Nú nálgast 17. júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga og visst stjórnleysi ríkir í höfuðborginni. Því verður manni hugsað til sögunnar. Eins hef ég alltaf haft dálæti á íslenska fánanum og ungur lærði ég að umgangast hann af mikilli virðingu hjá skátunum. Síðar fékk ég stundum af flagga á hátíðisdögum hjá afa mínum. Mig hefur reyndar alltaf langað til […]
Fá hugtök hafa jafn jákvæða merkingu og „fyrramálið“ enda vísar það til nýs dags með öllum þeim möguleikum og væntingum sem nýr dagur hefur upp á að bjóða. Í fyrramálið er maður væntanlega upplagður og úthvíldur. Fullur orku til að takast á við vandamál dagsins. Góðar ákvarðanir ru best teknar að morgni. En fyrst þarf […]
Í gærkveldi fór ég í minn venjulega göngutúr með hundana mína. Það sem var e.t.v frábrugðið því venjulega var að veðrið var einstaklega gott. Kvöldsólin í vestri yfir Snæfellsnesinu og það grillti í tunglið yfir Úlfarsfellinu. Blankalogn og sól á heiði en klukkan samt tveimur tímum fyrir miðnætti. Mikil óveðursblika hefur verið í lofti í […]
Það er ekki laust við að maður fyllist ákveðinni svartsýni og kvíða á þessum svarta föstudegi þegar yfir okkur rignir eldi og brennisteini og sem nú nálgast sjálft höfuðborgarsvæðið. Sumir hafa þurft að yfirgefa húsin sín á suðurlandi sl. vikur, ekki síst undir Eyjafjöllum. Mikill fjöldi húsa og íbúða standa hins vegar yfirgefin og tóm þessa daganna […]
Mikil öskumengun eins og íbúar í Vík í Mýrdal og öðrum stöðum undir Eyjafjallajökli og Vestur-Skaftafelssýslu mega nú þola getur breytt degi í nótt auk þess að geta valdið miklum búsifjum. Landlæknisembættið hefur gefið út ráðleggingar varðandi hugsanlegt heilsutjón sem kann að hljótast af öskumengun sem leggst ílla í öndunarfærin og augun. Auk þess getur […]
Það hefur lengi blundað í mér að koma orðum að því og lýsa hvernig manni líður í og eftir hafa verið viðstaddur jarðarför ættingja, vins eða samferðarmanns. Undanfarið hefur þessi tilfinning ,eða réttara sagt hughrif, sótt meira og meira á mig, einkum hvað samferðarmennina varðar. Það er ekki vegna þunglyndis heldur dapurleika þess hvernig komið er fyrir þjóðfélagi sem ég átt […]
Mjög einkennilegs tóns gætir nú hjá bloggurum eyjunnar og reyndar þjóðarsálinni. Pólitísk upplausn og vantrú. Stjórnmálaforustunni í dag virðist ekki ætla að takast það ætlunarverk sitt að blása til nýrrar sóknar. Nú er af fullri alvöru rætt um sjálfsprottið stjórnlagaþing og nýja stjórnaskrá. Að eiga sér ekki rætur er eitthvað sem fæstir Íslendingar kannast við. Við […]
Loks grillir í bólusetningu gegn algengasta heilsumeini barna á Íslandi, miðeyrnabólgunni. En að mörgu þarf að hyggja þar sem aðeins er verið að tala um bólusetningu gegn alvarlegustu meinvöldunum og meðhöndlun miðeyrnabólgu þarf að vera miklu markvissari en hún hefur verið hingað til. Flestir foreldrar kannast við þann vanda sem fylgir því að eiga eyrnaveikt barn. Ætla má að um […]
Í gamla daga byggði ég oft með syni mínum úr Legó-kubbum. Fyrst voru hlutirnir sem við byggðum einfaldir en eftir nokkur ár voru byggð heilu þorpin, jafnvel með flugvelli og öllu. Lögreglustöðin og slökkviliðsstöðin gleymdust aldrei. Bankar voru yfirleitt ekki byggðir. Oft voru húsin eða þorpin byggð upp aftur og betrumbætt. Með vaxandi aldri fóru hlutirnir samt að […]
Ég hlustaði á athyglisvert viðtal við Dr. Huldu Þórisdóttur, félagssálfræðing í mannlegri hegðun í gær, í Kastljósþætti RÚV. Þar var fjallað um hugsanlegar skýringar á því sem gerðist fyrir hrun og sem reyndar var komið inn á í siðferðiskafla Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hjarðhegðun var mikil hjá einsleitinni og fámennri þjóð sem auk þess var stoltust allra Evrópuþjóða. Það var […]