadagur Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem tileinkar daginn í ár baráttunni gegn sýklalyfjaónæminu og óskynsamlegri notkun sýklalyfja. Heilbrigðisógn sem stofnunin telur með þeim mestu í heiminum. Sennilega ættum við Íslendingar að halda meira upp á daginn en nágranaþjóðirnar og reyndar tileinka heilan mánuð, aprílmánuð ár hvert árvekninni, ekki veitir af. Ekki síst úti […]
Ekkert er meira rætt þessa daganna en kosningarnar á laugardaginn. Já eða Nei. Úrslit sem geta skipt þjóðina afskaplega miklu máli. Jafnvel hvort búandi verði hér á landi við nútímaleg lífkjör á allra næstu árum. Réttlætiskennd og þjóðarstolt blandast þó inn í umræðuna og sitt sýnist hverjum. Þrátt fyrir allan undirbúninginn og umræðuna síðastliðna mánuði virðast tilfinningarnar ætla […]
Vegna umræðu minnar í síðasta pistli um áhrif stress og streitu og viðbragða, m.a. viðtals við mig Í Bítið í morgun finnst mér rétt að taka saman umræðuna sem hefur verið um þessi og tengd mál hér á blogginu mínu. Vonandi einhverjum til betri glöggvunar og skilnings á vandamálinu. Á tímanum sem við nú lifum þegar við vitum jafnvel ekki […]
Mikið hefur verið rætt um það hvað við getum gert til að bæta heilsu okkar og líðan, ekki síst á krepputímum þegar tengsl líkama og sálar eru aldrei nátengdari. Ekki síst þar sem í nútíma þjóðfélagi má tengja flesta sjúkdóma við stress. Skortur á tíma og mikið álag má segja að sé faraldur 21. aldar […]
Síðasti mánuður, mars 2011 hefur verið með afbrigðum viðburðarríkur. Helst ber að nefna fréttir af hörmungunum í Japan þar sem talið er að allt að 30.000 manns hafi farist og eignartjón þar gríðarlegt. Heimsfréttir sem snerta okkur bæði beint og óbeint. Kjarnorkuógn í ofanálag sem virðist engan enda ætla að taka og mikil óvissa á margan hátt um varanlegar afleiðingar fyrir jafnvel […]
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka […]