Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Föstudagur 03.01 2020 - 20:17

Tímamótin á Ströndum

Mikil umræða hefur verið á árinu um brothætta byggð í Árneshreppi á Ströndum. Eins um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði í næsta nágrenni og sem sumir telja að geti tryggt varanlega búsetu í Árneshreppi. Ég hef fengið tækifæri sem “höfuðborgarbarn” og “tíðan gest í héraði” og afleysingalæknir á Ströndum til tveggja áratuga, að leggja persónulegt […]

Föstudagur 01.11 2019 - 10:40

Eitthvað til að læra af? Staðarval þjóðarspítalans á Hringbraut.

Varla líður sá dagur að ég velti ekki fyrir mér hvað réð eiginlega för hjá ráðamönnum upp úr aldarmótunum síðustu og þegar svo lokaákvörðunin var tekin á Alþingi 2014 að nýi þjóðarspítalinn skildi reistur á Hringbrautarlóðinni. Allir vildu góðan nýjan þjóðarspítala enda sá gamli að úreldast og starfsemin komin í ótal byggingar um allt höfuðborgarsvæðið. […]

Sunnudagur 08.09 2019 - 19:28

Ekkert brothætt á Ströndum

Það var skemmtileg tilviljun að ég fór í sunnudagsgöngutúr á Strákatanga í Hveravík á Ströndum, rétt nýbúinn að lesa bókina hans Kim Leine Spámennina í Botnleysufirði sem gerist seint á 18 öld og reyndar hálfnaður með Rauður maður, svartur maður sem gerist á svipuðum slóðum hálfri öld áður, í nýlendum Dana á suðurhluta Grænlands. Þar […]

Miðvikudagur 03.04 2019 - 15:56

Hinn brostni lífskjarasamningur þjóðarinnar

Við Íslendingar höfum búið við ótrúlegt heilbrigðisöryggi sl. áratugi. Aðgengi verið nokkuð gott að heilbrigðisþjónustu hverskonar og nýjum lyfjum. En það eru blikur á lofti. Í dag erum við farin að sjá merki um hvers kyns oflækningar og kraftaverkalyfin, sýklalyfin, sem jók meðalaldur mannsins um meira en áratug fyrir rúmlega hálfri öld, eru notuð til […]

Sunnudagur 17.03 2019 - 01:15

Mikilvægi frystingar til að takmarka sem mest smithættu sýklalyfjaónæmra baktería með erlendu kjöti til landsins.

Mikils misskilnings virðist gæta á gagnsemi frystingar á hráu kjöti erlendis frá og sem fjölmiðlarnir vilja ekki ræða, sennilega til að styggja ekki Samtök verslunarinnar og til að ógna ekki auglýsingatekjum. Frysting heftir vöxt örveira og drepur jafnvel sumar og sem kæling gerir aðeins takmarkað. Það sem er meira um vert að fryst kjöt lekur […]

Þriðjudagur 22.01 2019 - 14:19

Heilsuvernd fyrir lífið

Grein sem á enn betur við í dag en þegar hún var skrifuð fyrir 4 árum í tilefni 75 ára afmælis SÍBS og sem ég nú endurbirti í tilefni Læknadaga 2019 og 100 ára afmælis Læknafélags Íslands sem er að ljúka. – Þegar hins vegar allskyns heilsukúrar tröllríða yfir þjóðina, yfirálag plagar 2/3 hluta lækna […]

Sunnudagur 23.12 2018 - 11:55

Íslendingasagan lifandi á Ströndum

Sennilega má segja að ég sé í lúxus aðstöðu sem höfuðborgarbúi og starfsmaður á einum annasamasta vinnustað landsins, bráðadeild LSH, að geta skroppið í aðra náskilda en miklu rólegri vinnu, nokkrar vikur í senn, norður á Strandir. Burt frá öllu ráðaleysinu og skipulagsmistökunum. Fengið um leið að njóta þess besta sem slíkir staðir hafa upp […]

Mánudagur 17.12 2018 - 21:32

Jólabaggarnir frá Hólmavík

Það var heldur betur skemmtileg og óvænt upplifun að koma til Hólmavíkur fyrir helgina og sjá yfirhlaðna bryggjubakkana, af stórum hvítum heyböggum og sem gaf bænum alveg nýjan og hátíðlegan svip í anda jólanna. Fleiri þúsund heybakkar, nokkur hundruð tonn alls og sem bíða nú flutningaskips frá Noregi sem væntanlegt er á föstudaginn. Hreinasta jólaskraut í […]

Föstudagur 12.10 2018 - 18:47

Allar bjargir bannaðar?

  Raunveruleg ný hættuvá er komin upp gagnvart lýðheilsunni á Íslandi og mögulega nýjum dýrasmitsjúkdómum sem berast munu til landsins með fersku innflutti kjöti frá Evrópu. Með markmiðum Samtaka verslunarinnar á Íslandi, vegna gróðasjónarmiða en undir formerkjum neytendhagsmuna og „neytendaverndar“, en viðspyrnuleysi Ríkisstjórnar Íslands. Vegna markaðsákvæða ESB landa og EFTA dómstóllinn úrskurðaði sl. vetur að […]

Fimmtudagur 20.09 2018 - 18:25

Hjólaslysin og samgönguöryggið í borginni

Góð hreyfing er heilsunni jafn nauðsynleg og góð næring og svefn. Hjólreiðar eru vissulega góð hreyfing og sannarlega góð fyrir líkama og sál í flestum tilvikum. Hjólreiðar eins og þær eru stundaðar á höfuðborgarsvæðinu í dag eru engu að síður ein áhættumesta frístundin sem þú getur valið og um leið óöruggasti samgöngumátinn sé litið til […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn