Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 24.10 2010 - 18:50

Gylfi á réttri línu en ekki VG

Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, er einn af  fáum ráðamönnum sem tala af skynsemi.  Það er alveg rétt hjá honum að það er krónan sem hefur rústað fjárhag margra heimila í landinu. Heimili landsins eiga flest við launavandamál að etja sem hefur leitt til vanda við að greiða af lánum.    Sá forsendubrestur sem varð hjá heimilunum […]

Laugardagur 23.10 2010 - 15:31

Krónan er ópíum Íslendinga

Krónan er sem ópíum.  Í hruninu linaði hún þjáningar og var rómuð sem töfralyf, en aukaverkanirnar eru nú farnar að segja til sín.  Stór hluti heimila nær ekki endum saman um hver mánaðarmót og þessi hópur er hlutfallslega miklu stærri hér á landi en í þeim ESB löndum sem verst urðu úti í bankakreppunni, eins […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 19:22

Icesave vextir af verstu sort

Margir eru farnir að gleyma Icesave og halda að best sé að geyma það niðri í skúffu.  En á meðan Icesave er óleyst, er aðgangur að erlendu fjármagni á viðráðanlegu verði nær enginn, þar með er ekki hægt að fjármagna tækifæri fyrir nýja kynslóð.  Það er engin framtíð fyrir unga fólkið að borga skuldir foreldar […]

Miðvikudagur 20.10 2010 - 10:15

Framtíð útlána á Íslandi

Í framhaldi af umræðum sem hafa spunnist hér á Eyjunni í kjölfar síðustu færslu minnar um gjaldþrotalögin, tel ég rétt að útskýra mál mitt ögn betur hvað varðar framtíð áhættustýringar innan fjármálastofnanna. Léleg áhættustýring fyrir hrun, gerði skuldavandann hér verri en hann hefði orðið annars.  Bætt áhættustýring er löngu tímabær enda leggur FME mikla áherslu […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 16:04

Ný gjaldþrotalög kalla á áhættumat

Ný gjaldþrotalög virðast um margt góð.  Þessi lög munu veita lánastofnunum gríðarlegt aðhald.  Aðeins verður hægt að lána til þeirra einstaklinga sem standast strangt og heilstætt áhættumat.  Gamla greiðslumatið mun heyra sögunni til og það sama á við uppáskriftir ættingja. Líklegt er að svona gjaldþrotalög kalli á áhættumat eins og gerist í Bandaríkjunum, þar sem […]

Þriðjudagur 19.10 2010 - 09:02

Sálmabann = Slæðubann?

Hugmyndir mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að banna flutning á sálmum í skólum borgarinnar er skerðing á tjáningarfrelsinu. Rök Margrétar Sverrisdóttur, eins og þau birtast í Morgunblaðinu í dag, eru nákvæmlega þau sömu og foreldrar í Bandaríkjunum notuðu til að  banna þróunarkenningu Darwins í sumum grunnskólum þar. Hún segir: „Meginatriðið er þetta að virða þarf rétt foreldra […]

Mánudagur 18.10 2010 - 10:28

Hvað er sálmur?

„En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Gnarr borgarstjóra að banna skyldi alla jólasálma í grunnskólum Reykjavíkur.“ En hvað er sálmur?  Hver ákveður það? Ef banna á jólasálma í grunnskólum, verður þá ekki að banna þjóðsönginn okkar „Ó, guðs vors lands“ eftir Mattíhas Jochumsson, sem er jú kristilegur sálmur?  Og hvað […]

Sunnudagur 17.10 2010 - 12:30

Noregur eða ESB?

Ef við göngum ekki inn í ESB, sem allar líkur eru á eins og staðan er í dag, munum við enda uppi sem efnahagsleg nýlenda Noregs og norska krónan mun útrýma þeirri íslensku. Enginn verður meiri Þrándur í götu fyrir efnahagslegri endureisn hér á landi í framtíðinni en Noregur.  Efnahagslega hefur Noregur allt sem við […]

Laugardagur 16.10 2010 - 23:23

Fyrstur með fréttirnar!

Stöð 2 var með frétt í kvöld um matarkortin í New York.  Ég skrifaði um þetta fyrir nokkrum dögum undir fyrirsögninni „Að eiga fyrir mat“ þar sem ég lýsti kerfinu í Bandaríkjunum og tók New York fylki sem dæmi. Kerfið heyrir undir landbúnaðarráðuneytið í Bandaríkjunum en er stjórnað af sambandsfylkjunum.  Upphaflega var þetta kerfi sett […]

Föstudagur 15.10 2010 - 10:55

500,000 kr = 85 fm

Heimilistekjur upp á 500,000 kr. á mánuði duga fyrir 85 fm íbúð á höfuðborgarsvæðinu svo framarlega sem kaupandinn á einnig 3,750.000 kr. sparnað á bók fyrir útborgun.  Þetta yrði niðurstaðan ef íslenskir neytendur færu í greiðslumat hjá varfærnum og ábyrgum fjármálastofnunum í nágrannalöndum okkar.  Vandamálið í húsnæðismálum landsmanna eru lág laun og hár byggingarkostnaður.  Lán og […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur