Um daginn ætlaði ég að kaupa jarðaber fyrir konuna mína til að skreyta afmælistertu. Sex jarðarber í bakka kostuð 800 kr. Ég lét þau eiga sig og konan sleppti að skreyta marenskökuna en sem því miður jafnframt dró þá úr hollustu hennar og fegurð. Rétt og gott mataræði er einn mikilvægasti þátturinn í að viðhalda góðri heilsu. Þarna […]
Nú á 250 ára afmæli Landlæknisembættisins sem haldið var upp á í gær, er rétt að minnast á það brautryðjendastarf sem það var, að gera læknisþjónustuna í fytsta skipti aðgengilega á Íslandi. Fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson læknir tók til starfa 1760 og var jafnframt eini læknirinn á landinu til að byrja með. Læknisfræðin var auðvitað frumstæð […]
Þunglyndi og kvíði fullorðinna hefur einnig verið mikið til umræðu eins og hjá börnum, ekki síst síðustu misseri tengt fjárhagsáhyggjum hverskonar. Oft er um að ræða tvær hliðar af sama vandamáli og þá stundum kallað kvíðaþunglyndi. Aðrir geta verið með afmarkaðri kvíðavandamál, t.d. fælni. Fyrir utan þjóðfélagsleg úrræði sem nú er loks að glytta í hefur læknisfræðin upp á ýmislegt að […]
Í dag, á degi Reykjavíkurborgar í baráttunni gegn einelti, „dagur án eineltis“ erum við enn og aftur mynnt á gríðarlega algeng vandamál sem sérstaklega tengist börnunum okkar og ungmennum sem oft eru ansi afskipt. Áður hefur verið fjallað um hér á bloginu um aðstæður barna hér á landi tengt kreppunni sérstaklega. Vandamálin og kreppan geta auðvitað […]
Vaxandi sýklalyfjaónæmi helsta sýkingarvalds barna, pneumókokksins, hefur leitt til vaxandi vandamála í meðhöndlun alvarlegra miðeyrnabólgusýkinga og innlagna á sjúkrahús hér á landi. Þetta vandamál er aðallega tilkomið vegna ofnotkunar sýklalyfjanna hér á landi um árabil. Gleymum því ekki að flest börn fá eyrnabólgur á fyrstu aldursárunum og sum oft auk þess sem eyrnabólgurnar eru algengasta ástæða […]
Í gær var hinn árlegi Heimilislæknadagur sem er fræðadagur Félags íslenskra heimilislækna (FÍH). Heimilislæknir er í dag gjarnan nefndur heilsugæslulæknir en heilsugæslulækningar er lögvernduð sérgrein eins og aðrar sérgreinalækningar á Íslandi. Í ár var mestum tíma varið í að ræða verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu og hlutverk heilsugæslunnar í þátíð, nútíð og framtíð sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins sem […]
Sl. daga hefur endurtekið verið fjallað um ágæti brjóstastækkana á Stöð2, í þættinum, Ísland í dag. Það fyrsta sem mér datt í hug er ég sá fyrri þáttinn var auglýsingagildið fyrir slíkar aðgerðir. Því er áhugavert að setja þessa umræðu líka í samband við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem nú er mikið til umræðu. Þessar „lækningar“ hafa […]
Gjörhygli (gjörathygli á líkamann) eða „mindfulness“ er meðferð sem á ættir sínar að rekja til búddisma og sem sálfræðingar og geðlæknar nota mikið þessa daganna ásamt hugrænni atferlismeðferð til lækninga á kvíða og þunglyndi. Að veita augnablikinu óskipta athygli og njóta tilfinningaáhrifanna í jákvæðum hughrifum er galdurinn. Til dæmis má finna kyrrðina og heyra dropahljóðið í myndinni […]
Ávísanir á sýklalyf til barna hafa minnkað um allt að 15% í aldurshópnum 0-4 ára árið 2009 og eru það góð tíðindi eins og fram kemur í nýjum Farsóttafréttum hjá Landlæknisembættinu. Eins sýklalyfjanotkunin almennt eða um 5% en hún er samt hærri en fyrir 4 árum (sjá myndir hér að neðan). Sóttvarnarlæknir virðist nokkuð ánægður eins og fram kemur […]
Á tímum mikils sparnaðar í ríkisútgjöldum hafa jafnvel vaknað upp þær hugmyndir að leggja megi grunnþjónustu heilsugæslunnar niður t.d. á kvöldin og um helgar. Svo má allavega skilja þegar vaktir heilsugæslunnar á Suðurnesjum eru til umræðu en vaktir eru óaðskiljanlegur hluti heilsugæsluþjónustunnar. Reyndar held ég að þar sé verið að tefla fram peði til að […]