Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]
Í ferð okkar hjóna sl. sumar til norðausturhluta Tyrklands og sem ég hef greint frá í fyrri pistlum, upplifði ég og íslenska samferðafólkið ekki bara tignarlegt landslag, stundum ótrúlega líkt því sem við þekkjum á Íslandi, heldur vítt bil í mannkynssögunni. Þúsund ár gátu skilið á milli einstakra staða, og þar sem fornminjarnar og byggingar […]
„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Árið hefur verið viðburðaríkt eins og vænta mátti, ekki síst miðað við allt sem á undan er gengið. Við heldur aldrei nær því að ganga í Evrópusambandið og margt augljósara nú en fyrir ári síðan. Við erum líka nær því að vera […]
Margir velta nú fyrir sér merkingu fyrirgefningarinnar. Ekki síst þegar sá kallar eftir henni sem oftast telur sig veita hana. Þjóðkirkjan sjálf meðal þjóðarinnar. Kirkja sem hefur ekki aðeins brotið niður traust fórnarlamba kynferðisofbeldis innan veggja hennar um árabil heldur nú líka gagnvart flestum sóknarbörnum sínum. Öllum þeim sem fylgst hafa með atburðarrásinni síðastliðin ár í sinni góðu […]
Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að heyra sögunna alla, leyndustu leyndarmál sem því miður fá allt of oft að liggja niðri. Þegar fólk er hreinlega efins að sannleikurinn þoli dagsljósið. Ein slík saga sem sögð var í gærkvöldi skiptir þó mig og þúsundir annarra Íslendinga afskaplega miklu máli. Ekki síst þar […]
Fá blóm eru mér jafn minnisstæð og gleym-mér-ei, eins og nafnið ber auðvitað með sér, þar sem nafnið var líka hulið dulúð og yfirnáttúrulegum krafti í huga lítils barns í sveit. Blómið sem hægt var að líma á barminn og átti aldrei að gleyma manni, um leið og maður óskaði sér einhvers. Ekkert ósvipað og […]
Nú um hásumarið er fuglalífið í algleymingi. Eins og nýr heimur úti í móa og ný vídd til að njóta. Öll hljóðin og söngurinn sem litast af gleðinni, en líka baráttu lífsins. Allt hljóð og líf sem fær mann til að hugsa hlutina aðeins öðruvísi. Áður en allt verður þögult aftur á löngum vetrarnóttum. Það er […]
Kyrrðin getur verið algjör, oftast friðsæl en stundum þrúgandi. Á veturna í froststillum, einstök, þegar norðurljósin leika sinn dans en tunglið situr á bak við, þögult og brúnaþungt. Þar sem þögnin á heima. Nema þegar vindurinn blæs og það hvín í hríslunum í kirkjugarðinum á heiðinni. Öðruvísi þögn og angurvær. Þegar við viljum hlusta en heyrum samt […]
Vegna umræðu minnar í síðasta pistli um áhrif stress og streitu og viðbragða, m.a. viðtals við mig Í Bítið í morgun finnst mér rétt að taka saman umræðuna sem hefur verið um þessi og tengd mál hér á blogginu mínu. Vonandi einhverjum til betri glöggvunar og skilnings á vandamálinu. Á tímanum sem við nú lifum þegar við vitum jafnvel ekki […]
Áramót eru alltaf sérstök. Þá renna saman minningar af atburðum sem allir verða að horfast í augun við öðru hvoru, áföllum og sorgum. Ár sem hlýtur að hafa verið okkur öllum eftirminnilegt á einhvern hátt, og sem vekur upp væntingar þess sem koma skal og söknuð þess sem aldrei getur komið aftur. Áramótin er líka tími loforða um að gera […]