Birti hér ritstjórnargrein mína í nýjasta hefti Læknablaðsins, febrúar 2016, Betur má ef duga skal, ásamt tveimur nýjum skýringarmyndum. Ónauðsynleg sýklalyfjanotkun er talin eiga stærstu sök í hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi meðal helstu sýkingavalda mannsins. Það er því mat Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) að eitt af veigamestu verkefnum heilbrigðiskerfa heims sé að taka á þessum vanda (1). […]
Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi hrukku sennilega margir við á landinu góða og fréttir bárust af meintum svikum og hættulegum vinnubrögðum ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Paolo þessi framkvæmdi fyrstu plastbarkaaðgerðina með meintri stofnfrumígræðslu í heiminum árið 2011 á erlendum nema við HÍ, Andemariam Teklesenbet Beyene og sendur var frá […]
Nú er Alþingi loks komið aftur saman eftir langt jólafrí til að ræða mikilvægustu málefni þjóðfélagsins. Á sama tíma hefur Kári Stefánsson, læknir stofnað til undirskriftarlista, endurreisn.is sem hátt í 20.000 manns hafa þegar skrifað undir á tæpum sólarhring og þar sem skorað er á alþingi að auka fjárframlög sem hluta þjóðartekna til fjársvelts heilbrigðiskerfisins um […]
Á árinu 2015 greindust 1718 tilfelli af klamydíu sem er sennilega heimsmet miðað við íbúafjölda. Þá greindust 37 tilfelli af lekanda og er mjög mikil aukning á sl. 2 árum og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum Landlæknis. Flestir kynsjúkdómarnir fara hins vegar huldu höfði þótt að allt að fjórðungur kvenna um tvítugt hafi einhvern kynsjúkdóm. Fyrir öld […]
Í tilefni af Læknadögum 2016 í næstu viku og þegar kastljósi fjölmiðlanna verður loks beint að því nýjasta í heimi læknisfræðinnar hér á landi, sem og vegna umræðu um neikvætt hlutverk almannatengla í sjálfstæðri fréttaumfjöllun, tengt einkahagsmunum og pólítík, rifja ég nú upp erindi sem ég flutti á læknadögum á síðasta ári og sem sennilega á […]
Margir líta fram hjá þeim megin þáttum í heilbrigðisþjónustunni sem styrkt getur hvað best heilbrigði þjóðarinnar. Ekkert síður fjölmiðlarnir og sem eru mest uppteknir af tískukúrum hverskonar sem selja. Hlutfallslega fer mest af fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins í þá þætti sem minnstu máli skipta í heildarmyndinni. Heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litið og þar […]
Það er margs að minnast frá sl. ári í opinberri umræðu og sem kemur upp í hugann þegar nálgast áramótin. Margt hefur verið skrifað um áður, annað ekki. Tvennt stendur upp úr að mínu mati. Heimsmyndin mín breytist reyndar með hverju árinu sem líður, sennilega mest tengt hækkandi aldri. Mér finnst viska ráðamanna hins vegar […]
Sú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði mála. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í […]
Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]
Nú eftir helgina hefst heimsráðstefna í París um loftlagsmál framtíðarinnar, mengunina í lofthjúpnum og vaxandi hlýnun jarðar. Stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið og ekki að tilefnislausu. Lagt er á ráðin með spár um gróðurhúsaáhrif og minnkun súrefnismettun jarðar, bráðnun jökla meðal annars á Íslandi og hættu á hamfaraflóðum í framtíðinni. Hvenær skildi […]