Færslur fyrir flokkinn ‘Lífstíll’

Fimmtudagur 17.03 2011 - 16:40

Vesalingarnir

Vesalingarnir (Les Misérebles) er  skáldsaga eftir rithöfundinn Victor Hugo sem gerist á tímum frönsku borgarastyrjaldarinnar á 19 öld og lýsir mjög vel mannlegum tilfinningum, stjórnleysi og baráttu fyrir frelsinu. Sagan fjallar öðru fremur af munaðarlausum og öðrum sem áttu  undir högg að sækja á viðsjárverðum tímum. Vesalingarnir kom mér í hug þegar ég heyrði fréttir dagsins […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 13:02

Mottumarsinn, líka fyrir viðkvæma

Marsmánuður er fyrirboði vorsins. Sól hækkar hratt á lofti og við njótum útiverunnar meir en á köldum og dimmum vetrarmánuðunum á undan. Við gleðjumst í hjartanu og hlökkum til sumarsins. Staðreyndir sem breyta samt ekki lífins gangi hjá okkur strákunum og sem erum hvort sem er oftast glaðir. Við tökum allir þátt í mottumarsinum á […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 12:51

Brestir og vonir

Barátta árstíðanna stendur nú yfir og í gær lá vorið í loftinu, og andvarinn bæði kaldur og hlýr í senn. Klakaböndin slitnuðu í móunum á heiðinni minni og margir lækir urðu til, þar þeir undir öðrum kringumstæðum áttu alls ekki heima. Drulluslettur komu á buxnaskálmarnar sem eru kunnuglegar frá því gamla daga, þegar maður var lítill drengur og […]

Mánudagur 14.03 2011 - 13:02

Vanmetnar tölur vegna hjólaslysa barna

Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]

Laugardagur 12.03 2011 - 12:34

Flug og fall, á hjóli

Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]

Sunnudagur 06.03 2011 - 10:17

Sjávarkjallarinn

Í vikunni fór ég út að borða með konunni minni af sérstöku tilefni. Fyrir valinu varð veitingarstaður sem mig hefur lengi langað til að heimsækja og sem heitir Sjávarkjallarinn. Ástæðan var ekki sú að ég væri góðkunnugur í Geysishúsinu í gamla daga, þegar ég var eins og grár Vesturbæjarköttur að reyna að selja fréttablöð eða […]

Fimmtudagur 03.03 2011 - 08:42

Sporin í snjónum

Í vikunni gekk ég upp á heiði sem klædd var að mestu dúnhvítum snjó sem var svo vinsamlegur að koma aftur nú í vetrarlokin. Engin spor eða neitt sem minnti á nýlegar mannaferðir. Aftur var ég aleinn og fótsporin mín mörkuðu landslagið svo ekki var hjá því komist að veita þeim athygli á bakaleiðinni. Og það var […]

Föstudagur 25.02 2011 - 12:11

Eggin brotna þegar þau detta!

Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðugrein „Í labbitúr með hjálm?“ eftir hinn ágæta pistlahöfund, stærðfræðinginn Pawel Bartoszek sem samt hefur ekki alveg áttað sig á einu auðskiljanlegasta lögmáli náttúrunnar sem kennt er við eðlisfræðinginn Newton og er um samspil aðdráttarafls jarðar, þyngdar og fallhraða og við lærðum um í barnaskólanum í gamla daga. Að minnsta kosti virðist […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 13:20

Lömbin þagna

Ég hef alltaf litið upp til sauðkindarinnar, ekki síst forystusauðanna og litið á þá sem sanna Íslendinga, í dýraríkinu. Ekki síst ólátaseggina sem leita í kletta og láta ekki segjast eða bara vegrollurnar sem telja grasið alltaf betra hinum megin við veginn. Ekki má gleyma fjallalömbunum sem mergsogið hafa íslenska náttúru. Sauðkindin á þannig ótrúlega mikla samsvörun með okkur Íslandingum og […]

Mánudagur 21.02 2011 - 12:51

Vara ber við ofskömmtun á sínki

Nú er flensutími og mikið um kvefpestir og jafnvel inflúensur. Margir leita allra ráða til að láta sér batna fyrr og sumir naga sig nú í handarbökin að hafa ekki látið bólusetja sig við svínaflensunni. Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli verið leitað lausna á ýmsum líkamlegum kvillum svo sem pestum ýmisskonar með hráefnum sem koma beint frá […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn