Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]
Nú eftir helgina hefst heimsráðstefna í París um loftlagsmál framtíðarinnar, mengunina í lofthjúpnum og vaxandi hlýnun jarðar. Stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið og ekki að tilefnislausu. Lagt er á ráðin með spár um gróðurhúsaáhrif og minnkun súrefnismettun jarðar, bráðnun jökla meðal annars á Íslandi og hættu á hamfaraflóðum í framtíðinni. Hvenær skildi […]
Þessi orð eru fræg tilvitnun úr ræðu JFK forseta Bandaríkjanna í Vestur-Berlín fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan (1963), rúmu ári eftir að Rússar byggðu Berlínarmúrinn til að aðskilja vesturpart Berlín frá austurhlutanum. Í Kalda stríðinu svokallaða til að koma í veg fyrir flóttamannastraum til vestursins og frelsisins. Orð gegn kúgun, lokuðum og einangruðum samfélögum. […]
Þyrluaðflug mun alltaf verða varhugavert yfir lágreista spítalaþorpinu í Þingholtunum og þar sem ekki verður nein aðstaða til neyðarlendingar á opnum svæðum. Þyrlupallurinn (helipad) sem hefur verið hannaður þar m.t.t. öryggis er fyrir miklu fullkomnari þyrlur en við eigum í dag, svokallaðar 3 mótora þyrlur (hönnunarþyrlan í undirbúningsskýrslunni), kosta auk þess mikið meira og eru […]
Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum […]
Umræða um mögulega nýja staðsetningu á nýjum Landspítala en við Hringbraut, er nú talin ógna sjúklingaöryggi landans ef marka má fjölmiðlaumræðu stærstu fjölmiðlanna og tafir verði á áætlaðri uppbyggingu við Hringbraut. Reyndar afar hægt og aðeins með byggingu sjúkrahótels í stað legudeilda sem mest vantar fyrstu 2 árin, en síðan með byggingu svokallaðs meðferðakjarna eftir 2-3 […]
Þróunin í heilbrigðisþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu er að stöðugt eykst þörf á bráðaþjónustu fyrir lýðheilsusjúkdóma og smærri slys á sjálfu háskólasjúkrahúsinu, í stað hefðbundinnar heilsugæsluþjónustu á heilusgæslustöðvunum og sem allar aðrar þjóðir leggja höfuðáherslu á. Álagið í dag er allt að áttfalt miðað við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum og eykst stöðugt. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er að hruni komin og þótt […]
Gríðarleg aukning hefur orðið í að ungt fólk fái sér húðflúr hér á landi eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og sem nálgast að fjórði hver fullorðinn einstaklingur sé með húðfúr ef marka má erlendar kannanir. Ætla má að tíðnin sé allt að 80% meðal ungs fólks auk þess sem húðflúrin ná yfir […]
Allt snýst um peninga er einhvers staðar sagt og vissulega á það aldrei betur við en þegar reynt er að snúa tölum á haus til að fá sitt fram gegn betri vitund og sem nú á sér stað með dýrustu ríkisframkvæmd sögunnar, Nýjan Landspítala við Hringbraut og ég hef oft skrifað um áður. Þegar beita […]
Allt virðist stefna í framkvæmdir á Nýjum Landspítala við Hringbraut, ákvörðun stjórnvalda sem vægast sagt hefur verið mikið gagnrýnd að undanförnu m.a. af Samtökum um Betri spítala á betri stað (SBSBS). Aðeins er beðið um endurskoðun á staðarvalinu áður en sjálfar framkvæmdirnar hefjast á næstu vikum. Að öll nauðsynleg matsgöng á ákvörðuninni liggi skýr fyrir en sem ekki […]