Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 07.04 2011 - 11:41

Til hamingju með daginn, Íslendingar!

Í dag, 7. apríl er alþjóðadagur Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem tileinkar daginn í ár baráttunni gegn sýklalyfjaónæminu og óskynsamlegri notkun sýklalyfja. Heilbrigðisógn sem stofnunin telur með þeim mestu í heiminum. Sennilega ættum við Íslendingar að halda meira upp á daginn en nágranaþjóðirnar og reyndar tileinka heilan mánuð, aprílmánuð ár hvert árvekninni, ekki veitir af. Ekki síst úti […]

Miðvikudagur 06.04 2011 - 21:41

Skugginn af sjálfum mér

Ekkert er meira rætt þessa daganna en kosningarnar á laugardaginn. Já eða Nei. Úrslit sem geta skipt þjóðina afskaplega miklu máli. Jafnvel hvort búandi verði hér á landi við nútímaleg lífkjör á allra næstu árum. Réttlætiskennd og þjóðarstolt blandast þó inn í umræðuna og sitt sýnist hverjum. Þrátt fyrir allan undirbúninginn og umræðuna síðastliðna mánuði virðast tilfinningarnar ætla […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 11:02

Danir nota líka hjólahjálma

Töluverð umræða var hér á blogginu og í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum síðan um hvort lögleiða eigi notkun hjólahjálma fyrir fullorðna eins og börn eða ekki. Hluti hjólreiðarmanna og jafnvel félagasamtök sem þeir skipa, hefur hins vegar barist einharðlega gegn slíkri lögleiðingu sem þeir telja forræðishyggju og skapa gerviöryggi í umferðinni. Bílstjórar taki jafnvel minna […]

Mánudagur 04.04 2011 - 14:04

Of mikill hraði í þjóðfélagsbreytingum á Íslandi eða erum við bara ofvirk og of trúlaus þjóð?

Vegna umræðu minnar í síðasta pistli um áhrif stress og streitu og viðbragða, m.a. viðtals við mig Í Bítið í morgun finnst mér rétt að taka saman umræðuna sem hefur verið um þessi og tengd mál hér á blogginu mínu. Vonandi einhverjum til betri glöggvunar og skilnings á vandamálinu. Á tímanum sem við nú lifum þegar við vitum jafnvel ekki […]

Sunnudagur 03.04 2011 - 11:08

Áhrif streitu á heilsu barnanna okkar

Mikið hefur verið rætt um það hvað við getum gert til að bæta heilsu okkar og líðan, ekki síst á krepputímum þegar tengsl líkama og sálar eru aldrei nátengdari. Ekki síst þar sem í nútíma þjóðfélagi má tengja flesta sjúkdóma við stress. Skortur á tíma og mikið álag má segja að sé faraldur 21. aldar […]

Föstudagur 01.04 2011 - 13:25

Að loknum mars

Síðasti mánuður, mars 2011 hefur verið með afbrigðum viðburðarríkur. Helst ber að nefna fréttir af hörmungunum í Japan þar sem talið er að allt að 30.000 manns hafi farist og eignartjón þar gríðarlegt. Heimsfréttir sem snerta okkur bæði beint og óbeint. Kjarnorkuógn í ofanálag sem virðist engan enda ætla að taka og mikil óvissa á margan hátt um varanlegar afleiðingar fyrir jafnvel […]

Fimmtudagur 31.03 2011 - 22:47

Að kveða burt leiðindin, það getur hún.

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Hún hefir sagt mér að vakna og vinna og vonglaður taka […]

Þriðjudagur 29.03 2011 - 22:42

Brothætt stjórnsýsla

Í góðærinu töldum við Íslendingar að okkur væru allir vegir færir. Við ofmátum verðleika okkar heldur betur og eftirleikinn þekkja flestir. Miklu meira var að baki því sem afvega fór en rannsóknarskýrsla Alþingis sagði ein til um. Á flestum sviðum þjóðlífsins í dag má sjá hvað hefði mátt fara betur ef skynsamlega hefði verið að málum […]

Mánudagur 28.03 2011 - 22:39

Grátandi drengur

Hver kannast ekki við þessa mynd af grátandi dreng sem einhvern veginn virðist ekki vera dæmigerður Íslendingur? Birtingarmynd sem er ósönn en hangir samt uppi á vegg á mörgum íslenskum heimilum, eða að gerði að minnsta kosti. Ekki einu sinni augu drengsins gráta þótt listamanninum hafi tekist vel að mála gervitár á fallega vanga hans. Mynd sem var seld […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 22:30

Víti til varnaðar

Flestir kannast við frásögnina af plágunum sjö sem sagt var frá í Gamla testamentinu sem var vegna reiði Guðs. Á Íslandi höfum við sem betur fer verið að mestu laus við alvarlegar plágur síðan í upphafi 15 aldar þegar svarti dauði gekk yfir. Orðið pest í seinni tíð er einmitt dregin af þessari plágu en […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn