Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum. Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010. Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar. […]
Nýlegt ársuppgjör Landsbankans hlýtur að valda eigendum hans vonbrigðum. Hreinar vaxtatekjur dragast saman um 18% á sama tíma og launakostnaður hækkar um 10%, sem svarar til 90,000 kr hækkunar á mánuði per stöðugildi. Svar bankaráðs er að endurskoða stefnu bankans. Þetta er í sjálfu sér ekki undarlegt, en það sem er athyglisvert er að það […]
Grískir stjórnmálamenn segja að Grikkland sé að kikna undan lánum. En er svo, er vaxtabyrði gríska ríkisins t.d. hærri en íslenska ríkisins? Við fyrstu sýn virðist svo. Miðað við landsframleiðslu eru skuldir Grikklands 175% en 97% á Íslandi. En höfuðstóllinn segir ekki allt. Hver er vaxtakostnaðurinn af þessum lánum? Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru áætluð um […]
Það er ekki aðeins framboð og eftirspurn sem ákvarðar fasteignaverð. Staðsetning og væntingar um raunvaxtastig skipta oft meira máli. Í dag er raunvaxtamunur á milli Íslands og hinna Norðurlandanna í hæstu hæðum og erfitt að sjá að sá munur haldi. Til að átta sig betur á því er gott að skoða dæmi. Í Danmörku er […]
Það er margt líkt með Grikklandi og Íslandi þegar kemur að peningum. Bæði löndin hafa langa sögu af bruðli. Í báðum löndunum var það lítil klíka sem hafði stjórnmálastéttina í vasanum og gat platað erlenda sparifjáreigendur, sérstaklega Þjóðverja, til að dæla peningum til sín, sem siðan voru notaðir í alls konar bruðl og vitleysu. Mjög […]
Þegar prentvélar Evrópska Seðlabankans voru ræstar nýlega og evran féll, fylgdi króna í kjölfarið eins og þægur kjölturakki. En Íslendingar fengu aðeins gengisfellinguna, ekki lágu vextina eða frelsið. Íslenska krónan hefur nú verið aðlöguð að gengi evrunnar með hjálp hafta og hárra vaxta. Þetta kalla menn sjálfstæða peningamálastefnu! Já, það er ekki öll vitleysan eins. […]
Rauði þráðurinn í íslenskri bankasögu eru mistök. Það voru mistök gerð þegar bankarnir voru einkavæddir, það voru herfileg mistök gerð sem leiddu til þess að þeir hrundu allir og svo voru auðvitað mistök gerð þegar þeir voru endurreistir og það verða gerð mistök þegar þeir verða loksins seldir aftur. Afleiðing af öllum þessum mistökum er […]
Vaxtamunur á íbúðarlánum í Danmörku og á Íslands er orðinn næstum 10 faldur. Það kostar það sama að fjármagna bíl á Íslandi og íbúð í Danmörku! Fastvaxtalán til 5 ára bera 0.73% vexti í Danmörku en 7.1% á Íslandi. Þetta er þrátt fyrir höftin og allt það skjól sem þau veita! Á sama tíma hafa […]
Nú fer fram hin árlega Davos ráðsefna þar sem áhrifamestu leiðtogar heims í stjórnmálum og viðskiptum hittast og skiptast á skoðunum. Og eins og í París á dögunum er enginn áhrifamaður frá Íslandi þar á dagskrá. Líklega er Ísland eina Evrópulandið þar sem Davos er ekki fjölmiðlaefni. Þetta undirstrikar þá alþjóðlegu einangrun sem nú einkennir […]
Það geta falist mikil verðmæti í ESB umsókn sem liggur á ís. Til að átta sig á þessum verðmætum þurfa menn að leita í smiðju afleiðufræða, nánar tiltekið verðlagningar valréttar (e. option pricing). Samþykkt umsóknarferli felur í sér valrétt sem Íslendingar geta tekið upp hvenær sem er. Afturkölluð umsókn eyðir þessum valrétti án þess að […]