Eftir nokkuð langt starf í heilsugæslu og víðar í heilbrigðisþjónustunni hef ég náð að kynnast þjóðinni frá ólíkum landshornum nokkuð náið á annan hátt. Kynnst aðeins samnefnara í hinni íslensku sál ef svo má segja, en einnig mörgum ólíkum sérkennum og eiginleikum. Oft dugnaði, nægjusemi og æðruleysi, en líka því þveröfuga og öfgafulla. Ekkert síður þó […]
HPV veiran (Human Papilloma Virus) veldur ekki bara kynfæravörtum (condylomata acuminata) sem eru mjög algengar meðal ungs fólks hér á landi, heldur líka flöguþekjukrabbameini að undangengnum forstigsbreytingum í leghálsi þúsunda kvenna á ári hverju, auk hratt vaxandi nýgengi flöguþekjukrabbameina í munnholi og við endaþarm hjá báðum kynjum um heim allan. Krabbamein sem í dag má fyrirbyggja að miklu leiti með betri […]
Seint eiga áramót eftir að verða mér minnisstæðari og þessi sem nú eru að líða. Eftir foráttu norðanbyl á Ströndum í lok ársins þar sem ég stóð læknavaktina og hugsaði stöðugt um óveðrið og hverjar afleiðingarnar gætu orðið í mannheimum. Eins um fjölskyldu mína fjær og von á sumum í heimsóknum. Þegar öll tæknin brast […]
Um jól og áramót hugsar maður meira en aðra daga um frið og ró. Lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvað hefði mátt betur fara og að hverju skuli stefnt að á nýju ári. Þetta á jafnt við um manns eigið líf og samfélagsmálin í heild, ekki síst hér heima. Hátíðarnar eru þannig […]
Það er í raun ógjörningur fyrir mig að ætla að feta í fótspor listmálaranna og túlka með myndum sjónarspili birtunnar á Ströndum nú á miðjum vetri um áramót. Ég vil samt reyna það á annan hátt. Með lítilli ljósmynd og orðum um hugáhrifin sem náttúran vekur og sem kallar fram endurminningar sem allskonar ljósaspil ásamt sólinni […]
Ég er heilsugæslulæknir og vinn hjá ríkinu. Að mörgu leiti líkar mér vel þar og finnst að þar eigi ég heima með minn starfsvettvang, þrátt fyrir ólgusjó og stefnuleysi opinbera stjórnvalda. Þetta hefur mér aldrei verið ljósara en einmitt í dag eftir næstum þriggja áratuga starf. Starf sem í sjálfu sér er sniðið að þörfum samfélagsins þar […]
Margoft hefur verið bent á óhemjumikið álag á vaktþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu sem jafnast á við þann fjölda sem sækir slíkar þjónustu í milljónaborgum erlendis. Mikil undirmönnun í heilsugæslunni á mörgum sviðum og niðurskurður í sjúkrahústengdri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins tel ég fyrst og fremst vera um að kenna. Vandinn í heilsugæslunni hefur varað í áratugi og aldrei verið […]
21. febrúar 1953 birtist þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Þá þegar var ofnotkun kraftaverkalyfsins penicillíns vandamál. Lyf sem ætlað var að bjarga fólki frá lífshættulegum bakteríusýkingum eins og lungnabólgu, en fólk var farið að taka við allskonar pestum, ekki síst inflúensu og sem síðar olli framgangi óvinveittra sýkla og munnbólgum en virkaði ekkert á inflúensuna sjálfa. Síðan hefur mikið vatn […]
Nú eru að nálgast þrjú ár síðan ég skrifaði pistil um frábæra kvöldstund á sjávarréttarveitingarstað eitt laugardagskvöldið þar sem allir sem komu að þjónustunni lögðu sig fram að gera kvöldið frábært fyrir okkur gestina og sem heppnaðist svo vel. Á veitingarstað þar sem við fengum að bragða það besta sem landið og miðin hafa upp […]
Önnur umræða og miklu alvarlegri um íhlutina en greint var frá í síðasta pistli, fór af stað erlendis í lok síðasta árs, en minna hér heima. Umræðan um PIP (Poly Implant Protheses) sílikon gervibrjóstin og sem síðan opinberaði miklu stærra vandamál um tíðni leka og hugsanlegra afleiðinga ísetninga gervibrjósta almennt. Til dæmis að í stað […]