Færslur fyrir flokkinn ‘heilbrigðismál’

Þriðjudagur 17.05 2016 - 15:56

Á annað þúsund misalvarleg reiðhjólaslys á ári

Á þessum tíma árs byrja reiðhjólaslysin að streyma inn á Bráðamóttöku LSH. Greinileg aukning hefur orðið á tíðni þessara slysa milli ára og þar sem fullorðnir eiga ekkert síður í hlut en börnin. Fólk sem hjólar þá gjarnan í vinnuna eða er að keppa við sjálft sig eða aðra á göngu/hjólastígum borgarinnar. Eins eftir slys […]

Fimmtudagur 28.04 2016 - 16:46

Nýr bráðabirgða BLSH við Hringbraut fyrir yfir 100 milljarða króna !?

Nú allt í einu virðist vera kominn annar tónn í stjórnsýsluna um framkvæmdir á Hringbrautarlóð. Ætli menn þar á bæ séu eitthvað farnir að vitkast í málinu eftir alla umræðuna? Nú  er farið að ræða um þjóðarsjúkrahúsið okkar við Hringbraut eigi bara að verða einhver tímabundin redding, en þá jafnvel fyrir meiri pening en kostar […]

Miðvikudagur 20.04 2016 - 19:10

Heimaskítsmát Alþingis í Nýja Landspítalamálinu við Hringbraut

Umræðan um ósk þjóðarinnar á betri staðsetningu Nýja Landspítalans hefur ekki farið framhjá neinum og sem endurteknar skoðanakannanir hafa sýnt sl. ár. Greinileg almenn samstaða er um að ný staðarvalsathugun verð gerð sem fyrst og áður en framkvæmdir hefjast við sjálfan meðferðarkjarnann, en sem dregist hefur von úr viti vegna fyrri ákvörðunar mikils meirihluta Alþings […]

Laugardagur 16.04 2016 - 14:29

Frá Stórubólu til Zika – ágrip blóðvatnslækinga og bólusetninga á Íslandi

    Fátt er sameiginlegt með þessum sóttum nema að þær eru báðar alvarlegar veirusýkingar hjá mönnum. Sú fyrri með hárri dánartíðni og dæmigerðum útvortis bólum og sárum, en sú síðari með flóknari smitsjúkdómsmynd og fósturskaða. Stórabólan tilheyrir fortíðinni og sem er nánast búið að útrýma, þökk sé tilkomu bóluefnis fyrir meira en tveimur öldum, […]

Mánudagur 11.04 2016 - 23:15

Kálfanes á Ströndum

Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]

Laugardagur 19.03 2016 - 09:36

Áfengi í „vörubúðum og gesthúsum“

Nú liggur fyrir að kjósa eigi um frumvarp stjórnarþingmanna á Alþingi um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og blómabúðum. Af því tilefni endurbirti ég hér ársgamlan pistil um efnið í þeirri veiku von að stjórnmálamenn sem hyggjast greiða frumvarpinu atkvæði sitt vitkist aðeins og horfi líka til Íslandssögunnar. Áfengisbölið er þegar mikið í þjóðfélaginu, oft […]

Mánudagur 07.03 2016 - 12:02

Ef aðstæður leyfðu við Nýja Landspítalan við Hringbraut

Gestainnlegg frá Ásgeiri Snæ Vilhjálmssyni, lækni á Herlev í Kaupmannahöfn og Helsingborg í Svíþjóð). Alþingi virðist ætla að hengslast á endurskoðun á fyrri ákvörðun á byggingaframkvæmdum Nýja Landspítalans á gömlu og þröngu Hringbrautarlóðinni (heildarnýbyggingamagn upp á um 81.000 fermetra). Sjálfur meðferðakjarninn er áætlaður um 60.000 fermetrar (áætlaður byggingarkostnaður um 35 milljarðar samkvæmt nýlegri KPMG endurskoðunarskýrslu). Í […]

Föstudagur 04.03 2016 - 09:14

Heilagri en sjálfur páfinn í forvörnum gegn reyktóbaki

Samkvæmt nýjustu tölum reykja enn 10% fullorðinna á Íslandi og sem sennilega má teljast harðasti kjarninn. Töluverð umræða hefur verið um rafretturnar og sitt sýnist hverjum um þær þótt rannsóknir sýni að ekkert auðveldi tóbaksreykingamanneskjunni jafn auðveldlega að hætta reykingum og þær. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir hefur skrifað töluvert um þær á Vísi að undanförnu og þar […]

Föstudagur 19.02 2016 - 13:22

Kolsvört á höndunum og kolsvört í framan- Umhverfisvæn Reykjavíkurborg!

  Ofannefnd orð eru höfð eftir Frey Hermannssyni, faðir drengs sem æfir fótbolta á gervigrasvelli borgarinnar vegna dekkjakurlsins og fram kom í í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Foreldrar hafa nú stofnað samtök fyrir baráttu sinni, „Nýjan völl án tafar. Öll dekkjakurl til grafar„. REACH reglugerðin sem vitnað var í í fréttinni, hefur það meginmarkmið að vernda heilsu manna og […]

Fimmtudagur 18.02 2016 - 20:23

Verstu martraðirnar II

Í tilefni af umræðu dagsins um frjálsan innflutning á hráu kjöti erlendis frá til landsins í kjöflar nýlegs EFTA dómsúrskurðar þar að lútandi að ósk innflytjenda, síðasta pistli sem og nýlegu viðtali við mig í Bændablaðinu um mikla áhættu á m.a. útbreiðslu sýklalyfjaónæmra klasakokka (svokallaða samfélagsmósa) í flóru landsmanna og nýlegu viðtali í sama balði við […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn