Fátt er meira rætt um þessa daganna en Magma-málið. En einu sinni er hið opinbera að klúðra málum og ráðuneyti orkumála gjörsamlega sofandi yfir gjörningi sem bæði virðist hafa verið lögleysa í upphafi, strangt til tekið, og sem er að minnsta kosti siðlaus aðgerð gagnvart almenningi landsins. Sala á meirihluta auðlindar þjóðarinnar og blóði landsins á ákveðnum svæðum til […]
Mér hefur oft verið tíðrætt um sveitina mína þar sem ég bý nú og ekkert síður þá gömlu góðu í Hjaltadalnum í Skagafirði. En til er önnur veröld sem bauð upp á mikið frelsi og sem er ekki er í sveit sett en tilheyrir engu að síður ævintýralandi í huga barns sem þar ólst upp og mótaði huga þess […]
Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um mismunandi rekstrarform í heilbrigðiskerfinu. Sitt sýnist hverjum og menn vísa til kerfa vestan hafs og austan. Gamlar breytingar og nýjar. Einkareksturs og ríkisreksturs. Umræðunni er mest haldið á lofti af hagfræðingum og örðum með sérþekkingu í ríkisrekstri. Vil benda á tvö góð blogg hér á eyjunni sl. daga […]
Nú, enn einu sinni, er verið að kynna nýjar byggingartillögur á Landspítalalóðinni fyrir hið nýja sameinaða hátækni- og háskólasjúkrahús Landspítala við Hringbraut. Sem barn og við börn sín hefur maður farið í leikinn, Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Í sjálfu sér væri fátt við nýju tillögurnar að athuga ef […]
Mikil umræða hefur átt sér stað um nýjan landnema hér á landi, lúpínuna og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar í flóru landsins. Stofnanir og samtök hafa ólík sjónamið og menn skrifa lærðar greinar í blöðin og netmiðla og ýmist lofa hana eða hallmæla. Náttúrufræðistofnun er e.t.v. sú stofnun sem ætti að hafa mesta að […]
Nú á að vera tími uppgjöra í þjóðfélaginu eftir skellinn mikla, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Íslendingar ganga samt á sama tíma til undirbúningsviðræðna um Evrópusambandsaðild. „Sterka Ísland- þjóð meðal þjóða“ eru m.a. einkunnarorð sem heyrst hafa og sem er tileinkað viðræðunum. Tvö megin sjónarmið eru uppi. Gamla góða Ísland eða land með löndum tækifæranna. […]
„Myndin of dökk“ getur haft þrenna merkingu. Myndin er óskýr eins og á tölvuskjánum þegar birtan umhverfis er of mikil eða þá að mynd eins og ljósmynd sem fær ekki nóga lýsingu þegar hún er tekin og verður þannig dökk og óskýr á pappírnum. Í þriðja lagi getur mynd verið máluð dökk og drungleg sem […]
„hvernig ert þú í lit“, segir í frægum dægurlagatexta með Dúkkulísunum. Textinn er samt ekki svo voða gamall en höfðar til gömlu svart-hvítu kvikmyndanna, hetjudýrkunar og síðan hversdagsleikans eins og hann blasir við okkur. Nú er að nálgast mitt sumar, ég kominn í sumarfríið og litadýrðin í náttúrunni í hámarki. Hvað gefur lífinu meira lit […]
Það er með ólíkindum að í dag skuli vera auðveldara að fá þjónustu fyrir bílinn sinn en líkamann sinn. Eins er með ólíkindum að það skuli verða auðveldara að fá grunn heilbrigðisþjónustu á afskktustu stöðum landsins en í sjálfri höfuðborginni. Eins er með ólíkindum að almenningur skuli ekki vera farinn að gera kröfu um eðlilega […]
Þessa daganna er til umræðu hjá allsherjarnefnd alþingis að breyta íslensku fánalögunum og leyfa fánanum að blakta við hún allan sólarhringinn á sumrin, jafnvel alla daga og síðar jafnvel árið um kring. Flutningsmaður tillögunnar er Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður. En svo segir m.a. í tillögu til þingsályktunarinnar: „Flutningsmaður leggur til það svigrúm að hafa megi fánann uppi allan sólarhringinn yfir […]