Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Mánudagur 01.10 2012 - 10:17

Andlitsslæður og bros

Áður en farið er að rekja reynslusögur eftir göngur um fjallaþorp og Atlasfjallgarða í Marokkó, er rétt að átta sig örlítið betur á sögunni og einkennum þjóðarinnar sem þar býr. Sjötíuprósent eru Berbar sem hröktust undan Aröbum á tímum faróanna í Egyptalandi. Til fjalla í Atlasfjallgarðinum og til hrjóstugra landa þar í kring og þurrkar […]

Laugardagur 29.09 2012 - 17:14

Ilmur frá Norður-Afríku

Það er mikið ævintýri að koma til framandi lands og leggja nýja jörð undir fætur sér. Sérstaklega þegar menningin er mjög ólík því sem við eigum að venjast, gróður, dýralíf og veðurfar sömuleiðis. Þar sem þarfasti þjóninn er múlasninn sem skiptir sköpum í fjöllunum. Kaktusar og ilmandi ávaxtatré og kryddjurtir. Við hjónin heimsóttum Atlasfjölin í […]

Þriðjudagur 04.09 2012 - 13:33

Kreppan í kroppnum

Hvað gerist þegar sálin er brotin og langþreyttur líkaminn er búinn að fá meira en nóg? Þegar einskonar hrun verður innra með okkur og við fáum ekki alltaf skilið, en skiljum þó. Hver ertu duldi djöfull?, spyrjum við þá gjarnan okkur sjálf. Vefjagigt (fibromyalgia) er sállíkamlegur sjúkdómur í vöðvum, stoðkerfinu almennt og taugakerfinu, án vefrænnar eða […]

Fimmtudagur 30.08 2012 - 21:18

„Verðbólgan“ í apótekinu

Nýlega var mér bent á mikinn verðmun á lausasölulyfinu Voltaren geli og sem er ætlað til útvortis notkunar á undirliggjandi bólgur, hér á landi og í Danmörku. Túba (50 grömm) sem keypt var fyrir nokkrum dögum í Danmörku (m.a. með íslenskum leiðbeiningum) kostaði 758 ísl. kr (37 kr danskar), en sama túba hér á landi kostar 2.079 kr. Etthundraðgramma túba kostar hér […]

Mánudagur 27.08 2012 - 13:15

Hvíta efnið sem drepur

Mikið er rætt um offitu þessa daganna. Ofþyngd og offita í vestrænum ríkjum er mest vegna ofneyslu á sykri. Þar sem umframinntaka á brennsluefni leiðir til fitusöfnunar að lokum og til sykursýki. Sennilega er samt ekkert efni jafn algengt að valda ótímabærum dauða að lokum og sykurinn gerir í dag. Sé hans neytt í of miklu magni, […]

Fimmtudagur 23.08 2012 - 22:08

Húð, flúr, fár og skömm

Í dag er í tísku að ungt fólk fá sér húðflúr (tattoo), og reyndar alveg upp fyrir miðjan aldur. Heilu handleggirnir eru húðflúraðir í öllum regnbogans litum og munstrum. Jafnvel heilu bökin og bringurnar ásamt flestum öðrum viðkvæmari líkamspörtum. Mikil aukning hefur orðið í að fólk fái sér húðflúr hér á landi á síðustu árum, […]

Þriðjudagur 21.08 2012 - 11:04

Varúð, háþrýstingur!

Vegna umræðunnar um vægt hækkaðan blóðþrýsting og hvar meðferðamörkin nákvæmlega liggja og fram kom í viðtali við Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor við Heimilislæknisfræði HÍ í Fréttablaðinu í gær, vil ég fá að leggja nokkur orð í belg og vísa jafnframt í ársgamlan  pistil minn um efnið, Háþrýstingur og hættumörk. Rétt er samt að benda strax á, að ekki er ástæða […]

Föstudagur 17.08 2012 - 14:13

Stórir áfangar og lítil skref

Göngur á ókunnugum slóðum er mitt uppáhald, ekki síst til að geta séð landið frá nýjum og ólíkum sjónarhól. Þegar tindarnir á fjöllunum reynast upphafið að nýju ævintýri og heimurinn tekur á sig nýjar myndir. Ég man vel daginn 21. júlí 1969 þegar ég var í sveit og fréttir bárust um alla heimsbyggðina að Ameríkani […]

Föstudagur 03.08 2012 - 01:53

Í báðar áttir undir sumarsól

Oft þegar ég geng meðfram Vesturlandsveginum á fögrum sumardögum um helgar, verður mér hugsað um ferðafólkið á vegum landsins og umferðaröryggisins. Framhjá þjóta óteljandi bílar af öllum stærðum á skömmum tíma. Í mörgum bílanna er bara einn ökumaður en í öðrum heilu fjölskyldurnar sem eru á ferð á vit ævintýranna í fagurri íslenskri náttúru. Líka […]

Laugardagur 21.07 2012 - 18:58

Gömul sannindi eða ný um tóbakið?

Tóbaksreykingar er ein mesta heilbrigðisvá samtímans og sem veldur hvað flestum ótímabærum dauðsföllum í hinum vestræna heimi. Lungnakrabbamein og æðasjúkdómar eru þar efst á blaði en sem níkótínið eitt og sér er saklaust af að valda. Allur reykurinn og tjaran sem berst ofan í lungun og síðan um líkamann er megin skaðvaldurinn. Munntóbak (snus) sem framleitt […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn