Margir líta fram hjá þeim megin þáttum í heilbrigðisþjónustunni sem styrkt getur hvað best heilbrigði þjóðarinnar. Ekkert síður fjölmiðlarnir og sem eru mest uppteknir af tískukúrum hverskonar sem selja. Hlutfallslega fer mest af fjármagni til reksturs heilbrigðiskerfisins í þá þætti sem minnstu máli skipta í heildarmyndinni. Heilbrigði þjóðarinnar til lengri tíma litið og þar […]
Það er margs að minnast frá sl. ári í opinberri umræðu og sem kemur upp í hugann þegar nálgast áramótin. Margt hefur verið skrifað um áður, annað ekki. Tvennt stendur upp úr að mínu mati. Heimsmyndin mín breytist reyndar með hverju árinu sem líður, sennilega mest tengt hækkandi aldri. Mér finnst viska ráðamanna hins vegar […]
Sú var tíðin að lítið var fjallað um heilbrigðismál á opinberum vettvangi. Ríkið hafði forræðið og almenn sátt var um forgangsröðun og jafnræði mála. Í seinni tíð er hins vegar mikið fjallað um óréttlæti og ójöfnuð, sérstaklega þegar kemur að réttindum sjúklinga og öryrkja. Misjafnt aðgengi réttlætt út frá tómum ríkiskassa, en samt nú í […]
Það er allt að verða vitlaust út af „litlum“ 400-800 milljónum sem bráðvantar upp á rekstur LSH. Lagðar eru til 30 milljónir til að greina vandann, meðal annars í vanáætlun fjárlaganna sjálfra vegna kjarasamninga á árinu. Svo stefna megi að aukinni hagræðingu eins og það heitir og þegar raunverulega vantar tæpa 3 milljarða í reksturinn! […]
Nú eftir helgina hefst heimsráðstefna í París um loftlagsmál framtíðarinnar, mengunina í lofthjúpnum og vaxandi hlýnun jarðar. Stærsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin hefur verið og ekki að tilefnislausu. Lagt er á ráðin með spár um gróðurhúsaáhrif og minnkun súrefnismettun jarðar, bráðnun jökla meðal annars á Íslandi og hættu á hamfaraflóðum í framtíðinni. Hvenær skildi […]
Þessi orð eru fræg tilvitnun úr ræðu JFK forseta Bandaríkjanna í Vestur-Berlín fyrir rétt rúmri hálfri öld síðan (1963), rúmu ári eftir að Rússar byggðu Berlínarmúrinn til að aðskilja vesturpart Berlín frá austurhlutanum. Í Kalda stríðinu svokallaða til að koma í veg fyrir flóttamannastraum til vestursins og frelsisins. Orð gegn kúgun, lokuðum og einangruðum samfélögum. […]
Þyrluaðflug mun alltaf verða varhugavert yfir lágreista spítalaþorpinu í Þingholtunum og þar sem ekki verður nein aðstaða til neyðarlendingar á opnum svæðum. Þyrlupallurinn (helipad) sem hefur verið hannaður þar m.t.t. öryggis er fyrir miklu fullkomnari þyrlur en við eigum í dag, svokallaðar 3 mótora þyrlur (hönnunarþyrlan í undirbúningsskýrslunni), kosta auk þess mikið meira og eru […]
Í Læknablaðinu fyrir ári er rakin saga eins af hápunktum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi með byggingu Sjúkrahús Reykjavíkur (Borgarspítalans), 1968 og nútímalega þjónustu sárvantaði. Enn í dag má sjá og skynja andann sem ríkti á fyrstu árum spítalans í gamla anddyrinu. Marmarastyttur sem minna á sögu læknisfræðinnar til áminningar fyrir gesti og gangandi. Meðal annars af sjálfum […]
Umræða um mögulega nýja staðsetningu á nýjum Landspítala en við Hringbraut, er nú talin ógna sjúklingaöryggi landans ef marka má fjölmiðlaumræðu stærstu fjölmiðlanna og tafir verði á áætlaðri uppbyggingu við Hringbraut. Reyndar afar hægt og aðeins með byggingu sjúkrahótels í stað legudeilda sem mest vantar fyrstu 2 árin, en síðan með byggingu svokallaðs meðferðakjarna eftir 2-3 […]
Þróunin í heilbrigðisþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu er að stöðugt eykst þörf á bráðaþjónustu fyrir lýðheilsusjúkdóma og smærri slys á sjálfu háskólasjúkrahúsinu, í stað hefðbundinnar heilsugæsluþjónustu á heilusgæslustöðvunum og sem allar aðrar þjóðir leggja höfuðáherslu á. Álagið í dag er allt að áttfalt miðað við það sem þekkist hjá nágrannaþjóðunum og eykst stöðugt. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu er að hruni komin og þótt […]