Vegan umræðu um að hjálmar séu ekki nauðsynlegir við hjólreiðar er rétt að benda aftur á grein eftir Einar Magnús Magnússon fulltrúa hjá Umferðarstofu í Fréttablaðinu um helgina og þá sérstaklega á tölur (mynd) frá Rannsóknanefnd umferðarslysa sem nær aðeins til slysa sem tilkynnt voru til lögreglu. Flest slys vegna barna sem detta á hjóli eru þarna ekki meðtalin […]
Það er margt furðulegt í heiminum og eftir því sem maður verður eldri, því gáttaðri verður maður oft á dægurumræðunni. Málefnin dagsins hafa líka legið mis hátt undanfarið en fátt toppar umræðu sem hefur verið gegn lögleiðingu almennrar notkunar höfuðhjálma á hjólum. Ekki síður málflutning þeirra sem ná að tengja lögin við verri lýðheilsu og sem hefti áhuga […]
Í vikunni gekk ég upp á heiði sem klædd var að mestu dúnhvítum snjó sem var svo vinsamlegur að koma aftur nú í vetrarlokin. Engin spor eða neitt sem minnti á nýlegar mannaferðir. Aftur var ég aleinn og fótsporin mín mörkuðu landslagið svo ekki var hjá því komist að veita þeim athygli á bakaleiðinni. Og það var […]
Í Fréttablaðinu í morgun er heilsíðugrein „Í labbitúr með hjálm?“ eftir hinn ágæta pistlahöfund, stærðfræðinginn Pawel Bartoszek sem samt hefur ekki alveg áttað sig á einu auðskiljanlegasta lögmáli náttúrunnar sem kennt er við eðlisfræðinginn Newton og er um samspil aðdráttarafls jarðar, þyngdar og fallhraða og við lærðum um í barnaskólanum í gamla daga. Að minnsta kosti virðist […]
Ég hef alltaf litið upp til sauðkindarinnar, ekki síst forystusauðanna og litið á þá sem sanna Íslendinga, í dýraríkinu. Ekki síst ólátaseggina sem leita í kletta og láta ekki segjast eða bara vegrollurnar sem telja grasið alltaf betra hinum megin við veginn. Ekki má gleyma fjallalömbunum sem mergsogið hafa íslenska náttúru. Sauðkindin á þannig ótrúlega mikla samsvörun með okkur Íslandingum og […]
Um helgina þegar ég mætti til vinnu á Bráðamóttökunni snemma á sunnudagsmorgni var nýfallinn snjór yfir öllu, blankalogn og þrestirnir sungu af lífsins krafti í morgunkyrrðinni, í fyrsta skipti á þessu vori. Vorið kemur þá eftir allt saman. Undir nýföllnum snjónum var samt freðin jörð og það brakaði hressilega í frosnum pollunum undir. Einhvern veginn […]
Á jólunum er við hæfi að koma með smá hugvekju enda fæðist þá jólabarnið í manni og maður lítur öðrum augum á umhverfið. Boðskapur jólanna er svo sem alltaf skýr enda hugsum við þá meira hvert um annað. Lífið er þó ekki alltaf gefið og hver og einn er sinn gæfu smiður að vissu marki. Við getum líka öll lagt ýmislegt að mörkum […]
Sitt sýnist hverjum um friðarsúlu Lennons í Viðey. Nýlega skrifaði ég pistil sem ég tileinkaði minningu John Lennons sem hefði orðið 70 ára á þessu ári, hefði hann lifað. Í dag eru heil 30 ár frá því hann var myrtur í New York og það er eins og það gæti hafa gerst í gær. Bítlarnir og […]
Í framhaldi af síðustu færslu minni um gluggann okkar verð ég að sýna ykkur þessa mynd frá Langjökli. Í raun ganga öll vísindi mest út á að finna orsakir og samband á milli hluta til að við getum lært af niðurstöðunum og þróað okkar samfélag betur. Þannig er hægt að rannsaka allskonar tengsl milli athafna […]
Í gærkvöldi var minnst á lífsfyllingu hér á eyjublogginu hjá Jónu Ingibjörgu. Stórfengleg ferð á suðurpólinn var sérstaklega tilnefnd. Ekkert síður allur undirbúningurinn og áhugamálið en ferðin sjálf. Eitthvað sem gæfi lífinu lit þegar skyldum sleppir. Eða eitthvað annað þarna á milli, eins og kom upp í hugann hjá mér í gærkvöldi. Ferð á dimmri nóttu […]