Það er margt sameiginlegt með umræðunni í dag og myglunni. Hún lyktar illa og það getur verið erfitt að greina skemmdu eplin í körfunni nema taka þau öll upp og skoða þau vel og vandlega. Ef til vill kemur myglufnykurinn samt annars staðar frá, jafnvel að utan. Sjálfur tel ég mig næman að finna myglulykt, ekki síst þegar […]
Nú er flensutími og mikið um kvefpestir og jafnvel inflúensur. Margir leita allra ráða til að láta sér batna fyrr og sumir naga sig nú í handarbökin að hafa ekki látið bólusetja sig við svínaflensunni. Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli verið leitað lausna á ýmsum líkamlegum kvillum svo sem pestum ýmisskonar með hráefnum sem koma beint frá […]
Við búum í landi öfga, elds og ísa. Sannkölluðum hulduheim og margir eins og undir álögum. Ég er enda aðeins hjátrúarfullur, hvernig ætti annað að vera. Vísindin ráða auðvitað miklu um hvernig ég vinn dags daglega sem heimilislæknir, en ekki sem maður. Þar kemur reynslan oft að meira gagni. Og vísindin vita því miður oft svo mikið um lítið. Lífið sjálft er oft stærsti skólinn […]
Í vikunni var greint á mbl.is frá fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur til velferðarráðherra, Guðbjartar Hannessonar, um hvað margir heimilislæknar starfi á landinu, í hversu mörgum stöðugildum og hvað vanti marga lækna til að fylla í stöðugildin? Fyrirspurnin var ágæt og svaraði hann því þannig til að miðað við laus stöðugildi vanti 26 heimilislækna. En ef til vill hefði mátt […]
Fyrir rúmlega 10 árum síðan sótti ég og félagar mínir um styrk í Rannsóknarsjóð Íslands (RANNÍS) (áður Rannsóknarráð Íslands-Vísindasjóður) og sem sætti sjálfur rannsókn nýlega sem stofnun vegna gruns um hlutdrægni í úthlutunum. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við úthlutanir á styrkjunum og mælist nú til þess að sjóðurinn fái erlenda aðila til að sitja í fagráðum sem ákveða hvert styrkirnir fara í […]
Um helgina þegar ég mætti til vinnu á Bráðamóttökunni snemma á sunnudagsmorgni var nýfallinn snjór yfir öllu, blankalogn og þrestirnir sungu af lífsins krafti í morgunkyrrðinni, í fyrsta skipti á þessu vori. Vorið kemur þá eftir allt saman. Undir nýföllnum snjónum var samt freðin jörð og það brakaði hressilega í frosnum pollunum undir. Einhvern veginn […]
Til umræðu hefur verið mikið vinnuálag lækna sem farið er að segja til sín með andlegri vanlíðan, kvíða og þunglyndi. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn sem gerð var á andlegri líðan lækna og vinnuumhverfi þeirra sem nýlega var kynnt. Nú er svo komið, sem lengi hefur verið spáð, að ekki fást lengur læknar til […]
Í kvöldfréttum RÚV í gær var sagt frá nýju hitamælingatæki sem er mjög nákvæmt og segir til um hvenær kona á frjósemisaldri sé frjó. Talar konan sem vitnað var í að aðferðin sé 99.3% örugg og megi því eins nota í stað getnaðarvarnar þegar ljósið er rautt. P-pillan er algengasta getnaðarvörnin á markaðnum í heiminum […]
Það er áhugavert að velta fyrir sér breytingum á íslensku þjóðfélagi á einni öld. Í Kastljósþætti á mánudaginn var sagt frá einum fyrsta atvinnuljósmyndara landsins, Bárði Sigurðssyni sem tók flestar sínar myndir í Þingeyjarsýslunni í byrjun síðustu aldar. Ómetanlegar myndir sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu sem m.a. sýndu háa heimilismenningu á Íslandi í upphafi 20. […]
Hvort skyldi vera verðmætara á Íslandi, efnið eða andinn, veraldagæðin eða mannauðurinn? Svar við spurningunni um líf og dauða fer þó varla á milli mála. Ég er heimilislæknir og starfa líka sem sérfræðingur á Slysa- og bráðamóttöku LSH, 4-5 vaktir í mánuði á kvöldin og um helgar. Ég er með 16 ára sérnám í læknisfræði […]