Það er margs að minnast frá sl. ári í opinberri umræðu og sem kemur upp í hugann þegar nálgast áramótin. Margt hefur verið skrifað um áður, annað ekki. Tvennt stendur upp úr að mínu mati. Heimsmyndin mín breytist reyndar með hverju árinu sem líður, sennilega mest tengt hækkandi aldri. Mér finnst viska ráðamanna hins vegar […]
Sú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði mála. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í […]
Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]
Þessi orð eru fræg tilvitnun úr ræðu JFK forseta Bandaríkjanna í Vestur-Berlín fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan (1963), rúmu ári eftir að Rússar byggðu Berlínarmúrinn til að aðskilja vesturpart Berlín frá austurhlutanum. Í Kalda stríðinu svokallaða til að koma í veg fyrir flóttamannastraum til vestursins og frelsisins. Orð gegn kúgun, lokuðum og einangruðum samfélögum. […]
Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum […]
Umræða um mögulega nýja staðsetningu á nýjum Landspítala en við Hringbraut, er nú talin ógna sjúklingaöryggi landans ef marka má fjölmiðlaumræðu stærstu fjölmiðlanna og tafir verði á áætlaðri uppbyggingu við Hringbraut. Reyndar afar hægt og aðeins með byggingu sjúkrahótels í stað legudeilda sem mest vantar fyrstu 2 árin, en síðan með byggingu svokallaðs meðferðakjarna eftir 2-3 […]
Þróunin í heilbrigðisþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu er að stöðugt eykst þörf á bráðaþjónustu fyrir lýðheilsusjúkdóma og smærri slys á sjálfu háskólasjúkrahúsinu, í stað hefðbundinnar heilsugæsluþjónustu á heilusgæslustöðvunum og sem allar aðrar þjóðir leggja höfuðáherslu á. Álagið í dag er allt að áttfalt miðað við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum og eykst stöðugt. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er að hruni komin og þótt […]
Gríðarleg aukning hefur orðið í að ungt fólk fái sér húðflúr hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og sem nálgast að fjórði hver fullorðinn einstaklingur sé með húðfúr ef marka má erlendar kannanir. Ætla má að tíðnin sé allt að 80% meðal ungs fólks auk þess sem húðflúrin ná yfir […]
Allt snýst um peninga er einhvers staðar sagt og vissulega á það aldrei betur við en þegar reynt er að snúa tölum á haus til að fá sitt fram gegn betri vitund og sem nú á sér stað með dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar, Nýjan Landspítala við Hringbraut og ég hef oft skrifað um áður. Þegar beita […]
Allt virðist stefna í framkvæmdir á Nýjum Landspítala við Hringbraut, ákvörðun stjórnvalda sem vægast sagt hefur verið mikið gagnrýnd að undanförnu m.a. af Samtökum um Betri spítala á betri stað (SBSBS). Aðeins er beðið um endurskoðun á staðarvalinu áður en sjálfar framkvæmdirnar hefjast á næstu vikum. Að öll nauðsynleg matsgöng á ákvörðuninni liggi skýr fyrir en sem ekki […]