Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 01.01 2013 - 12:27

Bjartari von á Ströndum

Seint eiga áramót eftir að verða mér minnisstæðari og þessi sem nú eru að líða. Eftir foráttu norðanbyl á Ströndum í lok ársins þar sem ég stóð læknavaktina og hugsaði stöðugt um óveðrið og hverjar afleiðingarnar gætu orðið í mannheimum. Eins um fjölskyldu mína fjær og von á sumum í heimsóknum. Þegar öll tæknin brast […]

Föstudagur 28.12 2012 - 15:39

Stríð og friður um áramótin

Um jól og áramót hugsar maður meira en aðra daga um frið og ró. Lítur yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvað hefði mátt betur fara og að hverju skuli stefnt að á nýju ári. Þetta á jafnt við um manns eigið líf og samfélagsmálin í heild, ekki síst hér heima. Hátíðarnar eru þannig […]

Miðvikudagur 26.12 2012 - 12:46

Skíman á Ströndum

Það er í raun ógjörningur fyrir mig að ætla að feta í fótspor listmálaranna og túlka með myndum sjónarspili birtunnar á Ströndum nú á miðjum vetri um áramót. Ég vil samt reyna það á annan hátt. Með lítilli ljósmynd og orðum um hugáhrifin sem náttúran vekur og sem kallar fram endurminningar sem allskonar ljósaspil ásamt sólinni […]

Föstudagur 14.12 2012 - 07:37

En hvernig heilsugæslu viljum við sjá þróast á höfuðborgarsvæðinu?

Ég er heilsugæslulæknir og vinn hjá ríkinu. Að mörgu leiti líkar mér vel þar og finnst að þar eigi ég heima með minn starfsvettvang, þrátt fyrir ólgusjó og stefnuleysi opinbera stjórnvalda. Þetta hefur mér aldrei verið ljósara en einmitt í dag eftir næstum þriggja áratuga starf. Starf sem í sjálfu sér er sniðið að þörfum samfélagsins þar […]

Fimmtudagur 06.12 2012 - 14:45

Bráðaþjónustuvandinn er kerfislægur

Margoft hefur verið bent á óhemjumikið álag á vaktþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu sem jafnast á við þann fjölda sem sækir slíkar þjónustu í milljónaborgum erlendis. Mikil undirmönnun í heilsugæslunni á mörgum sviðum og niðurskurður í sjúkrahústengdri þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins tel ég fyrst og fremst vera um að kenna. Vandinn í heilsugæslunni hefur varað í áratugi og aldrei verið […]

Mánudagur 03.12 2012 - 13:19

Sýnum smá fyrirhyggju og skynsemi

21. febrúar 1953 birtist þessi forsíðufrétt í Morgunblaðinu. Þá þegar var ofnotkun kraftaverkalyfsins penicillíns vandamál. Lyf sem ætlað var að bjarga fólki frá lífshættulegum bakteríusýkingum eins og lungnabólgu, en fólk var farið að taka við allskonar pestum, ekki síst inflúensu og sem síðar olli framgangi óvinveittra sýkla og munnbólgum en virkaði ekkert á inflúensuna sjálfa. Síðan hefur mikið vatn […]

Laugardagur 01.12 2012 - 17:42

RÚV og óupplýst fréttamiðlun

Nú eru að nálgast þrjú ár síðan ég skrifaði pistil um frábæra kvöldstund á sjávarréttarveitingarstað eitt laugardagskvöldið þar sem allir sem komu að þjónustunni lögðu sig fram að gera kvöldið frábært fyrir okkur gestina og sem heppnaðist svo vel. Á veitingarstað þar sem við fengum að bragða það besta sem landið og miðin hafa upp […]

Sunnudagur 25.11 2012 - 13:30

Íhlutun og íhlutir (seinni hluti) – persónuvernd og íslensku brjóstabobbingarnir,

Önnur umræða og miklu alvarlegri um íhlutina en greint var frá í síðasta pistli, fór af stað erlendis í lok síðasta árs, en minna hér heima. Umræðan um PIP (Poly Implant Protheses) sílikon gervibrjóstin  og sem síðan opinberaði miklu stærra vandamál um tíðni leka og hugsanlegra afleiðinga ísetninga gervibrjósta almennt. Til dæmis að í stað […]

Miðvikudagur 21.11 2012 - 19:48

Íhlutun og íhlutir (fyrri hluti)

Svo virðist sem sterk tengsl séu á milli félagslegs þrýstings, kynímyndarinnar, tísku og jafnvel klámvæðingu nútímans. Eins hvernig yngri kynslóðirnar vilja oft marka sína sérstöðu á ystu nöf, hvað sem um almenna skynsemi og hollustu má segja og við hin látum óátalið. Líka hlutir sem við tökum upp frá frumbyggjum í fjarlægum heimsálfum af hentisemi, en sem tengjast jafnvel ævafornri menningu […]

Mánudagur 19.11 2012 - 09:45

Öryggi, svo langt sem það nær..

Í dag er Umferðaþing þar sem umræða um umferðaöryggi er megin málið. Í gær var fórnarlamba umferðaslysanna hér á landi minnst á Bráðamóttöku LSH og sem eru allt of mörg. Ekkert öryggistæki er hjólreiðamönnum jafn mikilvægt og hjálmur á hausinn. Allt annað tengist síðan vel útbúnu hjóli og góðum aðstæðum í umferðinni sjálfri sem getur komið í […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn