Mánudagur 21.11.2011 - 17:34 - 6 ummæli

Björn Valur mælir styrk

Það er nokkrar leiðir til að túlka sigur Bjarna Ben í formannskjörinu um helgina. Andstæðingar flokksins reyna auðvitað að telja sér trú um að það að leggja afar sterkan frambjóðanda í lýðræðislegri kosningu sé ósigur.

Gott dæmi um mann sem hefur laskaða pólitíska sýn á þetta er Björn Valur Gíslason sem telur væntanlega að Steingrímur Sigfússon sé gríðarsterkur á formannsstóli VG vegna þess að enginn alvöru frambjóðandi bauð sig fram gegn honum þrátt fyrir að flokkurinn sé í raun í tætlum og viti ekkert hver hann er, hvaðan hann er að koma né hvert hann er að fara margklofinn og á þó enn inni að minnsta kosti eitt tilbrigði við klofning enn!

Það finnst Birni blessuðum merki um styrk og stefnufestu. Þegar öll hjörðin situr og stendur eins og formaðurinn vill þrátt fyrir að allt skíðlogi stafna á milli. Þannig höfum við reyndar vanist því að flokkarnir „skipuleggi“ fundina og því er Birni er vorkun að vissu leyti.

Styrktarmælistika þingmannsins tekur ekki kipp fyrr en augljóst er að sitjandi formaður hefur drepið svo niður alla andstöðu við sína eigin ríkjandi skoðun að óhætt er að blása til fundar. Þá mæti Björn Valur og allir hinir sem eru ekki sammála um neitt og klappa þegar á að klappa.

Og svo mætir aðalritarinn og segir fjölmiðlum að allt sé í fína af því að allir klöppuðu í takti. Nei, það eru nú ekki vandræðin á slíkum bæjum. Alveg eins og í Sovét í den….

Þannig framgangsmáta sér þingmaðurinn strax sem sigur en veikleika flokka sem bjóða upp á kosningar milli tveggja öflugra aðila. Að ég tali nú ekki um fund þar sem fólk tekst á um hluti sem allir vita að ágreiningur er um.

Björn Valur klikkar bara helst ekki.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Anonymous

  Ertu dottinn úr liðinu í körfuboltanum?

 • Anonymous

  Er nú ekki kominn tími til að rifja upp að Björn Valur sveik og setti sína eigin fjölskyldu og vini á hausinn? Þetta fólk talar ekki við hann í dag og sér ástæðu tilað skrifa um þetta í blöðunum. Björn Valur er eins ógeðfelldur náungi og hægt er að vera….Steingrímur ósatt.is…Svavar von Stasi Icesave snillingur ásamt Indriða mynda eitthvað ógeðslegustu pólitísku klíku frá upphafi homo sapiens.

 • Anonymous

  Björn Valur er maður sem tekst að stíga í alla drullupolla sem á vegi hans verða. Slíkt segir mikið um innrætið.

 • Anonymous

  Góður pistill, Röggi! Tek undir hvert orð!kv.Ómar

 • Anonymous

  Björn Valur kemur við kauninn hjá fokking FLokksdruslum.

 • Anonymous

  Alltaf gaman að lesa Rögga

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann tók trú á Guð og langar að skrifa um það, þá reynslu sem er eins og náð Guðs. Ný á hverjum degi....
RSS straumur: RSS straumur