Oft gleymum við því að við getum sýnt fyrirhyggju í lífinu og gert varúðarráðstafanir til að forðast skakkaföll. Margir bíta samt bara í skjaldarrendurnar og bjóða framtíðinni birginn eins og sönnum víkingum sæmir. Þetta þekkjum við Íslendingar vel sem og afleiðingarnar. Nú er byrjað að bólusetja gegn árlegri Inflúensu á flestum heilsugæslustöðvum og stærri vinnustöðum sem talin […]
Við ræktum garðana okkar. Við höldum húsunum okkar við og pössum upp á smyrja bílinn reglulega og fara með hann í skoðun á hverju ári. Allt slétt og fellt á yfirborðinu. Ekkert vantar síðan upp á heilbrigði og fegurð móður náttúru þar sem við búum eins og meðfylgjandi mynd frá Breiðafirði sýnir. Hreint land með […]
Nú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness […]
Bílar og umferðin skiptir okkur nútímamanninn miklu máli, ekki síst á Íslandi þar sem oft er ekki hægt að treysta á annan ferðamáta nú orðið. Áður var það hesturinn sem var þarfasti þjónninn og ferðalaganna var örugglega vel notið. Nú er það bíllinn okkar með jafnvel nokkur hundruð hestöfl og umferðaröryggið skiptir mestu máli, enda […]
Fáar plöntur hafa gefið manni jafn mikið í aðra hönd og peningagrasið eða lokasjóður sem svo heitir réttu nafni og stendur nú í hvað mestum blóma. Plantan er merkileg lækningajurt sem vex víðast í graslendi á landinu og er afar sérstök að mörgu leiti sem rétt er að gefa sérstakan gaum í dag, enda tilheyrir hún hinni sönnu gömlu og góðu íslensku […]
Nú á að vera tími uppgjöra í þjóðfélaginu eftir skellinn mikla, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Íslendingar ganga samt á sama tíma til undirbúningsviðræðna um Evrópusambandsaðild. „Sterka Ísland- þjóð meðal þjóða“ eru m.a. einkunnarorð sem heyrst hafa og sem er tileinkað viðræðunum. Tvö megin sjónarmið eru uppi. Gamla góða Ísland eða land með löndum tækifæranna. […]
Í gærkveldi fór ég í minn venjulega göngutúr með hundana mína. Það sem var e.t.v frábrugðið því venjulega var að veðrið var einstaklega gott. Kvöldsólin í vestri yfir Snæfellsnesinu og það grillti í tunglið yfir Úlfarsfellinu. Blankalogn og sól á heiði en klukkan samt tveimur tímum fyrir miðnætti. Mikil óveðursblika hefur verið í lofti í […]
Mikil öskumengun eins og íbúar í Vík í Mýrdal og öðrum stöðum undir Eyjafjallajökli og Vestur-Skaftafelssýslu mega nú þola getur breytt degi í nótt auk þess að geta valdið miklum búsifjum. Landlæknisembættið hefur gefið út ráðleggingar varðandi hugsanlegt heilsutjón sem kann að hljótast af öskumengun sem leggst ílla í öndunarfærin og augun. Auk þess getur […]
Það veit á gott á sumar þegar það frýs saman við vetur eins og gerðist í nótt. Náttúran hefur ekki brugðist okkur í vetur og sýnt allar sínar hliðar. Við fáum allan skalann og þurfum ekki að kvarta, en sem komið er a.m.k.. E.t.v. er það þess vegna sem við leyfum okkur svo margt, eins […]
Ótrúlega lítið hefur verið rætt um hvað nýju gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eiga að heita. Sumir vilja bíða og vilja sjá hversu stórt gosfjallið verður að lokum. Stungið hefur verið upp á heitinu Skjaldborg sem mér finnst gott nafn og nafn við hæfi á miklum tímamótum í Íslandssögunni. Fátt hefur verið meira rætt sl. misseri en hvernig […]