Það er alltaf eitthvað sérstakt á döfinni þegar maður klæðist hvítri skyrtu. Tandurhreinni og stífstraujaðri. Tími eftirvæntinga og gleðilegra stunda, en stundum líka sorglegra, meðal kvenna, karla og barna. Þegar við viljum sýna okkar bestu hliðar. Undanfarna mánuði finnst mér hins vegar margir hafa klæðast hvítum skyrtum af tilefnislausu. Þar sem óeining og óánægjan ríkir og hver höndin er uppi á […]
Nú er búið að vera lengi kalt, þurrt og frost flesta daga. „Frýs í æðum blóð“. Nálgumst háveturinn og mesta skammdegið. Allt sem hefur áhrif á líðan okkar, ekki síst skapið. En líka húðina, einkum barna. Þegar húðin þornar í réttu hlutfalli við lækkandi rakastig sem oft er ansi lágt í kuldanum. Þegar í stað gulu sólarinnar, […]
Tvennt er líkt með íshöllum á Íslandi og Kauphöllinni. Þær byggjast á ákveðinni draumsýn í kulda og bráðna þegar sagan er öll. Reyndar má segja svipaða sögu með uppbyggingu alls fjármálalífs hér á landi sl. áratugi, sem var eins og slæm draumsýn sem endaði illa. Og þeir sem urðu ríkir, gerðu það gjarnan á kostnað þeirra sem urðu fátækari. En […]
Á hverjum degi fylgist ég með ógnarþungum flutningabílum með stóra tengivagna á leið, til og frá bænum, á Vesturlandsveginum gegnum þéttbýliskjarnann í Mosfellsbæ og þar sem oft er lítið slegið af hraðanum, enda bílstjórarnir sjálfsagt bæði öryggir og góðir, en stundum þreyttir og syfjaðir eftir langan og erfiðan akstur. Á jafnvel einnar akreina vegakafla í hvora átt milli hringtorga, […]
Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum tilfellum sjúkdómarnir eru nátengdir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri […]
Ný rannsókn sem birtist í síðasta mánuði í Injury Prevention og sem fjallað er um í dag á MedScape sýnir að neysla svokallaðra orkudrykkja og sem nýlega hefur verið til umræðu hér á landi vegna mikillar sölu, eykur á ofbeldishneigð ekkert síður en áfengi. Rannsóknin var gerð í Boston árið 2008 og leitað var upplýsinga frá 2725 menntaskólanemum. Svarhlutfallið […]
Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1993 tileinkað þriðja sunnudag nóvembermánaðar minningu fórnarlamba umferðarslysa. Að því tilefni vill starfshópur innanríkisráðuneytisins um aðgerðir í umferðaröryggismálum hvetja landsmenn til að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan 11:00 í dag, sunnudaginn 20. nóvember. Alls látast um 20 einstaklingar í umferðarslysum á ári, á Íslandi. Flestir í blóma lífsins. […]
Undanfarið hefur verið mikið deild um lítinn torfkofa, Þorláksbúð, sem verið er að endurreisa á gömlum rústum og í anda forfeðranna. Á sama tíma og margir kirkjunnar menn andmæla molbúahættinum og staðsetningunni, koma nú sumir fram með hugmyndir um stórkostleg byggingaráform um endurreisn gömlu miðaldadómkirkjunnar í Skálholti. Sem á að hafa verið ein stærsta sinnar tegundar í gjörvallri Evrópu […]
Í mörg ár hefur verið boðið upp á bólusetningu gegn pneumókokkum (Streptococcus pneumoniae) fyrir eldra fólk (>60 ára) á 10 ára fresti og fyrir sjúklinga með alvarlega lungnasjúkdóma og ónæmisgalla (5-10 ára fresti). Tilgangurinn er að fækka þeim sem sýkjast af alvarlegum pneumókokkasýkingum, ekki síst alvarlegum lungnabólgum, blóðsýkingum og heilahimnubólgum af völdum þessarra stofna. Yfir 90 stofnar eru […]
Vegna umræðu í síðasta pistli um mikla svefnlyfjanotkun landans, endurbirti ég pistil minn um svefninn frá því í vor, „Svefnvandi þjóðarinnar“ með smá breytingum og staðfæringum. Nú er orðið ansi dimmt meiri hluta sólarhringsins og oft sést vel til tunglsins sem er að vissu leiti tákngerfingur svefns og rósemdar. Einnig drauma og dulúðar sem hugann nærir og gerir […]