Á nýlegri ráðstefnu sem Financial Times hélt um bankamál kom fram að fjárfestar líta bankastarfsemi öðrum augum í dag en fyrir hrun. Verðlagning á bönkum stjórnast nú meir af gæðum tekna en, arðsemi sem byggir á einskiptisliðum og verðbréfastússi. Sérhæfðir bankar standa öðru jöfnu betur en alhliða bankar (e. universal banks) og sérstaklega standa norrænir […]
Útgönguskattur á gjaldeyri er enginn gæðastimpill á efnahagsstjórnun. Þetta er ekki aðgerð sem er þekkt á hinum Norðurlöndunum eða almennt innan OECD. Hins vegar er þetta neyðarúrræði sem AGS þekkir vel þegar lönd eru orðin “tæknilega” gjaldþrota í erlendri mynt. Þetta er engin töfralausn og ef illa fer getur vont versnað. Þegar dagblöðum heimsins er […]
Ríkisstjórnin borgar erlenda lögmanninum Lee Buchheit, aðalsamningamanni Icesave og kröfuhafa markaðskaup, líklega er það aldrei undir 1000 dollarar á tímann. En það er ekki hægt að borga íslenskum læknum markaðskaup. Svona kerfi hafa menn ekki séð síðan Sovét sáluga var upp á sitt besta. Læknar í Sovét voru góðir en illa launaðir. Sovéska leiðin var […]
Verkfall lækna er smjörþefurinn af því sem koma skal. Lífskjaramunur þeirra sem eru fastir í krónuhagkerfinu og hinna sem búa í rífandi uppgangi gjaldeyrishagkerfisins fer vaxandi. Þetta misrétti mun leiða til átaka og endaloka krónunnar. Flest stærstu fyrirtæki landsins eru löngu búin að kasta krónunni, fyrirtæki á við Icelandair, Marel, HB Granda og jafnvel Landsvirkjun. […]
Fyrir rúmum 5 árum skrifaði síðuhöfundur pistil sem nefndist “Lærum af reynslu Breta” og fjallaði um hættuna af flötum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu: “Bretar fóru í flatan niðurskurð upp úr 1990 með skelfilegu afleiðingum fyrir heilbrigðisþjónustuna hjá sér. Biðlistar lengdust, óþrifnaður og ringulreið jókst, þar sem það eru takmörk fyrir hvað er hægt að leggja á […]
Icesave er enn að hrella Íslendinga. Það stendur í vegi fyrir afnámi hafta og getur leitt til gengisfellingar og verðbólgu að mati Seðlabankans. Hvernig gat þetta gerst? Var Icesave ekki útkljáð með frægu dómsmáli sem Íslendingar unnu? Já og nei. Það sem vill gleymast er að búið var að klúðra Icesave áður en það komst […]
Ný skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðuleika er um margt athyglisverð. Þar er talað um að gengið þurfi að falla um 8% ef ekki er samið um lengingu á skuldabréfi Landsbankans. Þetta er eflaust vanmetið og líklegra að fallið verði á bilinu 10-15%, en látum það liggja á milli hluta. Ef hins vegar samið er um bréfið […]
Á meðan Landsspítalinn er í fjársvelti og neyðist til að færa starfsemi í gáma er önnur ríkisstofnun sem hefur gert lúxus að sinni stefnu. Landsbankinn tekur nú þátt í samstarfi við að efla lúxus á Íslandi og þar getur bankinn ekki verið eftirbátur annarra enda hefur hann keypt dýrustu lóð landsins undir nýja glerhöll. “Við […]
Fjárfesting í atvinnulífinu er lítil og áhyggjuefni margra. Hér er komið upp gamalt og vel þekkt vandamál sem ætti ekki að koma á óvart. Að mörgu leyti er fjárfestingaumhverfið komið aftur til fortíðar síðustu aldar. Besta fjárfestingin er steinsteypa og ríkisskuldabréf. Þegar ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa er komin upp í 6.8% í 2.2% verðbólgu er […]
Eitt hlutverk þjóðhöfðingja er að veita varnarmálum þjóðar sinnar forystu. Þjóðhöfðinginn er jú sameiningartánk þegar kemur að varnarmálum og er þar yfir stjórnmálaþras hafinn. Hér eins og á svo mörgum sviðum er örríkið Ísland sér á báti. Ísland hefur engan her svo það er auðvitað engin hefð fyrir sterkum tengslum þjóðhöfðingjans við varnir landsins. Svo […]